„Rosaleg áskorun fyrir mig sem leikkonu að fara yfir heila mannsævi á einu kvöldi“ Stefán Árni Pálsson skrifar 2. apríl 2019 10:30 Katrín Halldóra hefur staðið sig vel sem Ellý á sviðinu. Katrín Halldóra Sigurðardóttir er 29 ára gömul og ætlaði sér alltaf að verða leikkona og tók Katrínu þrjár tilraunir að fá inngöngu í Leiklistarskóla Íslands en hún hefur svo sannarlega slegið í gegn í gegn í hlutverki sínu sem Ellý Vilhjálms. Katrín Halldóra bjó lengi á Nesskaupsstað í nokkur ár en var staðráðin í því að flytja suður til þess að læra leiklist. Leikritið Ellý hefur heldur betur slegið í gegn og þegar við hittum Katrínu þá voru sýningarnar 210 talsins og segir hún enga leið að hætta en planið var að hætta sýningum í desember síðastliðinn en það hafi ekki gengið þar sem eftirspurnin væri enn svo mikil og nú er búið að bæta við fleiri sýningum og loka, loka sýningarnar verða í júní. Eva Laufey hitti Katrínu í þættinum Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi og fór hún í gegnum hefðbundin vinnudag hjá sér og bar einnig fram ljúffengt salat að hennar hætti. „Ég er mjög mikið í eldhúsinu og alveg elska að elda, mér finnst það svo gaman. Ég elda ógeðslega mikið af kjúklingaréttum og svo var ég að færa mig upp á skaftið um daginn og gerði gúllassúpu um daginn,“ segir Katrín en það kom aldrei neitt annað til greina en að fara í leiklist. Katrín hefur farið á kostum sem Ellý í Borgarleikhúsinu. „Mamma vann í Þjóðleikhúsinu í miðasölunni þegar ég var lítil og í minningunni var ég ógeðslega mikið með henni í vinnunni. Þetta er eiginlega henni að kenna og ég var ekki í venjulegum búðaleik, heldur var ég í miðasöluleik þegar ég var heima að leika mér. Maður horfði svo á þessa leikara og ég var alltaf með þá sem fyrirmynd að verða leikari og hafa það sem atvinnu.“ Hún komst ekki í fyrstu tilraun inn í leiklistarskóla hér á landi og fór þá meira að einbeita sér í söng. Svo þegar hún komst loks inn í skólann náði Katrín að einbeita sér bæði að söng og leiklistinni. Nú er hún á sviðinu í Borgarleikhúsinu sem Ellý. „Það eiga allir einhverskonar tengingu við Ellý, hvort sem það er góð eða slæm. Flestallir eiga mjög góða tengingu við hana. Ég elska að syngja þessi lög og að leika Ellý er frábært. Hún var alveg mögnuð manneskja og mögnuð fyrirmynd. Þetta er alveg rosalega áskorun fyrir mig sem leikkonu að fara yfir heila mannsævi á einu kvöldi.“ Katrín bauð upp á salat með blönduðu salati, paprikubitum, rauðlauk, rauðrófum, geitaosti, appelsínubitum, kjúkling, ristuðum valhnetum og brómberjum. Dressingin setti punktinn yfir i-ið en Katrín blandaði saman ólífuolíu, balsamikediki, grófu sinnepi, hunangi og salti og hristi þetta vel saman. Girnilegt salat. Sumarsalat Katrínar Blandað salat, magn eftir smekk 2 rauðrófur, forsoðnar 1 sæt kartafla, skorin í litla bita 2 kjúklingabringur 1 rauð paprika 1 rauðlaukur 1 appelsína Handfylli radísuspírur 150 g ristaðar valhnetur Geitaostur, magn eftir smekk Brómber, magn eftir smekk Aðferð: Hitið ofninn í 180°C. Kryddið kjúklingabringur með kjúklingakryddi, salti og pipar. Leggið þær í eldfast mót og sáldrið smávegis af ólífuolíu yfr, eldið í ofni við 180°C í 25-30 mínútur. Skerið sæta kartöflu smátt, kryddið með salti og leggið í eldfast mót. Sáldrið ólífuolíu yfir og eldið við 180°C í 20-25 mínútur. Skolið salatið, þerrið og skiptið niður á diska. Skerið papriku, rauðlauk, appelsínu og rauðrófu fremur smátt og setjið yfir salatið. Skerið kjúklingabringurnar í þunnar sneiðar og leggið yfir salatið ásamt sætum kartöflubitum. Geitaosturinn fer næst yfir salatið en magnið fer eftir smekk og það sama á við um brómberin. Í lokin setjið þið radísuspírur og ristaðar valhnetur á salatið. Dresssingin setur punktinn yfir i-ið. 2 dl ólífuolía ½ dl balsamik edik 1 msk gróft sinnep 2 msk hunang 1 tsk salt Aðferð: Blandið öllum hráefnum saman í glasi og hristið vel. Leikhús Salat Uppskriftir Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Sjá meira
