Háttsettur starfsmaður WHO myrtur í Kongó Samúel Karl Ólason skrifar 19. apríl 2019 22:02 Nokkrar árásir sem þessar hafa verið gerðar á undanförnum mánuðum og hefur það leitt til þess að hjálparstarfsmenn hafa flúið frá Kongó. AP/Al-hadji Kudra Maliro Þungvopnaðir vígamenn réðust á sjúkrahús í Austur-Kongó í dag, þar sem verið er að sinna einstaklingum sem smitast hafa af ebólu, og myrtu þar háttsettan starfsmann Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Tveir aðrir starfsmenn stofnunarinnar særðust í árásinni sem beindist að sjúkrahúsi í borginni Butembo en íbúar svæðisins upplifa nú næst stærsta ebólufaraldur sögunnar. Vígamennirnir tilheyra hóp sem vill að allir utanaðkomandi heilbrigðisstarfsmenn yfirgefi Kongó, samkvæmt Reuters fréttaveitunni. Faraldurinn breiðist nú út hraðar en hann hefur áður gert en útbreiðsla ebólu í Kongó var skilgreind sem faraldur í ágúst síðastliðnum.Þar spila árásir vígamanna og annarra inn í en þó nokkrar slíkar árásir hafa verið gerðar á undanförnum mánuðum og hefur það leitt til þess að hjálparstarfsmenn hafa flúið frá Kongó. Háttsetti læknirinn sem lést hét Richard Mouzoko. Talið er að um 843 hafi dáið vegna ebóluveirunnar í Kongó og að hundruð til viðbótar hafi smitast. Reuters segir vígamenn og aðra sem ráðist hafa gagn hjálparstarfsmönnum trúa því að um samsæri sé ræða og að ríkisstjórn landsins eða aðrar þjóðir standi að baki faraldursins. Í röð tísta sem birt voru í kvöld segir Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður WHO, að stofnunin sé að skoða öryggisástandið í Kongó og ítrekaði hættuna sem steðjar að hjálparstarfsmönnum þar.Today we lost one of our very own: Dr Richard Valery Mouzoko Kiboung, an epidemiologist deployed in the #Ebola response in #DRC, during a hospital attack in Butembo.We grieve together with his family during this difficult time. pic.twitter.com/dJ52VL64Yn— Tedros Adhanom Ghebreyesus (@DrTedros) April 19, 2019 Austur-Kongó Ebóla Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira
Þungvopnaðir vígamenn réðust á sjúkrahús í Austur-Kongó í dag, þar sem verið er að sinna einstaklingum sem smitast hafa af ebólu, og myrtu þar háttsettan starfsmann Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Tveir aðrir starfsmenn stofnunarinnar særðust í árásinni sem beindist að sjúkrahúsi í borginni Butembo en íbúar svæðisins upplifa nú næst stærsta ebólufaraldur sögunnar. Vígamennirnir tilheyra hóp sem vill að allir utanaðkomandi heilbrigðisstarfsmenn yfirgefi Kongó, samkvæmt Reuters fréttaveitunni. Faraldurinn breiðist nú út hraðar en hann hefur áður gert en útbreiðsla ebólu í Kongó var skilgreind sem faraldur í ágúst síðastliðnum.Þar spila árásir vígamanna og annarra inn í en þó nokkrar slíkar árásir hafa verið gerðar á undanförnum mánuðum og hefur það leitt til þess að hjálparstarfsmenn hafa flúið frá Kongó. Háttsetti læknirinn sem lést hét Richard Mouzoko. Talið er að um 843 hafi dáið vegna ebóluveirunnar í Kongó og að hundruð til viðbótar hafi smitast. Reuters segir vígamenn og aðra sem ráðist hafa gagn hjálparstarfsmönnum trúa því að um samsæri sé ræða og að ríkisstjórn landsins eða aðrar þjóðir standi að baki faraldursins. Í röð tísta sem birt voru í kvöld segir Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður WHO, að stofnunin sé að skoða öryggisástandið í Kongó og ítrekaði hættuna sem steðjar að hjálparstarfsmönnum þar.Today we lost one of our very own: Dr Richard Valery Mouzoko Kiboung, an epidemiologist deployed in the #Ebola response in #DRC, during a hospital attack in Butembo.We grieve together with his family during this difficult time. pic.twitter.com/dJ52VL64Yn— Tedros Adhanom Ghebreyesus (@DrTedros) April 19, 2019
Austur-Kongó Ebóla Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira