Samkomulagið „ekki fullnaðarsigur heldur vopnahléslína“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. apríl 2019 08:29 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir samkomulagið sem Efling og samflotsfélög féllust á við Samtök atvinnulífsins í gær „ekki fullnaðarsigur heldur vopnahléslínu milli stéttar verkafólks og stéttar auðmagnseigenda“. Þá hafi félagsmenn Eflingar síðasta orðið um það hvort kjarasamningur verði samþykktur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu. Þá segir í tilkynningu að meðlimir samninganefndar Eflingar funduðu ásamt forystu félagsins í gærkvöldi í húsakynnum Ríkissáttasemjara. Þar var rætt ítarlega um „inntak viðræðna síðustu daga og þann grundvöll sem þar hefur loks myndast.“ Þessi grundvöllur hafi orðið til í gegnum stífar viðræður Eflingar og samflotsfélaganna VR, LÍV, Framsýnar, VLFA og VLFG við Samtök atvinnulífsins síðustu daga.Sjá einnig: Spýttu í lófana í kjölfar gjaldþrots WOW air „Að höfðu samráði við félagsmenn ákvað formaður Eflingar að aflýsa verkfallsaðgerðum og vinna að lokagerð samnings. Mun sú vinna hefjast strax í dag, auk þess sem leitað verður eftir viðbrögðum frá stjórnvöldum en aðkoma þeirra er mikilvægur fyrirvari um undirritun samnings þegar þar að kemur,“ segir í tilkynningu.Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri EflingarFréttablaðið/AntonÞá er haft eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur formanni Eflingar að baráttan haldi áfram. „Niðurstaðan í þessum viðræðum er ekki fullnaðarsigur heldur vopnahléslína milli stéttar verkafólks og stéttar auðmagnseigenda. Baráttan milli þeirra heldur áfram. Ég er sátt við að við höfum fengið fram grundvöll til þess að loka samningi eftir langar og strangar kjaraviðræður,“ sagði Sólveig. „Félagsmenn okkar hafa auðvitað síðasta orðið um hvort þeir samþykkja samning í atkvæðagreiðslu eða ekki. En ég held að með þessum samningsgrundvelli hafi náðst að koma til móts við kröfur okkar félagsmanna um lífskjarabót.“ Þá er haft eftir Viðari Þorsteinssyni framkvæmdastjóra Eflingar að stálin stinn hafi mæst á lokametrum samningagerðarinnar. „Hér skipti miklu máli pressan sem verkfallsaðgerðir okkar sköpuðu, samtakamáttur félagsmanna og sá mikli meðbyr sem við höfum fundið í samfélaginu við kröfur Eflingar og bandalagsfélaga okkar,“ sagði Viðar. Efling undirbýr nú áætlun um kynningu komandi samnings meðal félagsmanna, á félagsfundum og með kynningarefni. Trúnaður hvílir enn sem komið er um inntak viðræðna. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Iðnaðarmenn farnir úr Karphúsinu en mæta aftur á morgun Samflot iðnaðarmanna mun koma til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan fjögur á morgun en það verður fyrsti samningafundur iðnaðarmanna með Samtökum atvinnulífsins hjá sáttasemjara eftir að viðræðum var slitið. 2. apríl 2019 01:08 Spýttu í lófana í kjölfar gjaldþrots WOW air Ekki er hægt að upplýsa neitt um efni samkomulags sem fallist var á í nótt í Karphúsinu en reynt verður til þrautar í dag að landa kjarasamningum í samráði við stjórnvöld. 2. apríl 2019 08:05 Komust að samkomulagi upp úr miðnætti Upp úr miðnætti í kvöld var gengið frá yfirlýsingu milli Samtaka atvinnulífsins annars vegar og félaga verslunarmanna og félaga Starfsgreinasambandsins hins vegar um meginlínur kjarasamninga sem er ætlað að standa til 1. nóvember 2022. 2. apríl 2019 01:30 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir samkomulagið sem Efling og samflotsfélög féllust á við Samtök atvinnulífsins í gær „ekki fullnaðarsigur heldur vopnahléslínu milli stéttar verkafólks og stéttar auðmagnseigenda“. Þá hafi félagsmenn Eflingar síðasta orðið um það hvort kjarasamningur verði samþykktur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu. Þá segir í tilkynningu að meðlimir samninganefndar Eflingar funduðu ásamt forystu félagsins í gærkvöldi í húsakynnum Ríkissáttasemjara. Þar var rætt ítarlega um „inntak viðræðna síðustu daga og þann grundvöll sem þar hefur loks myndast.