Þrótti R. hefur verið dæmdur sigur í fyrsta leiknum gegn HK í umspili um sæti í Olís-deild karla á næsta tímabili.
HK-ingar unnu leik liðanna í Laugardalshöllinni í gær, 24-27. HK tefldi hins vegar fram ólöglegum leikmanni og Þrótti var því dæmdur sigur, 10-0.
Jón Heiðar Gunnarsson lék í fyrsta sinn með HK á þessu tímabili í umræddum leik. Hann var hins vegar ekki með skráðan leikmannasamning hjá HSÍ og taldist því ólöglegur að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá HSÍ.
Þróttur er 1-0 yfir í einvíginu en tvo sigra þarf til að komast áfram. Sigurvegarinn í einvígi Þróttar og HK mætir Víkingi í úrslitum um eitt laust sæti í Olís-deildinni.
Annar leikur HK og Þróttar fer fram í Digranesinu klukkan 16:00 á morgun.
HK dæmdur ósigur gegn Þrótti
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið





Wroten aftur synjað um dvalarleyfi
Körfubolti


Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United
Enski boltinn



Ekki hættur í þjálfun
Handbolti