Birtu myndband af morðingja blaðakonu í Norður-Írlandi Samúel Karl Ólason skrifar 19. apríl 2019 23:00 Lögreglan segir árásina vera hryðjuverk en þegar skotum var hleypt af hafðu mikil átök blossað upp í kjölfar húsleita hjá þekktum lýðveldissinnum. AP/Niall Carson Lögreglan í Norður-Írlandi hefur birt myndband af morðingja blaðakonunnar Lyra McKee sem skotin var til bana þegar óeirðir áttu sér stað í borginni Londonderry í gær. Myndbandið sýnir morðingjann skjóta í átt að lögregluþjónum og samverkamenn hans. Með þessu vill lögreglan njóta aðstoðar almennings við að „ná morðingja af götunum“ eins og það er orðað í tilkynningu frá lögreglunni.McKee fékk eitt skot í höfuðið og lést. Lögreglan segir árásina vera hryðjuverk en þegar skotum var hleypt af hafðu mikil átök blossað upp í kjölfar húsleita hjá þekktum lýðveldissinnum. Lyra McKee var 29 ára gömul.Vísir/AP Talið er að meðlimir samtakanna Nýi írski lýðveldisherinn (New IRA) hafi framið árásina.Sjá einnig: Blaðamaður skotinn til bana í óeirðum í LondonderryÞá segir lögreglan að allir þeir sem náðu myndbandi eða myndum af skotárásinni að afhenda lögreglunni myndefnið. Þar að auki þykjast lögregluþjónar vissir um að íbúar viti hver árásarmaðurinn er. „Fólk sá árásarmanninn og fólk sá þá sem hvöttu ungt fólk út á göturnar. Fólk veit hverir þeir eru. Svörin við því sem gerðist má finna í samfélaginu,“ er haft eftir lögregluþjóninum Jason Murphy í tilkynningu lögreglunnar. „Ég bið fólk um að gera hið rétta fyrir Lyru McKee, fjölskyldu hennar og fyrir Derry/Londonderry og hjálpa okkur að binda enda á þetta brjálæði.“ McKee skaust á sjónarsviðið árið 2014 þegar hún skrifaði vinsæla bloggfærslu um hvernig það var að alast upp samkynhneigð í Belfast, höfuðborg Norður-Írlands. Þá þótti hún mjög efnilegur rannsóknarblaðamaður og hafði nýverið skrifað undir samning um að skrifa tvær bækur, samkvæmt AP fréttaveitunni. Bretland Morðið á Lyru McKee Norður-Írland Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Sjá meira
Lögreglan í Norður-Írlandi hefur birt myndband af morðingja blaðakonunnar Lyra McKee sem skotin var til bana þegar óeirðir áttu sér stað í borginni Londonderry í gær. Myndbandið sýnir morðingjann skjóta í átt að lögregluþjónum og samverkamenn hans. Með þessu vill lögreglan njóta aðstoðar almennings við að „ná morðingja af götunum“ eins og það er orðað í tilkynningu frá lögreglunni.McKee fékk eitt skot í höfuðið og lést. Lögreglan segir árásina vera hryðjuverk en þegar skotum var hleypt af hafðu mikil átök blossað upp í kjölfar húsleita hjá þekktum lýðveldissinnum. Lyra McKee var 29 ára gömul.Vísir/AP Talið er að meðlimir samtakanna Nýi írski lýðveldisherinn (New IRA) hafi framið árásina.Sjá einnig: Blaðamaður skotinn til bana í óeirðum í LondonderryÞá segir lögreglan að allir þeir sem náðu myndbandi eða myndum af skotárásinni að afhenda lögreglunni myndefnið. Þar að auki þykjast lögregluþjónar vissir um að íbúar viti hver árásarmaðurinn er. „Fólk sá árásarmanninn og fólk sá þá sem hvöttu ungt fólk út á göturnar. Fólk veit hverir þeir eru. Svörin við því sem gerðist má finna í samfélaginu,“ er haft eftir lögregluþjóninum Jason Murphy í tilkynningu lögreglunnar. „Ég bið fólk um að gera hið rétta fyrir Lyru McKee, fjölskyldu hennar og fyrir Derry/Londonderry og hjálpa okkur að binda enda á þetta brjálæði.“ McKee skaust á sjónarsviðið árið 2014 þegar hún skrifaði vinsæla bloggfærslu um hvernig það var að alast upp samkynhneigð í Belfast, höfuðborg Norður-Írlands. Þá þótti hún mjög efnilegur rannsóknarblaðamaður og hafði nýverið skrifað undir samning um að skrifa tvær bækur, samkvæmt AP fréttaveitunni.
Bretland Morðið á Lyru McKee Norður-Írland Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Sjá meira