Strætóbílstjórar segjast ekki geta lifað á launum sínum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 1. apríl 2019 20:00 Strætóbílstjórar almenningsvagna Kynnisferða segjast ekki geta lifað á launum sínum en þeir lögðu niður störf í fjórar klukkustundir í dag. Framkvæmdastjóri Strætó segir að farþegar virðist hafa verið meðvitaðir um verkfallsaðgerðir. Fréttastofa náði þó tali af nokkrum sem urðu seinir í skóla og vinnu vegna verkfallsins. Vagnstjórar tíu leiða lögðu niður störf frá klukkan sjö til níu í morgun. Vagnarnir voru stöðvaðir á fjölförnum stöðvum svo sem á Hlemmi eða í Mjódd. Vagnstjórar efndu til kröfugöngu í kringum Hlemm á meðan verkfallið stóðí morgun. Þá fóru þeir aftur til vinnu klukkan níu og lögðu svo niður störf að nýju klukkan fjögur til sex í dag.Dagurinn gengið vonum framar Framkvæmdastjóri Strætó segir að stór hluti farþega hafi verið meðvitaður um verkfallsaðgerðir. Dagurinn hafi gengið vonum framar. „Fólk hefur fundið aðrar leiðir sem það hefur nýtt sér. Það getur þess vegna verið einkabílinn sem er kannski ekki nógu gott,“ segir Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó.Geta ekki lifað á laununum sínum Kristinn Eiðsson, vagnstjóri hjá Kynnisferðum, segir strætóbílstjóra almenningsvagna Kynnisferða ekki geta lifaðá launum sínum. „Þeir hafa svo lág laun miðað við til dæmis þá sem er hjá Strætó bs. Þeir eru með 55 þúsund krónum hærra í laun á mánuði en við. Við náum ekki að lifa áþessu,“ segir Kristinn og bætir við að grunnlaunin séu um 301 þúsund krónur á mánuði. Í samtali við fréttastofu segja bílstjórar að farþegar hafi tekiðþví vel þegar þeir lögðu niður störf. „Það var enginn reiður,“ segir Kristinn sem hefur fundið fyrir miklum samhug í dag. Náist samningar ekki stendur verkfalliðút apríl. „Það hafa auðvitað allir áhyggjur af verkföllum. Þau eru ekki gott mál. Ég vona bara að menn sjái sóma sinn í því að semja sem fyrst,“ segir Jóhannes. Kjaramál Strætó Verkföll 2019 Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Strætóbílstjórar almenningsvagna Kynnisferða segjast ekki geta lifað á launum sínum en þeir lögðu niður störf í fjórar klukkustundir í dag. Framkvæmdastjóri Strætó segir að farþegar virðist hafa verið meðvitaðir um verkfallsaðgerðir. Fréttastofa náði þó tali af nokkrum sem urðu seinir í skóla og vinnu vegna verkfallsins. Vagnstjórar tíu leiða lögðu niður störf frá klukkan sjö til níu í morgun. Vagnarnir voru stöðvaðir á fjölförnum stöðvum svo sem á Hlemmi eða í Mjódd. Vagnstjórar efndu til kröfugöngu í kringum Hlemm á meðan verkfallið stóðí morgun. Þá fóru þeir aftur til vinnu klukkan níu og lögðu svo niður störf að nýju klukkan fjögur til sex í dag.Dagurinn gengið vonum framar Framkvæmdastjóri Strætó segir að stór hluti farþega hafi verið meðvitaður um verkfallsaðgerðir. Dagurinn hafi gengið vonum framar. „Fólk hefur fundið aðrar leiðir sem það hefur nýtt sér. Það getur þess vegna verið einkabílinn sem er kannski ekki nógu gott,“ segir Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó.Geta ekki lifað á laununum sínum Kristinn Eiðsson, vagnstjóri hjá Kynnisferðum, segir strætóbílstjóra almenningsvagna Kynnisferða ekki geta lifaðá launum sínum. „Þeir hafa svo lág laun miðað við til dæmis þá sem er hjá Strætó bs. Þeir eru með 55 þúsund krónum hærra í laun á mánuði en við. Við náum ekki að lifa áþessu,“ segir Kristinn og bætir við að grunnlaunin séu um 301 þúsund krónur á mánuði. Í samtali við fréttastofu segja bílstjórar að farþegar hafi tekiðþví vel þegar þeir lögðu niður störf. „Það var enginn reiður,“ segir Kristinn sem hefur fundið fyrir miklum samhug í dag. Náist samningar ekki stendur verkfalliðút apríl. „Það hafa auðvitað allir áhyggjur af verkföllum. Þau eru ekki gott mál. Ég vona bara að menn sjái sóma sinn í því að semja sem fyrst,“ segir Jóhannes.
Kjaramál Strætó Verkföll 2019 Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira