Fyrrverandi leikmaður ÍBV og Vals segir að rasismi sé ekki til Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. apríl 2019 11:45 Hurst í leik með Val. Hann lék alls 30 leiki í Pepsi-deildinni með Val og ÍBV. vísir/daníel Englendingurinn James Hurst, fyrrverandi leikmaður ÍBV og Vals, segir að kynþáttafordómar séu ekki til. Mikið hefur verið rætt um kynþáttafordóma í fótbolta á undanförnum viku eftir að leikmenn á borð við Raheem Sterling og Moise Kean urðu fyrir þeim. Í dag hafa svo leikmenn í ensku úrvalsdeildinni biðlað til fótboltayfirvalda að gera meira í baráttunni við kynþáttafordóma undir myllumerkinu #enough á samfélagsmiðlum. Hurst segir hins vegar að kynþáttafordómar séu bara ímyndun. Hann hafi á sínum ferli aldrei hafa orðið fyrir kynþáttafordómum og á Twitter segir hann að þetta sé bara enn einn vagninn fyrir fólk að stökkva um borð í.I've never experienced racism whilst playing. (Enough) sounds like another band wagon to me — James Hurst (@hursty43) April 19, 2019 Margir furða sig á þessum ummælum Hurst en hann stendur fast við sinn keip. Hann gengur svo langt að segja að kynþáttafordómar séu ekki til.Get real it doesnt exist — James Hurst (@hursty43) April 19, 2019 Hurst, sem er 27 ára, hefur komið víða við á ferlinum. Í dag leikur hann með enska utandeildarliðinu Sutton Coldfield Town. Hurst var einn allra besti leikmaður Pepsi-deildarinnar þegar hann lék með ÍBV sumarið 2010, þá á láni frá Portsmouth. Hurst lék sjö deildarleiki með Val 2013 og sjö leiki árið eftir. Hann yfirgaf Val um mitt sumar 2014.Magnús Gylfason, þáverandi þjálfari Vals, sagði að Hurst væri góður leikmaður en félagslegi þátturinn væri í ekki í lagi hjá honum. Hurst skrapp m.a. óvænt til Dúbaí eftir að hafa meiðst í leik með Val og skrópaði síðan á æfingu. Hurst, sem á fjölda leikja að baki með yngri landsliðum Englands, lék einn leik með West Brom í ensku úrvalsdeildinni en ferill hans náði litlu flugi. Í fyrra komst hann í fréttirnar fyrir hrokafulla framkomu við lögreglukonu eftir að hann var handtekinn fyrir að keyra fullur.Drink-driving ex-Premier League footballer told cops: ‘I’m a millionaire, just fine me’ https://t.co/vRtXuuvG5B — The Sun (@TheSun) April 6, 2018 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira
Englendingurinn James Hurst, fyrrverandi leikmaður ÍBV og Vals, segir að kynþáttafordómar séu ekki til. Mikið hefur verið rætt um kynþáttafordóma í fótbolta á undanförnum viku eftir að leikmenn á borð við Raheem Sterling og Moise Kean urðu fyrir þeim. Í dag hafa svo leikmenn í ensku úrvalsdeildinni biðlað til fótboltayfirvalda að gera meira í baráttunni við kynþáttafordóma undir myllumerkinu #enough á samfélagsmiðlum. Hurst segir hins vegar að kynþáttafordómar séu bara ímyndun. Hann hafi á sínum ferli aldrei hafa orðið fyrir kynþáttafordómum og á Twitter segir hann að þetta sé bara enn einn vagninn fyrir fólk að stökkva um borð í.I've never experienced racism whilst playing. (Enough) sounds like another band wagon to me — James Hurst (@hursty43) April 19, 2019 Margir furða sig á þessum ummælum Hurst en hann stendur fast við sinn keip. Hann gengur svo langt að segja að kynþáttafordómar séu ekki til.Get real it doesnt exist — James Hurst (@hursty43) April 19, 2019 Hurst, sem er 27 ára, hefur komið víða við á ferlinum. Í dag leikur hann með enska utandeildarliðinu Sutton Coldfield Town. Hurst var einn allra besti leikmaður Pepsi-deildarinnar þegar hann lék með ÍBV sumarið 2010, þá á láni frá Portsmouth. Hurst lék sjö deildarleiki með Val 2013 og sjö leiki árið eftir. Hann yfirgaf Val um mitt sumar 2014.Magnús Gylfason, þáverandi þjálfari Vals, sagði að Hurst væri góður leikmaður en félagslegi þátturinn væri í ekki í lagi hjá honum. Hurst skrapp m.a. óvænt til Dúbaí eftir að hafa meiðst í leik með Val og skrópaði síðan á æfingu. Hurst, sem á fjölda leikja að baki með yngri landsliðum Englands, lék einn leik með West Brom í ensku úrvalsdeildinni en ferill hans náði litlu flugi. Í fyrra komst hann í fréttirnar fyrir hrokafulla framkomu við lögreglukonu eftir að hann var handtekinn fyrir að keyra fullur.Drink-driving ex-Premier League footballer told cops: ‘I’m a millionaire, just fine me’ https://t.co/vRtXuuvG5B — The Sun (@TheSun) April 6, 2018
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira