Borgin kannar hvort innviðir þoli nýja byggð í Háteigshverfi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. apríl 2019 21:30 Reykjavíkurborg kannar hvort innviðir í Háteigshverfi geti tekið á móti fyrirhugaðri uppbyggingu í hverfinu. Þá er ekki búið að ákveða neina útfærslu á uppbyggingu á Sjómannaskólareitnum að sögn Óla Jóns Hertervig skrifstofustjóra eigna- og atvinnuþróunar hjá borginni. Reykjavíkurborg kannar hvort innviðir í Háteigshverfi geti tekið á móti fyrirhugaðri uppbyggingu í hverfinu. Þá er ekki búið að ákveða neina útfærslu á uppbyggingu á Sjómannaskólareitnum að sögn skrifstofustjóra eigna- og atvinnuþróunar hjá borginni. Í fréttum okkar í gær kom fram að borgin hefur þegar veitt tveimur einkahlutafélögum lóðavilyrði fyrir uppbyggingu á hagkvæmishúsnæði í Skerjafirði og á Sjómannaskólareit.Gagnrýni Vina Saltfisksmóans Íbúasamtökin Vinir Saltfisksmóans gagnrýndu að í fyrirhugaðri uppbyggingu á Sjómannaskólareit verði mikilvægum grænum svæðum fórnað og gengið á friðaðar minjar. Þá hafa þeir áhyggjur af því að grunnskólar í hverfinu geti ekki tekið á móti nýjum íbúum og að húsnæðið sem á að vera fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur verði of dýrt.Skipulag auglýst og þá verður tekið á móti ábendingum Óli Jón Hertervig skrifstofustjóri eigna og atvinnuþróunar hjá borginni segir að tekið verði vel á móti öllum ábendingum enda liggi endanlegt skipulag ekki fyrir og því sé ekki búið að ákveða neitt. „Við höfum heyrt af áhyggjum íbúa hér og erum ekki að fara að byggja á friðuðum minjum en við færðum fyrirhugaðri byggð frá þeim stað. Síðan hafa íbúar tækifæri til að koma með athugasemdir þegar við auglýsum skipulagið og þeim verður öllum svarað,“ segir Óli. Hann segir að skipulagið verði auglýst á þessu ári. Þá sé verið að skoða hvort að innviðir hverfsins geti tekið við uppbyggingunni. „Við erum að skoða hvort að innviðir eins og grunnskólar, vegakerfið og þess háttar geti tekið á móti nýrri byggð,“ segir hann.Kvaðir á byggingafyrirtæki hagkvæmishúsnæðis Óli segir að ýmsar kvaðir verði settar á byggingafyrirtækin sem sjá um uppbyggingu á hagkvæmishúsnæðinu sem sé fyrst og fremst ætlað fyrir fólk á aldrinum 18 til 40 ára. Þá verði ekki hægt að hækka verð á húsnæðinu neitt að ráði frá fyrstu sölu. Hann segir að þau fyrirtæki sem þegar hafa fengið lóðavilyrði séu ekki búin að fá lóðirnar afhentar það eigi eftir að skoða margt áður en til þess kemur. „Þau þurfa að sýna fram á að þau ráði við verkefnið, hafi fjármagn og svo þarf að samþykkja nýtt skipulag, þannig að það er mikill fasi eftir,“ segir Óli. Sjö þróunarreitir í borginni eru ætlaðir fyrir hagkvæmishúsnæði og fá níu teymi úthlutað svæðum. Eftir á að gefa sjö fyrirtækjum lóðavilyrði og er búist við að það verði gert í byrjun maí. Húsnæðismál Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Telja borgina fara offari í uppbyggingu við Sjómannaskólann Íbúar í Háteigshverfi telja borgina fara offari í uppbyggingu á nýju húsnæði í hverfinu án þess að huga að nauðsynlegum innviðum þess. 17. apríl 2019 22:03 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Reykjavíkurborg kannar hvort innviðir í Háteigshverfi geti tekið á móti fyrirhugaðri uppbyggingu í hverfinu. Þá er ekki búið að ákveða neina útfærslu á uppbyggingu á Sjómannaskólareitnum að sögn skrifstofustjóra eigna- og atvinnuþróunar hjá borginni. Í fréttum okkar í gær kom fram að borgin hefur þegar veitt tveimur einkahlutafélögum lóðavilyrði fyrir uppbyggingu á hagkvæmishúsnæði í Skerjafirði og á Sjómannaskólareit.Gagnrýni Vina Saltfisksmóans Íbúasamtökin Vinir Saltfisksmóans gagnrýndu að í fyrirhugaðri uppbyggingu á Sjómannaskólareit verði mikilvægum grænum svæðum fórnað og gengið á friðaðar minjar. Þá hafa þeir áhyggjur af því að grunnskólar í hverfinu geti ekki tekið á móti nýjum íbúum og að húsnæðið sem á að vera fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur verði of dýrt.Skipulag auglýst og þá verður tekið á móti ábendingum Óli Jón Hertervig skrifstofustjóri eigna og atvinnuþróunar hjá borginni segir að tekið verði vel á móti öllum ábendingum enda liggi endanlegt skipulag ekki fyrir og því sé ekki búið að ákveða neitt. „Við höfum heyrt af áhyggjum íbúa hér og erum ekki að fara að byggja á friðuðum minjum en við færðum fyrirhugaðri byggð frá þeim stað. Síðan hafa íbúar tækifæri til að koma með athugasemdir þegar við auglýsum skipulagið og þeim verður öllum svarað,“ segir Óli. Hann segir að skipulagið verði auglýst á þessu ári. Þá sé verið að skoða hvort að innviðir hverfsins geti tekið við uppbyggingunni. „Við erum að skoða hvort að innviðir eins og grunnskólar, vegakerfið og þess háttar geti tekið á móti nýrri byggð,“ segir hann.Kvaðir á byggingafyrirtæki hagkvæmishúsnæðis Óli segir að ýmsar kvaðir verði settar á byggingafyrirtækin sem sjá um uppbyggingu á hagkvæmishúsnæðinu sem sé fyrst og fremst ætlað fyrir fólk á aldrinum 18 til 40 ára. Þá verði ekki hægt að hækka verð á húsnæðinu neitt að ráði frá fyrstu sölu. Hann segir að þau fyrirtæki sem þegar hafa fengið lóðavilyrði séu ekki búin að fá lóðirnar afhentar það eigi eftir að skoða margt áður en til þess kemur. „Þau þurfa að sýna fram á að þau ráði við verkefnið, hafi fjármagn og svo þarf að samþykkja nýtt skipulag, þannig að það er mikill fasi eftir,“ segir Óli. Sjö þróunarreitir í borginni eru ætlaðir fyrir hagkvæmishúsnæði og fá níu teymi úthlutað svæðum. Eftir á að gefa sjö fyrirtækjum lóðavilyrði og er búist við að það verði gert í byrjun maí.
Húsnæðismál Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Telja borgina fara offari í uppbyggingu við Sjómannaskólann Íbúar í Háteigshverfi telja borgina fara offari í uppbyggingu á nýju húsnæði í hverfinu án þess að huga að nauðsynlegum innviðum þess. 17. apríl 2019 22:03 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Telja borgina fara offari í uppbyggingu við Sjómannaskólann Íbúar í Háteigshverfi telja borgina fara offari í uppbyggingu á nýju húsnæði í hverfinu án þess að huga að nauðsynlegum innviðum þess. 17. apríl 2019 22:03