Gayle King prýðir forsíðu Time-tímaritsins Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. apríl 2019 14:16 Bandaríska tímaritið Time birti í dag árlegan lista sinn yfir 100 áhrifamesta fólk heims. Að þessu sinni prýðir bandaríska fréttakonan Gayle King eina útgáfu forsíðunnar en hún er á meðal áhrifafólks sem tímaritið valdi. Bandaríska tímaritið Time birti í dag árlegan lista sinn yfir 100 áhrifamesta fólk heims. Að þessu sinni er bandaríska fréttakonan Gayle King meðal þeirra sem prýða forsíðuna en hún er í hópi áhrifafólksins sem tímaritið valdi. King stýrir sjónvarpsþættinum „CBS This Morning“ en í byrjun mars tók hún eftirminnilegt viðtal við tónlistarmanninn R. Kelly þar sem hún ræddi við hann um ásakanir á hendur honum. R. Kelly brást ókvæða við og tók æðiskast í miðju viðtali. Viðbrögð King við skapofsa söngvarans og frammistaða hennar í erfiðum aðstæðum vakti ekki síst athygli. Hún náði að halda ró sinni og lét framferði R. Kellys ekki slá sig út af laginu. „Ertu alveg viss?“ Þegar King var sagt frá því að hún ætti að prýða forsíðuna tímaritsins sem ein af áhrifamestu manneskjum heims var hún efins í fyrstu og spurði: „Ertu alveg viss?“ Á áhrifalista Time birtist stutt umfjöllun um hvern og einn, oft skrifa heimsþekktir einstaklingar um kynni sín af viðkomandi og fjalla stuttlega um hinn áhrifamikla einstakling. Í þessu tilfelli skrifaði kvikmyndagerðakonan Ava DuVernay um King. DuVernay sagði að King væri ein albesta fjölmiðlakona allra tíma og að hún byggi yfir einstakri viðtalstækni sem væri einungi á færi hinna allra bestu í bransanum. King sagðist vera djúpt snortin.Hér fyrir neðan má horfa á viðtal King við R. Kelly úr CBS This Morning.„Ég þurfi að lesa þetta tvisvar. Þessi texti fékk mig bara til að hugsa um hvað ég elska þetta starf mikið og hversu heitt ég elska fólkið sem ég vinn með,“ sagði Gayle King og sagði viðurkenninguna hafa mikla þýðingu fyrir sig.Sjá nánar: Umfjöllun Time um hundrað áhrifamestu einstaklinga í heimiAlls eru sex útgáfur af forsíðu Time þar sem listinn yfir 100 áhrifamestu einstaklingana er valinn. Hinar forsíðurnar prýða Taylor Swift, Dwayne Johnson, Sandra Oh, Nancy Pelosi og Mohamed Salah. MeToo Mál R. Kelly Bandaríkin Fjölmiðlar Tengdar fréttir Tárvotur R Kelly þvertekur fyrir að hafa beitt konur ofbeldi: „Þetta er ekki ég“ Tónlistarmaðurinn í viðtali við CBS News. 6. mars 2019 11:30 Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Fleiri fréttir „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sjá meira
Bandaríska tímaritið Time birti í dag árlegan lista sinn yfir 100 áhrifamesta fólk heims. Að þessu sinni er bandaríska fréttakonan Gayle King meðal þeirra sem prýða forsíðuna en hún er í hópi áhrifafólksins sem tímaritið valdi. King stýrir sjónvarpsþættinum „CBS This Morning“ en í byrjun mars tók hún eftirminnilegt viðtal við tónlistarmanninn R. Kelly þar sem hún ræddi við hann um ásakanir á hendur honum. R. Kelly brást ókvæða við og tók æðiskast í miðju viðtali. Viðbrögð King við skapofsa söngvarans og frammistaða hennar í erfiðum aðstæðum vakti ekki síst athygli. Hún náði að halda ró sinni og lét framferði R. Kellys ekki slá sig út af laginu. „Ertu alveg viss?“ Þegar King var sagt frá því að hún ætti að prýða forsíðuna tímaritsins sem ein af áhrifamestu manneskjum heims var hún efins í fyrstu og spurði: „Ertu alveg viss?“ Á áhrifalista Time birtist stutt umfjöllun um hvern og einn, oft skrifa heimsþekktir einstaklingar um kynni sín af viðkomandi og fjalla stuttlega um hinn áhrifamikla einstakling. Í þessu tilfelli skrifaði kvikmyndagerðakonan Ava DuVernay um King. DuVernay sagði að King væri ein albesta fjölmiðlakona allra tíma og að hún byggi yfir einstakri viðtalstækni sem væri einungi á færi hinna allra bestu í bransanum. King sagðist vera djúpt snortin.Hér fyrir neðan má horfa á viðtal King við R. Kelly úr CBS This Morning.„Ég þurfi að lesa þetta tvisvar. Þessi texti fékk mig bara til að hugsa um hvað ég elska þetta starf mikið og hversu heitt ég elska fólkið sem ég vinn með,“ sagði Gayle King og sagði viðurkenninguna hafa mikla þýðingu fyrir sig.Sjá nánar: Umfjöllun Time um hundrað áhrifamestu einstaklinga í heimiAlls eru sex útgáfur af forsíðu Time þar sem listinn yfir 100 áhrifamestu einstaklingana er valinn. Hinar forsíðurnar prýða Taylor Swift, Dwayne Johnson, Sandra Oh, Nancy Pelosi og Mohamed Salah.
MeToo Mál R. Kelly Bandaríkin Fjölmiðlar Tengdar fréttir Tárvotur R Kelly þvertekur fyrir að hafa beitt konur ofbeldi: „Þetta er ekki ég“ Tónlistarmaðurinn í viðtali við CBS News. 6. mars 2019 11:30 Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Fleiri fréttir „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sjá meira
Tárvotur R Kelly þvertekur fyrir að hafa beitt konur ofbeldi: „Þetta er ekki ég“ Tónlistarmaðurinn í viðtali við CBS News. 6. mars 2019 11:30