Reyna að landa samningum í dag Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. apríl 2019 10:27 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR í húsakynnum ríkissáttasemjara í morgun. Vísir/Egill Fundur verkalýðsfélaganna Eflingar, VR, VLFA, VLFG, Framsýnar og LÍV við Samtök atvinnulífsins hófst klukkan 9:30 í húsakynnum sáttasemjara í morgun. Formaður VR segir það koma í ljós í dag hvort náist að semja. Formaður VLFA segir stöðuna tvísýna. Fundur deiluaðila í gær stóð yfir í rúmar tólf klukkustundir en hann hófst klukkan 10 og lauk á ellefta tímanum í gærkvöldi.Vísbending fólgin í yfirstandandi viðræðum Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR sagðist ekki mega tjá sig um það hvort árangur hefði náðst í viðræðum um helgina. „Við ætlum að sjá hvort við náum að landa þessu í dag, svo kemur það bara í ljós.“Eru einhverjar líkur á því?„Ég vil bara ekki meta það að svo stöddu, því miður.“Eruði að nálgast samkomulag?„Við erum enn þá að tala saman, það hlýtur að gefa einhverja smá vísbendingu. Það fer nú að styttast í að það liggi fyrir, einhver niðurstaða.“ Ragnar sagði launaliðinn jafnframt hafa verið til umræðu hjá deiluaðilum. Liðurinn væri á meðal þeirra „stóru mála sem raunverulega skila okkur einhverri niðurstöðu“. Ómögulegt sé þó að segja til um það hvenær fundi ljúki í dag.Vilhjálmur Birgisson formaður VLFA í Karphúsinu í dag.Vísir/EgillGera atlögu að samningum í dag Vilhjálmur Birgisson formaður VLFA sagði í samtali við fréttastofu fyrir fundinn í morgun að staða viðræðanna væri tvísýn. „Ég ætla bara rétt að vona að okkur berist gæfa til að klára þetta,“ sagði Vilhjálmur. Inntur eftir því hvort líklegt væri að samningar næðust í dag sagði Vilhjálmur að deiluaðilar hygðust reyna að gera atlögu að því. Ýmislegt standi út af en ábyrgðin væri þeirra að klára málið. Þá gat Vilhjálmur ekki tjáð sig um hvort það væri launaliðurinn sem stæði út af í viðræðunum. „Ég get ekki tjáð mig um það. Ríkissáttasemjari setur okkur skýr skilyrði hvað það varðar.“ Verkfall strætóbílstjóra Almenningsvagna Kynnisferða, sem eru félagsmenn Eflingar, hófst klukkan 7 í morgun og stóð til 9. Gert er ráð fyrir að verkfallið standi yfir út apríl, á hverjum degi frá 7-9 á morgnana og 16 til 18 síðdegis, en um er að ræða tíu leiðir Strætó á höfuðborgarsvæðinu. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Samningafundi slitið og verkfall hefst á morgun Samningafundi verkalýðsfélaganna Eflingar, VR, VLFA, VLFG, Framsýnar og LÍV við Samtök atvinnulífsins í húsakynnum ríkissáttasemjara lauk nú á ellefta tímanum. 31. mars 2019 22:38 Verkfallið hefur áhrif á tíu strætóleiðir strax í fyrramálið Boðað verkfall bílstjóra Kynnisferða, sem eru félagsmenn í Eflingu, mun hafa mikil áhrif á leiðir Strætó sem umræddir bílstjórar aka. 31. mars 2019 22:33 Segir flesta meðvitaða um verkfallsaðgerðirnar Fjölmargar ferðir Strætó féllu niður í morgun vegna verkfallsaðgerða félagsmanna Eflingar. 