Ræða verðtryggingu, vexti og skatta Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. apríl 2019 15:56 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Það ræðst á næstu klukkustundum hvort skrifað verði undir kjarasamninga í dag. Að öðrum kosti gætu viðræður dregist næstu tvo til þrjá daga. Stóru atriðin sem rætt er um í dag eru vextir og verðtrygging annars vegar og skattamál hins vegar. Um fjórtán klukkustunda löngum samningafundi VR, Eflingar og samflots fjögurra annarra stéttarfélaga var slitið eftir miðnætti í nótt þegar gengið var frá yfirlýsingu um meginlínur kjarasamninga sem ætlað er að gilda til 1. nóvember 2022. Samkomulagið nær til Samtaka atvinnulífsins og félaga verslunarmanna auk allra nítján félaga Starfsgreinasambandsins. Þeirra á meðal er fyrrnefnt samflot VR, Eflingar, VLFA, VLFG, Framsýnar og LÍV, sem fundað hefur stíft hjá ríkissáttasemjara síðustu daga. Samkomulagið var þó gert með fyrirvara um aðkomu stjórnvalda. Fundur hófst að nýju í morgun og hafa fulltrúar stjórnvalda fundað með deiluaðilum í dag. Á öðrum tímanum í dag sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, að samningurinn væri ásættanlegur „Það er verið að tala um krónutöluhækkanir en það er svo margt annað inni í samningnum sem bæði hefur ekki verið gert áður og mun líka tryggja öruggar kaupmáttarkrónur fyrir okkar félagsmenn. Við erum að horfa á mögulegar vaxtalækkanir og síðan aðgerðarpakka frá stjórnvöldum," segir Ragnar.WOW hafði áhrif „Við erum því að tala um gríðarlega umfangsmikinn og flókinn kjarasamning sem er jafnframt mjög ásættanlegur miðað við þá stöðu sem hefur verið að koma upp í þjóðfélaginu undanfarið." Gjaldþrot WOW air hafi haft áhrif á viðræðurnar. „Ég held að þetta sé mjög ásættanleg niðurstaða miðað við hvernig spilast hefur úr málefnum stórs fyrirtækis og sömuleiðis þessum hörmulegu uppsögnum sem fylgdu í kjölfarið."Var það til þess að þið dróguð eitthvað í land með ykkar kröfur?„Jú, það er kannski hægt að segja að við höfum dregið í land með hluta en skerptum á öðrum kröfum."Fundað hefur verið stíft í Karphúsinu undanfarnar vikur.Vísir/vilhelm„Annars verður enginn samningur" Þetta velti þó allt á því að stjórnvöld komi að borðinu. „Annars verður enginn samningur," segir Ragnar. Hann segir stjórnvöld hafa sýnt mikinn samstarfsvilja hingað til. Enn vanti þó nokkuð upp á. „Það vantar aðeins upp á tvö stór mál sem við þurfum að klára ef þetta á að takast. Ég held að það sé til of mikils að vinna fyrir alla aðila, til að þessu verði leyft að fara í vaskinn á þessu stigi. Þannig ég leyfi mér að vera bjartsýnn, en þó hóflega bjartsýnn," segir Ragnar. Tvö stóru málin snúa annars vegar að vöxtum og verðtryggingu og hins vegar að skattamálum, að sögn Ragnars. Varðandi skattamálin er verið að ræða frekari útfærslur á þeim skattalækkunartillögum sem ríkisstjórnin kynnti í síðasta mánuði og hvort eitthvað frekara svigrúm sé til staðar. Samkvæmt heimildum fréttastofu er einnig verið að ræða um mögulegar breytingar á verðtryggingu og hafa fulltrúar Seðlabanka Íslands verið fengnir að borðinu til þess að fara yfir vaxtaumhverfið. Kjaramál Skattar Verkföll 2019 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Það ræðst á næstu klukkustundum hvort skrifað verði undir kjarasamninga í dag. Að öðrum kosti gætu viðræður dregist næstu tvo til þrjá daga. Stóru atriðin sem rætt er um í dag eru vextir og verðtrygging annars vegar og skattamál hins vegar. Um fjórtán klukkustunda löngum samningafundi VR, Eflingar og samflots fjögurra annarra stéttarfélaga var slitið eftir miðnætti í nótt þegar gengið var frá yfirlýsingu um meginlínur kjarasamninga sem ætlað er að gilda til 1. nóvember 2022. Samkomulagið nær til Samtaka atvinnulífsins og félaga verslunarmanna auk allra nítján félaga Starfsgreinasambandsins. Þeirra á meðal er fyrrnefnt samflot VR, Eflingar, VLFA, VLFG, Framsýnar og LÍV, sem fundað hefur stíft hjá ríkissáttasemjara síðustu daga. Samkomulagið var þó gert með fyrirvara um aðkomu stjórnvalda. Fundur hófst að nýju í morgun og hafa fulltrúar stjórnvalda fundað með deiluaðilum í dag. Á öðrum tímanum í dag sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, að samningurinn væri ásættanlegur „Það er verið að tala um krónutöluhækkanir en það er svo margt annað inni í samningnum sem bæði hefur ekki verið gert áður og mun líka tryggja öruggar kaupmáttarkrónur fyrir okkar félagsmenn. Við erum að horfa á mögulegar vaxtalækkanir og síðan aðgerðarpakka frá stjórnvöldum," segir Ragnar.WOW hafði áhrif „Við erum því að tala um gríðarlega umfangsmikinn og flókinn kjarasamning sem er jafnframt mjög ásættanlegur miðað við þá stöðu sem hefur verið að koma upp í þjóðfélaginu undanfarið." Gjaldþrot WOW air hafi haft áhrif á viðræðurnar. „Ég held að þetta sé mjög ásættanleg niðurstaða miðað við hvernig spilast hefur úr málefnum stórs fyrirtækis og sömuleiðis þessum hörmulegu uppsögnum sem fylgdu í kjölfarið."Var það til þess að þið dróguð eitthvað í land með ykkar kröfur?„Jú, það er kannski hægt að segja að við höfum dregið í land með hluta en skerptum á öðrum kröfum."Fundað hefur verið stíft í Karphúsinu undanfarnar vikur.Vísir/vilhelm„Annars verður enginn samningur" Þetta velti þó allt á því að stjórnvöld komi að borðinu. „Annars verður enginn samningur," segir Ragnar. Hann segir stjórnvöld hafa sýnt mikinn samstarfsvilja hingað til. Enn vanti þó nokkuð upp á. „Það vantar aðeins upp á tvö stór mál sem við þurfum að klára ef þetta á að takast. Ég held að það sé til of mikils að vinna fyrir alla aðila, til að þessu verði leyft að fara í vaskinn á þessu stigi. Þannig ég leyfi mér að vera bjartsýnn, en þó hóflega bjartsýnn," segir Ragnar. Tvö stóru málin snúa annars vegar að vöxtum og verðtryggingu og hins vegar að skattamálum, að sögn Ragnars. Varðandi skattamálin er verið að ræða frekari útfærslur á þeim skattalækkunartillögum sem ríkisstjórnin kynnti í síðasta mánuði og hvort eitthvað frekara svigrúm sé til staðar. Samkvæmt heimildum fréttastofu er einnig verið að ræða um mögulegar breytingar á verðtryggingu og hafa fulltrúar Seðlabanka Íslands verið fengnir að borðinu til þess að fara yfir vaxtaumhverfið.
Kjaramál Skattar Verkföll 2019 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira