Frá og með næsta tímabili verður allur handbolti sem áður var undir merkjum Akureyri handboltafélags undir merkjum Þórs. Þetta var ákveðið á aðalfundi Akureyrar handboltafélags sem fór fram á mánudaginn.
Akureyri féll úr Olís-deild karla og leikur í Grill 66 deildinni á næsta tímabili. Í frétt á heimasíðu Þórs segir að árangur vetrarins hafi verið mikil vonbrigði.
Tímabilið 2005-06 var það síðasta sem Þór lék undir sínu eigin nafni. Þá enduðu Þórsarar í 12. sæti efstu deildar karla.
Þór og KA léku undir nafni Akureyrar á árunum 2006-17. KA byrjaði aftur að leika undir eigin nafni tímabilið 2017-18. KA-menn fóru þá upp úr Grill 66 deildinni ásamt Akureyri.
KA hélt sér í Olís-deildinni í vetur en Akureyri féll og hefur leik í Grill 66 deildinni á næsta tímabili undir merkjum Þórs.
Handboltinn aftur undir merkjum Þórs
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið





Wroten aftur synjað um dvalarleyfi
Körfubolti


Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United
Enski boltinn



Ekki hættur í þjálfun
Handbolti