Mótmælendur dregnir út úr dómsmálaráðuneytinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. apríl 2019 15:58 Úr dómsmálaráðuneytinu í morgun. Vísir/Vilhelm Um fimmtán manns mættu í dómsmálaráðuneytið við Sölvhólsgötu í miðbæ Reykjavíkur á fjórða tímanum þar sem þeir hugðust mótmæla aðstæðum hælisleitenda hér á landi. No Borders stóðu að mótmælunum en ljósmyndari Vísis taldi þrettán mótmælendur til viðbótar við þá tvo sem taka upp myndefni. Lögregla var kölluð til og dró mótmælendurna út úr ráðuneytinu en þar hugðust þeir sitja sem fastast. Voru trommur slegnar og látið í sér heyra. Elínborg Harpa Önundardottir hjá No Borders segir kyrrsetumótmælin vera haldin til að minna stjórnvöld á að það sé ekki hægt að hundsa fólk í neyð sem biðji um áheyrn.Mótmælandi dreginn út úr ráðuneytinu.Vísir/Vilhelm„Fyrir helgi barst flóttafólki a Íslandi svar fra dómsmálaráðuneytinu þar sem beiðni þeirra um samráðsfundi var neitað. Bent var á að flóttafólk hefði nú þegar hitt forsætisráðuneytið og að það ætti að duga. Á fundi með forsætisraðuneytinu var flóttafólki hins vegar sagt að þau væru ekki rétta ráðuneytið og að þau ættu að keyra til dómsmálaráðuneytisins,“ segir Elínborg Harpa. „Því stöndum við og sitjum hér í dag í von um að yfirvöld virði þann sjálfsagða gjörning lýðræðisríkja að hlusta á jaðarsetta hópa samfélagsins þegar þeir biðja um áheyrn og hjálp.“Fyrir utan ráðuneytið í dag.Vísir/VilhelmKröfurnar 5 sem flóttafólk vilji ræða við yfirvöld séu: 1. Ekki fleiri brottvísanir, byrja á að stöðva brottvísanir til Grikklands og Ítalíu. 2. Efnismeðferð fyrir alla, sérstaklega fólk sem á það á hættu að vera vísað til óöruggs lands frá öðru Evrópuríki. 3. Atvinnuleyfi á meðan á umsókn stendur 4. Jafn aðgangur að heilbrigðiskerfi 5. Að endir sé bundin á einangrunina sem flóttafólk á Ásbrú og annarsstaðar fyrir utan höfuðborgarsvæðið byr við. Hælisleitendur Tengdar fréttir Páll frábiður sér það að vera stimplaður rasisti Páll Magnússon telur fráleitt að tengja rasisma við gagnrýni á umgengni á Austurvelli. 20. mars 2019 10:43 Segir ekkert til sem heiti krúttleg valdbeiting Þingmanni sem varð vitni að mótmælum hælisleitenda á Austurvelli í síðustu viku blöskraði aðgerðir lögreglu. Lögregla segir að gætt hafi verið meðalhófs. 22. mars 2019 08:00 Gagnrýndi málflutning þingmanna um mótmælin á Austurvelli Sigríður María Egilsdóttir, varaþingmaður Viðreisnar, benti þingheimi á að rétturinn til að mótmæla standi og falli með lýðræðinu sjálfu. 20. mars 2019 22:06 „Ekki sniðugt“ hjá mótmælendum að hengja spjöld á Jón Sigurðsson Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að það hafi ekki verið gott ráð hjá mótmælendum á Austurvelli að hengja mótmælaspjöld á styttuna af Jóni Sigurðssyni. 24. mars 2019 13:00 Lögreglan á fund þingnefndar vegna harðræðis á Austurvelli Þingmenn í minnihluta allsherjar- og menntamálanefndar óskuðu eftir fundi með lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu til að svara fyrir harðræði. Formaður nefndarinnar fordæmir umgengni mótmælenda. 20. mars 2019 07:15 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent Titringur á Alþingi Innlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Um fimmtán manns mættu í dómsmálaráðuneytið við Sölvhólsgötu í miðbæ Reykjavíkur á fjórða tímanum þar sem þeir hugðust mótmæla aðstæðum hælisleitenda hér á landi. No Borders stóðu að mótmælunum en ljósmyndari Vísis taldi þrettán mótmælendur til viðbótar við þá tvo sem taka upp myndefni. Lögregla var kölluð til og dró mótmælendurna út úr ráðuneytinu en þar hugðust þeir sitja sem fastast. Voru trommur slegnar og látið í sér heyra. Elínborg Harpa Önundardottir hjá No Borders segir