Ekki jafn fýsilegt og áður að sækja erlent vinnuafl að utan Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 18. apríl 2019 09:30 Ásgeir Jónsson forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands. Vísir/Baldur Hrafnkell Þær hækkanir á lægstu launum, sem kveðið er á um í nýjum kjarasamningum, eru til þess fallnar að verðleggja hluta af erlenda vinnuaflinu hér á landi út af vinnumarkaðinum. Þannig munum við ekki sjá sömu krafta og áður ýta hagkerfinu áfram að sögn Ásgeirs Jónssonar, forseta hagfræðideildar Háskóla Íslands. „Áður fyrr var mikið um yfirborganir og það var eiginlega enginn á taxtakaupi. Þess vegna lögðu verkalýðsfélögin ekki svo mikla áherslu á lægstu taxta. Þau horfðu fremur til þess að tryggja atvinnu og halda atvinnuleysi lágu,“ segir Ásgeir í samtali við Fréttablaðið. Hann bendir á að síðustu ár hafi mikið af erlendu vinnuafli verið flutt inn og unnið á taxtakaupi. „Núna með því að hækka lægstu taxtana má segja að þessi leið sem mörg fyrirtæki hafa farið, það er að segja, að flytja inn erlent vinnuafl í miklu magni og láta það vinna á lágmarkstöxtum, sé ekki jafn greið. Líklega munu mörg fyrirtæki reyna að auka sjálfvirkni eins og við sjáum í Krónunni og Bónus en þetta mun breyta ansi miklu fyrir vöxt ferðaþjónustunnar.“ Hlutfall útlendinga af heildarfjölda atvinnulausra á Íslandi hefur vaxið síðustu misseri. Hlutfallið nam 28 prósentum í ársbyrjun 2018 en jókst jafnt og þétt, og var komið í 36 prósent í febrúar 2019. Í mars lækkaði það niður í 33 prósent og má ætla að gjaldþrot WOW air í lok mars hafi átt þátt í því. Ásgeir nefnir að hvergi á meðal aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) hafi verið minni launamunur á milli menntaðra og ómenntaðra en á Íslandi. „Við höfum séð síðustu árin að það hefur verið mikil eftirspurn eftir ófaglærðu vinnuafli en ekki í jafn miklum mæli eftir fólki með háskólagráðu. Það má velta því fyrir sér hversu lengi við hefðum getað haldið áfram á þessari braut. Að fljúga ferðamönnum til landsins í massavís og flytja inn erlent vinnuafl til að þjónusta þá. Í langtímasamhengi er nauðsynlegt að leggja áherslu á gæði fremur en fjölda starfa.“ Samkvæmt nýjum kjarasamningum sem undirritaðir voru í byrjun apríl nema launahækkanir til þeirra sem starfa á töxtum 90 þúsund krónum yfir samningstímann sem nær frá 2019 til 2022. Nú stendur yfir atkvæðagreiðsla um samninginn á meðal aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Sjá meira
Þær hækkanir á lægstu launum, sem kveðið er á um í nýjum kjarasamningum, eru til þess fallnar að verðleggja hluta af erlenda vinnuaflinu hér á landi út af vinnumarkaðinum. Þannig munum við ekki sjá sömu krafta og áður ýta hagkerfinu áfram að sögn Ásgeirs Jónssonar, forseta hagfræðideildar Háskóla Íslands. „Áður fyrr var mikið um yfirborganir og það var eiginlega enginn á taxtakaupi. Þess vegna lögðu verkalýðsfélögin ekki svo mikla áherslu á lægstu taxta. Þau horfðu fremur til þess að tryggja atvinnu og halda atvinnuleysi lágu,“ segir Ásgeir í samtali við Fréttablaðið. Hann bendir á að síðustu ár hafi mikið af erlendu vinnuafli verið flutt inn og unnið á taxtakaupi. „Núna með því að hækka lægstu taxtana má segja að þessi leið sem mörg fyrirtæki hafa farið, það er að segja, að flytja inn erlent vinnuafl í miklu magni og láta það vinna á lágmarkstöxtum, sé ekki jafn greið. Líklega munu mörg fyrirtæki reyna að auka sjálfvirkni eins og við sjáum í Krónunni og Bónus en þetta mun breyta ansi miklu fyrir vöxt ferðaþjónustunnar.“ Hlutfall útlendinga af heildarfjölda atvinnulausra á Íslandi hefur vaxið síðustu misseri. Hlutfallið nam 28 prósentum í ársbyrjun 2018 en jókst jafnt og þétt, og var komið í 36 prósent í febrúar 2019. Í mars lækkaði það niður í 33 prósent og má ætla að gjaldþrot WOW air í lok mars hafi átt þátt í því. Ásgeir nefnir að hvergi á meðal aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) hafi verið minni launamunur á milli menntaðra og ómenntaðra en á Íslandi. „Við höfum séð síðustu árin að það hefur verið mikil eftirspurn eftir ófaglærðu vinnuafli en ekki í jafn miklum mæli eftir fólki með háskólagráðu. Það má velta því fyrir sér hversu lengi við hefðum getað haldið áfram á þessari braut. Að fljúga ferðamönnum til landsins í massavís og flytja inn erlent vinnuafl til að þjónusta þá. Í langtímasamhengi er nauðsynlegt að leggja áherslu á gæði fremur en fjölda starfa.“ Samkvæmt nýjum kjarasamningum sem undirritaðir voru í byrjun apríl nema launahækkanir til þeirra sem starfa á töxtum 90 þúsund krónum yfir samningstímann sem nær frá 2019 til 2022. Nú stendur yfir atkvæðagreiðsla um samninginn á meðal aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Sjá meira