Þetta er í fyrsta sinn sem ÍR-ingar komast í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn síðan úrslitakeppnin var sett á laggirnar fyrir 35 árum. ÍR varð síðast Íslandsmeistari 1977. Í úrslitaeinvíginu mætir ÍR KR sem hefur orðið Íslandsmeistari fimm sinnum í röð.
ÍR tapaði fyrir Tindastóli, 3-1, í undanúrslitunum í fyrra. Eftir fjórða leikinn á Sauðárkróki lofaði Matthías að fara með ÍR í úrslit. Og hann hefur nú staðið við það.
Hann ræddi þessi ummæli sín og fleira þegar hann mætti í settið til strákanna í Domino's Körfuboltakvöldi í gær.