1. apríl 2019 10:13 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi slitið án niðurstöðu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Fundur verkalýðsfélaganna Eflingar, VR, VLFA, VLFG, Framsýnar og LÍV við Samtök atvinnulífsins hófst klukkan 9:30 í húsakynnum sáttasemjara í morgun. Formaður VR segir það koma í ljós í dag hvort náist að semja. Formaður VLFA segir stöðuna tvísýna. Fundur deiluaðila í gær stóð yfir í rúmar tólf klukkustundir en hann hófst klukkan 10 og lauk á ellefta tímanum í gærkvöldi.Vísbending fólgin í yfirstandandi viðræðum Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR sagðist ekki mega tjá sig um það hvort árangur hefði náðst í viðræðum um helgina. „Við ætlum að sjá hvort við náum að landa þessu í dag, svo kemur það bara í ljós.“Eru einhverjar líkur á því?„Ég vil bara ekki meta það að svo stöddu, því miður.“Eruði að nálgast samkomulag?„Við erum enn þá að tala saman, það hlýtur að gefa einhverja smá vísbendingu. Það fer nú að styttast í að það liggi fyrir, einhver niðurstaða.“ Ragnar sagði launaliðinn jafnframt hafa verið til umræðu hjá deiluaðilum. Liðurinn væri á meðal þeirra „stóru mála sem raunverulega skila okkur einhverri niðurstöðu“. Ómögulegt sé þó að segja til um það hvenær fundi ljúki í dag.Vilhjálmur Birgisson formaður VLFA í Karphúsinu í dag.Vísir/EgillGera atlögu að samningum í dag Vilhjálmur Birgisson formaður VLFA sagði í samtali við fréttastofu fyrir fundinn í morgun að staða viðræðanna væri tvísýn. „Ég ætla bara rétt að vona að okkur berist gæfa til að klára þetta,“ sagði Vilhjálmur. Inntur eftir því hvort líklegt væri að samningar næðust í dag sagði Vilhjálmur að deiluaðilar hygðust reyna að gera atlögu að því. Ýmislegt standi út af en ábyrgðin væri þeirra að klára málið. Þá gat Vilhjálmur ekki tjáð sig um hvort það væri launaliðurinn sem stæði út af í viðræðunum. „Ég get ekki tjáð mig um það. Ríkissáttasemjari setur okkur skýr skilyrði hvað það varðar.“ Verkfall strætóbílstjóra Almenningsvagna Kynnisferða, sem eru félagsmenn Eflingar, hófst klukkan 7 í morgun og stóð til 9. Gert er ráð fyrir að verkfallið standi yfir út apríl, á hverjum degi frá 7-9 á morgnana og 16 til 18 síðdegis, en um er að ræða tíu leiðir Strætó á höfuðborgarsvæðinu.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Samningafundi slitið og verkfall hefst á morgun Samningafundi verkalýðsfélaganna Eflingar, VR, VLFA, VLFG, Framsýnar og LÍV við Samtök atvinnulífsins í húsakynnum ríkissáttasemjara lauk nú á ellefta tímanum. 31. mars 2019 22:38 Verkfallið hefur áhrif á tíu strætóleiðir strax í fyrramálið Boðað verkfall bílstjóra Kynnisferða, sem eru félagsmenn í Eflingu, mun hafa mikil áhrif á leiðir Strætó sem umræddir bílstjórar aka. 31. mars 2019 22:33 Segir flesta meðvitaða um verkfallsaðgerðirnar Fjölmargar ferðir Strætó féllu niður í morgun vegna verkfallsaðgerða félagsmanna Eflingar. 1. apríl 2019 10:13 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi slitið án niðurstöðu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Samningafundi slitið og verkfall hefst á morgun Samningafundi verkalýðsfélaganna Eflingar, VR, VLFA, VLFG, Framsýnar og LÍV við Samtök atvinnulífsins í húsakynnum ríkissáttasemjara lauk nú á ellefta tímanum. 31. mars 2019 22:38
Verkfallið hefur áhrif á tíu strætóleiðir strax í fyrramálið Boðað verkfall bílstjóra Kynnisferða, sem eru félagsmenn í Eflingu, mun hafa mikil áhrif á leiðir Strætó sem umræddir bílstjórar aka. 31. mars 2019 22:33
Segir flesta meðvitaða um verkfallsaðgerðirnar Fjölmargar ferðir Strætó féllu niður í morgun vegna verkfallsaðgerða félagsmanna Eflingar. 1. apríl 2019 10:13