kyrrsetumótmælin vera haldin til að minna stjórnvöld á að það sé ekki hægt að hundsa fólk í neyð sem biðji um áheyrn.Mótmælandi dreginn út úr ráðuneytinu.Vísir/Vilhelm„Fyrir helgi barst flóttafólki a Íslandi svar fra dómsmálaráðuneytinu þar sem beiðni þeirra um samráðsfundi var neitað. Bent var á að flóttafólk hefði nú þegar hitt forsætisráðuneytið og að það ætti að duga. Á fundi með forsætisraðuneytinu var flóttafólki hins vegar sagt að þau væru ekki rétta ráðuneytið og að þau ættu að keyra til dómsmálaráðuneytisins,“ segir Elínborg Harpa. „Því stöndum við og sitjum hér í dag í von um að yfirvöld virði þann sjálfsagða gjörning lýðræðisríkja að hlusta á jaðarsetta hópa samfélagsins þegar þeir biðja um áheyrn og hjálp.“Fyrir utan ráðuneytið í dag.Vísir/VilhelmKröfurnar 5 sem flóttafólk vilji ræða við yfirvöld séu: 1. Ekki fleiri brottvísanir, byrja á að stöðva brottvísanir til Grikklands og Ítalíu. 2. Efnismeðferð fyrir alla, sérstaklega fólk sem á það á hættu að vera vísað til óöruggs lands frá öðru Evrópuríki. 3. Atvinnuleyfi á meðan á umsókn stendur 4. Jafn aðgangur að heilbrigðiskerfi 5. Að endir sé bundin á einangrunina sem flóttafólk á Ásbrú og annarsstaðar fyrir utan höfuðborgarsvæðið byr við.
Hælisleitendur Tengdar fréttir Páll frábiður sér það að vera stimplaður rasisti Páll Magnússon telur fráleitt að tengja rasisma við gagnrýni á umgengni á Austurvelli. 20. mars 2019 10:43 Segir ekkert til sem heiti krúttleg valdbeiting Þingmanni sem varð vitni að mótmælum hælisleitenda á Austurvelli í síðustu viku blöskraði aðgerðir lögreglu. Lögregla segir að gætt hafi verið meðalhófs. 22. mars 2019 08:00 Gagnrýndi málflutning þingmanna um mótmælin á Austurvelli Sigríður María Egilsdóttir, varaþingmaður Viðreisnar, benti þingheimi á að rétturinn til að mótmæla standi og falli með lýðræðinu sjálfu. 20. mars 2019 22:06 „Ekki sniðugt“ hjá mótmælendum að hengja spjöld á Jón Sigurðsson Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að það hafi ekki verið gott ráð hjá mótmælendum á Austurvelli að hengja mótmælaspjöld á styttuna af Jóni Sigurðssyni. 24. mars 2019 13:00 Lögreglan á fund þingnefndar vegna harðræðis á Austurvelli Þingmenn í minnihluta allsherjar- og menntamálanefndar óskuðu eftir fundi með lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu til að svara fyrir harðræði. Formaður nefndarinnar fordæmir umgengni mótmælenda. 20. mars 2019 07:15 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent Titringur á Alþingi Innlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Páll frábiður sér það að vera stimplaður rasisti Páll Magnússon telur fráleitt að tengja rasisma við gagnrýni á umgengni á Austurvelli. 20. mars 2019 10:43
Segir ekkert til sem heiti krúttleg valdbeiting Þingmanni sem varð vitni að mótmælum hælisleitenda á Austurvelli í síðustu viku blöskraði aðgerðir lögreglu. Lögregla segir að gætt hafi verið meðalhófs. 22. mars 2019 08:00
Gagnrýndi málflutning þingmanna um mótmælin á Austurvelli Sigríður María Egilsdóttir, varaþingmaður Viðreisnar, benti þingheimi á að rétturinn til að mótmæla standi og falli með lýðræðinu sjálfu. 20. mars 2019 22:06
„Ekki sniðugt“ hjá mótmælendum að hengja spjöld á Jón Sigurðsson Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að það hafi ekki verið gott ráð hjá mótmælendum á Austurvelli að hengja mótmælaspjöld á styttuna af Jóni Sigurðssyni. 24. mars 2019 13:00
Lögreglan á fund þingnefndar vegna harðræðis á Austurvelli Þingmenn í minnihluta allsherjar- og menntamálanefndar óskuðu eftir fundi með lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu til að svara fyrir harðræði. Formaður nefndarinnar fordæmir umgengni mótmælenda. 20. mars 2019 07:15