Körfubolti

Sjáðu ótrúlega endurkomu Þórs | „Það eru allir hræddir nema Brynjar“

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Þórsarar fagna í leikslok.
Þórsarar fagna í leikslok.
Þór frá Þorlákshöfn komst í undanúrslit Dominos-deildar karla eftir algjörlega lygilegan eins stigs sigur á Tindastóli í Síkinu í gær.

Þór tapaði fyrstu tveimur leikjunum í rimmu liðanna en gerði sér lítið fyrir og vann þrjá leiki í röð og sendi Stólana í sumarfrí.

Þórsarar voru mest 23 stigum undir í leiknum í gær og 14 stigum undir þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir af leiknum. Þetta var alvöru endurkoma hjá liðinu á meðan Stólarnir fóru algjörlega á taugum.

Einn maður sem fór ekki á taugum var Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Þórs. Hann setti allt frábærlega upp fyrir sína menn í lokin. Sagði liðinu að loka á Brynjar Þór Björnsson því „allir leikmenn Tindastóls væru hræddir nema Brynjar“. Hann sagði svo að þeir myndu stela boltanum í lokin sem þeir og gerðu. Þetta var lyginni líkast.

Þessa endurkomu má sjá hér að neðan.



Klippa: Körfuboltakvöld: Endurkoma Þórs í Síkinu

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×