“ Þessi grundvöllur hafi orðið til í gegnum stífar viðræður Eflingar og samflotsfélaganna VR, LÍV, Framsýnar, VLFA og VLFG við Samtök atvinnulífsins síðustu daga.Sjá einnig: Spýttu í lófana í kjölfar gjaldþrots WOW air „Að höfðu samráði við félagsmenn ákvað formaður Eflingar að aflýsa verkfallsaðgerðum og vinna að lokagerð samnings. Mun sú vinna hefjast strax í dag, auk þess sem leitað verður eftir viðbrögðum frá stjórnvöldum en aðkoma þeirra er mikilvægur fyrirvari um undirritun samnings þegar þar að kemur,“ segir í tilkynningu.Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri EflingarFréttablaðið/AntonÞá er haft eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur formanni Eflingar að baráttan haldi áfram. „Niðurstaðan í þessum viðræðum er ekki fullnaðarsigur heldur vopnahléslína milli stéttar verkafólks og stéttar auðmagnseigenda. Baráttan milli þeirra heldur áfram. Ég er sátt við að við höfum fengið fram grundvöll til þess að loka samningi eftir langar og strangar kjaraviðræður,“ sagði Sólveig. „Félagsmenn okkar hafa auðvitað síðasta orðið um hvort þeir samþykkja samning í atkvæðagreiðslu eða ekki. En ég held að með þessum samningsgrundvelli hafi náðst að koma til móts við kröfur okkar félagsmanna um lífskjarabót.“ Þá er haft eftir Viðari Þorsteinssyni framkvæmdastjóra Eflingar að stálin stinn hafi mæst á lokametrum samningagerðarinnar. „Hér skipti miklu máli pressan sem verkfallsaðgerðir okkar sköpuðu, samtakamáttur félagsmanna og sá mikli meðbyr sem við höfum fundið í samfélaginu við kröfur Eflingar og bandalagsfélaga okkar,“ sagði Viðar. Efling undirbýr nú áætlun um kynningu komandi samnings meðal félagsmanna, á félagsfundum og með kynningarefni. Trúnaður hvílir enn sem komið er um inntak viðræðna.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Iðnaðarmenn farnir úr Karphúsinu en mæta aftur á morgun Samflot iðnaðarmanna mun koma til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan fjögur á morgun en það verður fyrsti samningafundur iðnaðarmanna með Samtökum atvinnulífsins hjá sáttasemjara eftir að viðræðum var slitið. 2. apríl 2019 01:08 Spýttu í lófana í kjölfar gjaldþrots WOW air Ekki er hægt að upplýsa neitt um efni samkomulags sem fallist var á í nótt í Karphúsinu en reynt verður til þrautar í dag að landa kjarasamningum í samráði við stjórnvöld. 2. apríl 2019 08:05 Komust að samkomulagi upp úr miðnætti Upp úr miðnætti í kvöld var gengið frá yfirlýsingu milli Samtaka atvinnulífsins annars vegar og félaga verslunarmanna og félaga Starfsgreinasambandsins hins vegar um meginlínur kjarasamninga sem er ætlað að standa til 1. nóvember 2022. 2. apríl 2019 01:30 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Iðnaðarmenn farnir úr Karphúsinu en mæta aftur á morgun Samflot iðnaðarmanna mun koma til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan fjögur á morgun en það verður fyrsti samningafundur iðnaðarmanna með Samtökum atvinnulífsins hjá sáttasemjara eftir að viðræðum var slitið. 2. apríl 2019 01:08
Spýttu í lófana í kjölfar gjaldþrots WOW air Ekki er hægt að upplýsa neitt um efni samkomulags sem fallist var á í nótt í Karphúsinu en reynt verður til þrautar í dag að landa kjarasamningum í samráði við stjórnvöld. 2. apríl 2019 08:05
Komust að samkomulagi upp úr miðnætti Upp úr miðnætti í kvöld var gengið frá yfirlýsingu milli Samtaka atvinnulífsins annars vegar og félaga verslunarmanna og félaga Starfsgreinasambandsins hins vegar um meginlínur kjarasamninga sem er ætlað að standa til 1. nóvember 2022. 2. apríl 2019 01:30