Icelandair leigir tvær Boeing 767-breiðþotur og sú þriðja á leiðinni Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. apríl 2019 09:51 Flugvél Icelandair á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku. Vísir/vilhelm Icelandair hefur gengið frá leigu á tveimur Boeing 767 breiðþotum sem félagið verður með í rekstri út septembermánuð. Þá er unnið að því að leigja þriðju vélina og einnig verið að endurskoða flugáætlun félagsins fyrir sumarið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair en félagið kyrrsetti þrjár Boeing 737 MAX-flugvélar sínar í síðasta mánuði í kjölfar mannskæðs flugslyss í Eþíópíu. Fyrri vélin kemur til Icelandair um miðjan apríl en sú síðari snemma í maí. Um er að ræða 262 sæta flugvélar með tveimur farrýmum og eru vélarnar með afþreyingarkerfi. Þá er félagið að vinna að því að leigja þriðju vélina sem myndi bætast við flotann í sumar. Félagið vinnur jafnframt að endurskoðun flugáætlunar sinnar fyrir sumarið 2019 í kjölfar mikilla breytinga á samkeppnisumhverfinu, sem ætla má að megi rekja til gjaldþrots helsta samkeppnisaðila félagsins, WOW air. „Þegar Boeing 737 MAX vélarnar koma í rekstur þá hefur félagið möguleika á að auka framboð í háönn frá því sem áður var áætlað þar sem ofangreindar breiðþrotur hafa bæst í flotann,“ segir í tilkynningu. Breytingar urðu á flugvélaflota Icelandair nú í mars í kjölfar mannskæðs flugslyss í Eþíópíu, þar sem flugvél af gerðinni Boeing 737 MAX 8 brotlenti í annað sinn á skömmum tíma. Í ljósi þess ákvað Icelandair að taka allar Boeing 737 MAX 8 flugvélar sínar úr rekstri, þrjár talsins, um óákveðinn tíma. Boeing Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Fljúga alls 7500 strandaglópum heim í kjölfar „sorgardags í íslenskri flugsögu“ Flugfélagið Icelandair mun alls fljúga um 7500 strandaglópum flugfélagsins Wow air, bæði almennum farþegum og áhafnarmeðlimum, til síns heima í kjölfar gjaldþrots síðarnefnda félagsins. 28. mars 2019 18:28 Icelandair vel í stakk búið þrátt fyrir MAX-vandræði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir flugfélagið ágætlega í stakk búið til að aðstoða þá farþega sem höfðu fyrirhugað að ferðast með WOW air. 28. mars 2019 12:39 Icelandair hækkar hratt meðan annað hrynur Icelandair rýkur upp í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni. 28. mars 2019 09:51 Mest lesið Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Icelandair hefur gengið frá leigu á tveimur Boeing 767 breiðþotum sem félagið verður með í rekstri út septembermánuð. Þá er unnið að því að leigja þriðju vélina og einnig verið að endurskoða flugáætlun félagsins fyrir sumarið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair en félagið kyrrsetti þrjár Boeing 737 MAX-flugvélar sínar í síðasta mánuði í kjölfar mannskæðs flugslyss í Eþíópíu. Fyrri vélin kemur til Icelandair um miðjan apríl en sú síðari snemma í maí. Um er að ræða 262 sæta flugvélar með tveimur farrýmum og eru vélarnar með afþreyingarkerfi. Þá er félagið að vinna að því að leigja þriðju vélina sem myndi bætast við flotann í sumar. Félagið vinnur jafnframt að endurskoðun flugáætlunar sinnar fyrir sumarið 2019 í kjölfar mikilla breytinga á samkeppnisumhverfinu, sem ætla má að megi rekja til gjaldþrots helsta samkeppnisaðila félagsins, WOW air. „Þegar Boeing 737 MAX vélarnar koma í rekstur þá hefur félagið möguleika á að auka framboð í háönn frá því sem áður var áætlað þar sem ofangreindar breiðþrotur hafa bæst í flotann,“ segir í tilkynningu. Breytingar urðu á flugvélaflota Icelandair nú í mars í kjölfar mannskæðs flugslyss í Eþíópíu, þar sem flugvél af gerðinni Boeing 737 MAX 8 brotlenti í annað sinn á skömmum tíma. Í ljósi þess ákvað Icelandair að taka allar Boeing 737 MAX 8 flugvélar sínar úr rekstri, þrjár talsins, um óákveðinn tíma.
Boeing Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Fljúga alls 7500 strandaglópum heim í kjölfar „sorgardags í íslenskri flugsögu“ Flugfélagið Icelandair mun alls fljúga um 7500 strandaglópum flugfélagsins Wow air, bæði almennum farþegum og áhafnarmeðlimum, til síns heima í kjölfar gjaldþrots síðarnefnda félagsins. 28. mars 2019 18:28 Icelandair vel í stakk búið þrátt fyrir MAX-vandræði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir flugfélagið ágætlega í stakk búið til að aðstoða þá farþega sem höfðu fyrirhugað að ferðast með WOW air. 28. mars 2019 12:39 Icelandair hækkar hratt meðan annað hrynur Icelandair rýkur upp í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni. 28. mars 2019 09:51 Mest lesið Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Fljúga alls 7500 strandaglópum heim í kjölfar „sorgardags í íslenskri flugsögu“ Flugfélagið Icelandair mun alls fljúga um 7500 strandaglópum flugfélagsins Wow air, bæði almennum farþegum og áhafnarmeðlimum, til síns heima í kjölfar gjaldþrots síðarnefnda félagsins. 28. mars 2019 18:28
Icelandair vel í stakk búið þrátt fyrir MAX-vandræði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir flugfélagið ágætlega í stakk búið til að aðstoða þá farþega sem höfðu fyrirhugað að ferðast með WOW air. 28. mars 2019 12:39
Icelandair hækkar hratt meðan annað hrynur Icelandair rýkur upp í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni. 28. mars 2019 09:51