Vonar að samningar klárist í dag Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. apríl 2019 09:10 Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins. Vísir/vilhelm Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambands Íslands segist vona að gengið verði frá samningum í dag. Þó þurfi ekki mikið út af að bregða til þess að lengist í ferlinu. Upp úr miðnætti í gærkvöldi var gengið frá yfirlýsingu milli Samtaka atvinnulífsins annars vegar og félaga verslunarmanna og félaga Starfsgreinasambandsins hins vegar um meginlínur kjarasamninga sem er ætlað að standa til 1. nóvember 2022. Samkomulagið er m.a. gert með fyrirvara um aðkomu stjórnvalda, sem funda með samningsaðilum í dag. „Þetta er auðvitað mikill áfangi að hafa skrifað undir þessa viljayfirlýsingu í gær um línur kjarasamnings en auðvitað skiptir þetta miklu máli í dag hvernig stjórnvöld koma að þessu, þannig að þetta byggist mjög mikið á því. En við erum mjög ánægð með að þetta hafi tekist svona að ná þessum áfanga. […] Stjórnvöld skipta miklu máli í dag,“ segir Björn í samtali við fréttastofu. Hann segist jafnframt bjartsýnn á að málið verði leitt til lykta. Stjórnvöld þurfi þó að koma með ýmislegt að borðinu í dag. „Það er náttúrulega það sem við höfum verið að ræða um, húsnæðismálin, skattamálin. Við erum að ræða um allt mögulegt sem hefur verið að ræða í þeim pakka sem menn hafa verið að ræða nú undanfarið. Og það er svo margt í þeim pakka, barnabætur og fleira og fleira og fleira. Þannig að þetta er mjög víðfemt sem menn hafa verið að ræða,“ Björn segir erfitt að segja til um það hversu langan tíma muni taka að ganga frá kjarasamningum. „Maður veit aldrei hvað þetta getur tekið langan tíma en það er alltaf þannig að hlutirnir geta tekið stuttan tíma. Svo þarf ekki mikið að koma upp á til þess að það lengist. En ég er að vona að þetta gæti klárast í dag.“ Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Spýttu í lófana í kjölfar gjaldþrots WOW air Ekki er hægt að upplýsa neitt um efni samkomulags sem fallist var á í nótt í Karphúsinu en reynt verður til þrautar í dag að landa kjarasamningum í samráði við stjórnvöld. 2. apríl 2019 08:05 Samkomulagið „ekki fullnaðarsigur heldur vopnahléslína“ Þá hafi félagsmenn Eflingar síðasta orðið um það hvort kjarasamningur verði samþykktur. 2. apríl 2019 08:29 Komust að samkomulagi upp úr miðnætti Upp úr miðnætti í kvöld var gengið frá yfirlýsingu milli Samtaka atvinnulífsins annars vegar og félaga verslunarmanna og félaga Starfsgreinasambandsins hins vegar um meginlínur kjarasamninga sem er ætlað að standa til 1. nóvember 2022. 2. apríl 2019 01:30 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambands Íslands segist vona að gengið verði frá samningum í dag. Þó þurfi ekki mikið út af að bregða til þess að lengist í ferlinu. Upp úr miðnætti í gærkvöldi var gengið frá yfirlýsingu milli Samtaka atvinnulífsins annars vegar og félaga verslunarmanna og félaga Starfsgreinasambandsins hins vegar um meginlínur kjarasamninga sem er ætlað að standa til 1. nóvember 2022. Samkomulagið er m.a. gert með fyrirvara um aðkomu stjórnvalda, sem funda með samningsaðilum í dag. „Þetta er auðvitað mikill áfangi að hafa skrifað undir þessa viljayfirlýsingu í gær um línur kjarasamnings en auðvitað skiptir þetta miklu máli í dag hvernig stjórnvöld koma að þessu, þannig að þetta byggist mjög mikið á því. En við erum mjög ánægð með að þetta hafi tekist svona að ná þessum áfanga. […] Stjórnvöld skipta miklu máli í dag,“ segir Björn í samtali við fréttastofu. Hann segist jafnframt bjartsýnn á að málið verði leitt til lykta. Stjórnvöld þurfi þó að koma með ýmislegt að borðinu í dag. „Það er náttúrulega það sem við höfum verið að ræða um, húsnæðismálin, skattamálin. Við erum að ræða um allt mögulegt sem hefur verið að ræða í þeim pakka sem menn hafa verið að ræða nú undanfarið. Og það er svo margt í þeim pakka, barnabætur og fleira og fleira og fleira. Þannig að þetta er mjög víðfemt sem menn hafa verið að ræða,“ Björn segir erfitt að segja til um það hversu langan tíma muni taka að ganga frá kjarasamningum. „Maður veit aldrei hvað þetta getur tekið langan tíma en það er alltaf þannig að hlutirnir geta tekið stuttan tíma. Svo þarf ekki mikið að koma upp á til þess að það lengist. En ég er að vona að þetta gæti klárast í dag.“
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Spýttu í lófana í kjölfar gjaldþrots WOW air Ekki er hægt að upplýsa neitt um efni samkomulags sem fallist var á í nótt í Karphúsinu en reynt verður til þrautar í dag að landa kjarasamningum í samráði við stjórnvöld. 2. apríl 2019 08:05 Samkomulagið „ekki fullnaðarsigur heldur vopnahléslína“ Þá hafi félagsmenn Eflingar síðasta orðið um það hvort kjarasamningur verði samþykktur. 2. apríl 2019 08:29 Komust að samkomulagi upp úr miðnætti Upp úr miðnætti í kvöld var gengið frá yfirlýsingu milli Samtaka atvinnulífsins annars vegar og félaga verslunarmanna og félaga Starfsgreinasambandsins hins vegar um meginlínur kjarasamninga sem er ætlað að standa til 1. nóvember 2022. 2. apríl 2019 01:30 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Spýttu í lófana í kjölfar gjaldþrots WOW air Ekki er hægt að upplýsa neitt um efni samkomulags sem fallist var á í nótt í Karphúsinu en reynt verður til þrautar í dag að landa kjarasamningum í samráði við stjórnvöld. 2. apríl 2019 08:05
Samkomulagið „ekki fullnaðarsigur heldur vopnahléslína“ Þá hafi félagsmenn Eflingar síðasta orðið um það hvort kjarasamningur verði samþykktur. 2. apríl 2019 08:29
Komust að samkomulagi upp úr miðnætti Upp úr miðnætti í kvöld var gengið frá yfirlýsingu milli Samtaka atvinnulífsins annars vegar og félaga verslunarmanna og félaga Starfsgreinasambandsins hins vegar um meginlínur kjarasamninga sem er ætlað að standa til 1. nóvember 2022. 2. apríl 2019 01:30