Erlent

Birtu myndband af morðingja blaðakonu í Norður-Írlandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögreglan segir árásina vera hryðjuverk en þegar skotum var hleypt af hafðu mikil átök blossað upp í kjölfar húsleita hjá þekktum lýðveldissinnum.
Lögreglan segir árásina vera hryðjuverk en þegar skotum var hleypt af hafðu mikil átök blossað upp í kjölfar húsleita hjá þekktum lýðveldissinnum. AP/Niall Carson

Lögreglan í Norður-Írlandi hefur birt myndband af morðingja blaðakonunnar Lyra McKee sem skotin var til bana þegar óeirðir áttu sér stað í borginni Londonderry í gær. Myndbandið sýnir morðingjann skjóta í átt að lögregluþjónum og samverkamenn hans. Með þessu vill lögreglan njóta aðstoðar almennings við að „ná morðingja af götunum“ eins og það er orðað í tilkynningu frá lögreglunni.



McKee fékk eitt skot í höfuðið og lést. Lögreglan segir árásina vera hryðjuverk en þegar skotum var hleypt af hafðu mikil átök blossað upp í kjölfar húsleita hjá þekktum lýðveldissinnum.

Lyra McKee var 29 ára gömul.Vísir/AP

Talið er að meðlimir samtakanna Nýi írski lýðveldisherinn (New IRA) hafi framið árásina.

Sjá einnig: Blaðamaður skotinn til bana í óeirðum í Londonderry



Þá segir lögreglan að allir þeir sem náðu myndbandi eða myndum af skotárásinni að afhenda lögreglunni myndefnið. Þar að auki þykjast lögregluþjónar vissir um að íbúar viti hver árásarmaðurinn er.

„Fólk sá árásarmanninn og fólk sá þá sem hvöttu ungt fólk út á göturnar. Fólk veit hverir þeir eru. Svörin við því sem gerðist má finna í samfélaginu,“ er haft eftir lögregluþjóninum Jason Murphy í tilkynningu lögreglunnar. „Ég bið fólk um að gera hið rétta fyrir Lyru McKee, fjölskyldu hennar og fyrir Derry/Londonderry og hjálpa okkur að binda enda á þetta brjálæði.“

McKee skaust á sjónarsviðið árið 2014 þegar hún skrifaði vinsæla bloggfærslu um hvernig það var að alast upp samkynhneigð í Belfast, höfuðborg Norður-Írlands. Þá þótti hún mjög efnilegur rannsóknarblaðamaður og hafði nýverið skrifað undir samning um að skrifa tvær bækur, samkvæmt AP fréttaveitunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×