Katrín Halldóra Sigurðardóttir er 29 ára gömul og ætlaði sér alltaf að verða leikkona og tók Katrínu þrjár tilraunir að fá inngöngu í Leiklistarskóla Íslands en hún hefur svo sannarlega slegið í gegn í gegn í hlutverki sínu sem Ellý Vilhjálms. Katrín Halldóra bjó lengi á Nesskaupsstað í nokkur ár en var staðráðin í því að flytja suður til þess að læra leiklist. Leikritið Ellý hefur heldur betur slegið í gegn og þegar við hittum Katrínu þá voru sýningarnar 210 talsins og segir hún enga leið að hætta en planið var að hætta sýningum í desember síðastliðinn en það hafi ekki gengið þar sem eftirspurnin væri enn svo mikil og nú er búið að bæta við fleiri sýningum og loka, loka sýningarnar verða í júní. Eva Laufey hitti Katrínu í þættinum Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi og fór hún í gegnum hefðbundin vinnudag hjá sér og bar einnig fram ljúffengt salat að hennar hætti. „Ég er mjög mikið í eldhúsinu og alveg elska að elda, mér finnst það svo gaman. Ég elda ógeðslega mikið af kjúklingaréttum og svo var ég að færa mig upp á skaftið um daginn og gerði gúllassúpu um daginn,“ segir Katrín en það kom aldrei neitt annað til greina en að fara í leiklist. Katrín hefur farið á kostum sem Ellý í Borgarleikhúsinu. „Mamma vann í Þjóðleikhúsinu í miðasölunni þegar ég var lítil og í minningunni var ég ógeðslega mikið með henni í vinnunni. Þetta er eiginlega henni að kenna og ég var ekki í venjulegum búðaleik, heldur var ég í miðasöluleik þegar ég var heima að leika mér. Maður horfði svo á þessa leikara og ég var alltaf með þá sem fyrirmynd að verða leikari og hafa það sem atvinnu.“ Hún komst ekki í fyrstu tilraun inn í leiklistarskóla hér á landi og fór þá meira að einbeita sér í söng. Svo þegar hún komst loks inn í skólann náði Katrín að einbeita sér bæði að söng og leiklistinni. Nú er hún á sviðinu í Borgarleikhúsinu sem Ellý. „Það eiga allir einhverskonar tengingu við Ellý, hvort sem það er góð eða slæm. Flestallir eiga mjög góða tengingu við hana. Ég elska að syngja þessi lög og að leika Ellý er frábært. Hún var alveg mögnuð manneskja og mögnuð fyrirmynd. Þetta er alveg rosalega áskorun fyrir mig sem leikkonu að fara yfir heila mannsævi á einu kvöldi.“ Katrín bauð upp á salat með blönduðu salati, paprikubitum, rauðlauk, rauðrófum, geitaosti, appelsínubitum, kjúkling, ristuðum valhnetum og brómberjum. Dressingin setti punktinn yfir i-ið en Katrín blandaði saman ólífuolíu, balsamikediki, grófu sinnepi, hunangi og salti og hristi þetta vel saman. Girnilegt salat. Sumarsalat Katrínar Blandað salat, magn eftir smekk 2 rauðrófur, forsoðnar 1 sæt kartafla, skorin í litla bita 2 kjúklingabringur 1 rauð paprika 1 rauðlaukur 1 appelsína Handfylli radísuspírur 150 g ristaðar valhnetur Geitaostur, magn eftir smekk Brómber, magn eftir smekk Aðferð: Hitið ofninn í 180°C. Kryddið kjúklingabringur með kjúklingakryddi, salti og pipar. Leggið þær í eldfast mót og sáldrið smávegis af ólífuolíu yfr, eldið í ofni við 180°C í 25-30 mínútur. Skerið sæta kartöflu smátt, kryddið með salti og leggið í eldfast mót. Sáldrið ólífuolíu yfir og eldið við 180°C í 20-25 mínútur. Skolið salatið, þerrið og skiptið niður á diska. Skerið papriku, rauðlauk, appelsínu og rauðrófu fremur smátt og setjið yfir salatið. Skerið kjúklingabringurnar í þunnar sneiðar og leggið yfir salatið ásamt sætum kartöflubitum. Geitaosturinn fer næst yfir salatið en magnið fer eftir smekk og það sama á við um brómberin. Í lokin setjið þið radísuspírur og ristaðar valhnetur á salatið. Dresssingin setur punktinn yfir i-ið. 2 dl ólífuolía ½ dl balsamik edik 1 msk gróft sinnep 2 msk hunang 1 tsk salt Aðferð: Blandið öllum hráefnum saman í glasi og hristið vel.
Leikhús Salat Uppskriftir Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Sjá meira