Munaðarlausir hvolpar eignuðust allir fósturmömmur Nadine Guðrún Yaghi skrifar 1. apríl 2019 19:08 Tibet spaniel hvolpar sem urðu munaðarlausir, eftir að móðir þeirra dó stuttu eftir að þeir komu í heiminn, hafa nú allir eignast fósturmömmur. Þrátt fyrir mikinn stærðarmun og að vera af allt annarri hundategund dafna hvolparnir vel og hugsa fósturmömmurnar um þá eins og þeir séu þeirra eigin. Þá falla þeir vel inn í systkinahópana. Tíkin Cherry, sem er af tegundinni Tibet spaniel, eignaðist fimm hvolpa þann 21. mars síðastliðinn. Hvolparnir voru teknir með keisara og stuttu eftir útskrift af dýraspítalanum dó Cherry. Hvolparnir voru þá orðnir móðurlausir og leitaði eigandi Cherry, Auður Valgeirsdóttir, hundaræktandi, allra leiða til að finna aðra tík sem væri til í að taka hvolpana að sér. Þá kom Husky tíkin Míra inn í myndina, en hún var þá með tvo þriggja daga gamla hvolpa. „Ég gat ekki hugsað mér annað en að taka þá. Við byrjuðum að setja einn nálægt henni og hún byrjaði á því að þefa af honum en svo varð hún eiginlega bara ekki róleg fyrr en þeir voru komnir á spena,“ segir Thelma Kristín Kvaran, eigandi Míru. Fljótlega varð þó ljóst að hvolparnir þoldu ekki stærðarmuninn enda þrefalt minni og léttari en Husky hvolparnir. Fóru þá tveir í fóstur til Chihuahua tíkurinnar Hálku og tveir til Bedlington Terrier tíkarinnar Vörðu. Sá sterkasti í hópnum varð eftir hjá Mýru. Eigandi Vörðu segir að tíkin hafi fyrst verið frekar efins þegar hún fékk hvolpana til sín. „Hún var ekki að hlúa að þeim fyrr en á degi tvö. Þá fór hún að kyssa þá og knúsa eins og sín. Nú er þetta bara eins og ein stór fjölskylda,“ segir Monika Emilsdóttir, eigandi Vörðu. Allir dafna hvolparnir vel nema einn sem lifði ekki af. Hvolpurinn sem varð eftir hjá Míru fékk nafnið Tumi Þumall og er í algjöru uppáhaldi að sögn Thelmu. „Og hann bara fer og kúrir hjá stóru systrum sínum og mamman bara hugsar um hann eins og sína,“ segir Thelma. Dýr Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Sjá meira
Tibet spaniel hvolpar sem urðu munaðarlausir, eftir að móðir þeirra dó stuttu eftir að þeir komu í heiminn, hafa nú allir eignast fósturmömmur. Þrátt fyrir mikinn stærðarmun og að vera af allt annarri hundategund dafna hvolparnir vel og hugsa fósturmömmurnar um þá eins og þeir séu þeirra eigin. Þá falla þeir vel inn í systkinahópana. Tíkin Cherry, sem er af tegundinni Tibet spaniel, eignaðist fimm hvolpa þann 21. mars síðastliðinn. Hvolparnir voru teknir með keisara og stuttu eftir útskrift af dýraspítalanum dó Cherry. Hvolparnir voru þá orðnir móðurlausir og leitaði eigandi Cherry, Auður Valgeirsdóttir, hundaræktandi, allra leiða til að finna aðra tík sem væri til í að taka hvolpana að sér. Þá kom Husky tíkin Míra inn í myndina, en hún var þá með tvo þriggja daga gamla hvolpa. „Ég gat ekki hugsað mér annað en að taka þá. Við byrjuðum að setja einn nálægt henni og hún byrjaði á því að þefa af honum en svo varð hún eiginlega bara ekki róleg fyrr en þeir voru komnir á spena,“ segir Thelma Kristín Kvaran, eigandi Míru. Fljótlega varð þó ljóst að hvolparnir þoldu ekki stærðarmuninn enda þrefalt minni og léttari en Husky hvolparnir. Fóru þá tveir í fóstur til Chihuahua tíkurinnar Hálku og tveir til Bedlington Terrier tíkarinnar Vörðu. Sá sterkasti í hópnum varð eftir hjá Mýru. Eigandi Vörðu segir að tíkin hafi fyrst verið frekar efins þegar hún fékk hvolpana til sín. „Hún var ekki að hlúa að þeim fyrr en á degi tvö. Þá fór hún að kyssa þá og knúsa eins og sín. Nú er þetta bara eins og ein stór fjölskylda,“ segir Monika Emilsdóttir, eigandi Vörðu. Allir dafna hvolparnir vel nema einn sem lifði ekki af. Hvolpurinn sem varð eftir hjá Míru fékk nafnið Tumi Þumall og er í algjöru uppáhaldi að sögn Thelmu. „Og hann bara fer og kúrir hjá stóru systrum sínum og mamman bara hugsar um hann eins og sína,“ segir Thelma.
Dýr Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Sjá meira