Önnur kona sakar Biden um óviðeigandi snertingu Kjartan Kjartansson skrifar 2. apríl 2019 08:15 Biden hefur fram að þessu verið talinn líklegur til að verða forsetaframbjóðandi demókrata. Vísir/EPA Fyrrverandi aðstoðarkona þingmanns segir að Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hafi snert sig á óviðeigandi hátt á fjáröflunarsamkomu árið 2009. Hún er önnur konan á fáum dögum sem sakar Biden um óviðeigandi hegðun. Biden hefur verið talinn einna líklegastur til að verða forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins á næsta ári. Konan segir að snerting Biden hafi ekki verið kynferðisleg en að hann hafi tekið um höfuð hennar á viðburðinum sem var haldinn í Connecticut. „Hann lagði hendurnar utan um hálsinn á mér og togaði mig að sér til að nudda saman nefjum. Þegar hann togaði mig að sér hélt ég að hann ætlaði að kyssa mig á munninn,“ segir Amy Lappos við staðarblað í Connecticut, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Upphaflega sagði Lappos frá atvikinu í Facebook-hóp í umræðum um frásögn Lucy Flores, fyrrverandi ríkisþingkonu frá Nevada, um atvik með Biden sem lét henni líða óþægilega á kosningafundi árið 2014. Hún lýsti því hvernig Biden hefði kysst hana aftan á höfðið gegn vilja hennar. „Það eru algerlega siðsemismörk. Það eru virðingarmörk. Að fara yfir þau mörk er ekki afalegt. Það er ekki menningarlegt. Það er ekki ástúð. Það er karlremba eða kvenhatur,“ segir Lappos. Talsmaður Biden tjáði sig ekki um frásögn Lappos við Reuters og vísaði aðeins til yfirlýsingar Biden frá því á sunnudag. Í henni sagðist varaforsetinn fyrrverandi ekki telja að hann hefði nokkru sinni hagað sér á óviðeigandi hátt. Biden hefur mælst með einna mestan stuðning í skoðanakönnunum yfir líklega forsetaframbjóðendur demókrata. Hann hefur ekki lýst yfir framboði í forvali þeirra en líklegt hefur verið talið að hann gerði það. Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna sakaður um áreitni Kona sakar Joe Biden um að hafa snert sig og kysst gegn vilja hennar á kosningaviðburði í Nevada árið 2014. 30. mars 2019 10:24 Biden segist ekki telja að hegðun hans sé óviðeigandi Fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna gefur út yfirlýsingu vegna ásökunar samflokkskonu hans um að hann hafi snert hana og kysst gegn vilja hennar fyrir fimm árum. 31. mars 2019 14:16 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Sjá meira
Fyrrverandi aðstoðarkona þingmanns segir að Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hafi snert sig á óviðeigandi hátt á fjáröflunarsamkomu árið 2009. Hún er önnur konan á fáum dögum sem sakar Biden um óviðeigandi hegðun. Biden hefur verið talinn einna líklegastur til að verða forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins á næsta ári. Konan segir að snerting Biden hafi ekki verið kynferðisleg en að hann hafi tekið um höfuð hennar á viðburðinum sem var haldinn í Connecticut. „Hann lagði hendurnar utan um hálsinn á mér og togaði mig að sér til að nudda saman nefjum. Þegar hann togaði mig að sér hélt ég að hann ætlaði að kyssa mig á munninn,“ segir Amy Lappos við staðarblað í Connecticut, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Upphaflega sagði Lappos frá atvikinu í Facebook-hóp í umræðum um frásögn Lucy Flores, fyrrverandi ríkisþingkonu frá Nevada, um atvik með Biden sem lét henni líða óþægilega á kosningafundi árið 2014. Hún lýsti því hvernig Biden hefði kysst hana aftan á höfðið gegn vilja hennar. „Það eru algerlega siðsemismörk. Það eru virðingarmörk. Að fara yfir þau mörk er ekki afalegt. Það er ekki menningarlegt. Það er ekki ástúð. Það er karlremba eða kvenhatur,“ segir Lappos. Talsmaður Biden tjáði sig ekki um frásögn Lappos við Reuters og vísaði aðeins til yfirlýsingar Biden frá því á sunnudag. Í henni sagðist varaforsetinn fyrrverandi ekki telja að hann hefði nokkru sinni hagað sér á óviðeigandi hátt. Biden hefur mælst með einna mestan stuðning í skoðanakönnunum yfir líklega forsetaframbjóðendur demókrata. Hann hefur ekki lýst yfir framboði í forvali þeirra en líklegt hefur verið talið að hann gerði það.
Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna sakaður um áreitni Kona sakar Joe Biden um að hafa snert sig og kysst gegn vilja hennar á kosningaviðburði í Nevada árið 2014. 30. mars 2019 10:24 Biden segist ekki telja að hegðun hans sé óviðeigandi Fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna gefur út yfirlýsingu vegna ásökunar samflokkskonu hans um að hann hafi snert hana og kysst gegn vilja hennar fyrir fimm árum. 31. mars 2019 14:16 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Sjá meira
Fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna sakaður um áreitni Kona sakar Joe Biden um að hafa snert sig og kysst gegn vilja hennar á kosningaviðburði í Nevada árið 2014. 30. mars 2019 10:24
Biden segist ekki telja að hegðun hans sé óviðeigandi Fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna gefur út yfirlýsingu vegna ásökunar samflokkskonu hans um að hann hafi snert hana og kysst gegn vilja hennar fyrir fimm árum. 31. mars 2019 14:16