Iðnaðarmenn tilbúnir með áætlun varðandi verkföll Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. apríl 2019 14:48 Kristján Þórður Snæbjarnarson er hér fyrir miðju með öðrum í samninganefnd iðnaðarmanna fyrir fund með SA fyrr í mánuðinum. vísir/vilhelm Næsta vika mun ráða úrslitum varðandi það hvort iðnaðarmenn fara í verkfallsaðgerðir eða hvort að kjaraviðræður þeirra og Samtaka atvinnulífsins fara að skila nýjum kjarasamningi. Þetta segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins og talsmaður iðnaðarmanna, í samtali við Vísi. „Við áttum fund með SA í morgun. Það svo sem gerðist ekkert mjög margt á þeim fundi, ekkert sem maður getur ekki fest hönd á í raun og veru. Það var ákveðið að funda aftur strax eftir páska og festa formlegan fund á miðvikudaginn. Þá munum við reyna til þrautar að sjá hversu langt við komumst í að gera kjarasamning á þeim tímapunkti, og munum nota næstu viku í það, og ef það fer ekki að skila árangri þá munum við undirbúa einhver önnur skref, aðgerðir eða eitthvað slíkt,“ segir Kristján. Hann kveðst lítið geta sagt um það sem verið sé að ræða við samningaborðið þegar hann spurður að því hvort iðnaðarmenn fari fram á hærri krónutöluhækkanir en SGS og VR sömdu til dæmis um við SA. „Við erum að ræða málin heildstætt og leita allra leiða til að koma samningum saman.“ Spurður nánar út í möguleg verkföll segir Kristján að iðnaðarmenn séu með áætlun varðandi það sem unnið sé út frá. Það hafi hins vegar ekki verið gert opinbert. „Við erum með átakahóp í gangi sem er búinn að vera að skipuleggja og leggja ákveðnar línur fyrir okkur. Ef viðræður ganga ekki þannig að maður nær samningi þá eðli máls samkvæmt mun þurfa að enda á einhverjum verkföllum eða slíku. Það er búið að teikna upp plan og menn eru að vinna út frá því en það hefur ekki verið gert opinbert.“ En næsta mun þá ráða úrslitum varðandi það hvernig þetta fer hjá ykkur? Það er tímaramminn sem unnið er eftir? „Já, það er bara svolítið þannig sem staðan er. Næsta vika mun verða viðburðarík, geri ég ráð fyrir. Það mun eitthvað skýrast.“ Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Segir lítið að gerast í kjaradeilu iðnaðarmanna og SA Samningafundur var í kjaradeilu iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins fyrir hádegi í dag í húsakynnum ríkissáttasemjara. 15. apríl 2019 16:28 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Fleiri fréttir Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Sjá meira
Næsta vika mun ráða úrslitum varðandi það hvort iðnaðarmenn fara í verkfallsaðgerðir eða hvort að kjaraviðræður þeirra og Samtaka atvinnulífsins fara að skila nýjum kjarasamningi. Þetta segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins og talsmaður iðnaðarmanna, í samtali við Vísi. „Við áttum fund með SA í morgun. Það svo sem gerðist ekkert mjög margt á þeim fundi, ekkert sem maður getur ekki fest hönd á í raun og veru. Það var ákveðið að funda aftur strax eftir páska og festa formlegan fund á miðvikudaginn. Þá munum við reyna til þrautar að sjá hversu langt við komumst í að gera kjarasamning á þeim tímapunkti, og munum nota næstu viku í það, og ef það fer ekki að skila árangri þá munum við undirbúa einhver önnur skref, aðgerðir eða eitthvað slíkt,“ segir Kristján. Hann kveðst lítið geta sagt um það sem verið sé að ræða við samningaborðið þegar hann spurður að því hvort iðnaðarmenn fari fram á hærri krónutöluhækkanir en SGS og VR sömdu til dæmis um við SA. „Við erum að ræða málin heildstætt og leita allra leiða til að koma samningum saman.“ Spurður nánar út í möguleg verkföll segir Kristján að iðnaðarmenn séu með áætlun varðandi það sem unnið sé út frá. Það hafi hins vegar ekki verið gert opinbert. „Við erum með átakahóp í gangi sem er búinn að vera að skipuleggja og leggja ákveðnar línur fyrir okkur. Ef viðræður ganga ekki þannig að maður nær samningi þá eðli máls samkvæmt mun þurfa að enda á einhverjum verkföllum eða slíku. Það er búið að teikna upp plan og menn eru að vinna út frá því en það hefur ekki verið gert opinbert.“ En næsta mun þá ráða úrslitum varðandi það hvernig þetta fer hjá ykkur? Það er tímaramminn sem unnið er eftir? „Já, það er bara svolítið þannig sem staðan er. Næsta vika mun verða viðburðarík, geri ég ráð fyrir. Það mun eitthvað skýrast.“
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Segir lítið að gerast í kjaradeilu iðnaðarmanna og SA Samningafundur var í kjaradeilu iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins fyrir hádegi í dag í húsakynnum ríkissáttasemjara. 15. apríl 2019 16:28 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Fleiri fréttir Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Sjá meira
Segir lítið að gerast í kjaradeilu iðnaðarmanna og SA Samningafundur var í kjaradeilu iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins fyrir hádegi í dag í húsakynnum ríkissáttasemjara. 15. apríl 2019 16:28