Söguðu og brutu niður tré í Skorradal í leyfisleysi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. apríl 2019 16:02 Starfsmenn Vegagerðarinnar söguðu og brutu niður tré sem talið er að gætu eft snjómokstur á svæðinu Aðsend Sumarhúsaeigendur í Skorradal eru verulega ósáttir við framferði Vegagerðarinnar en svo virðist sem starfsmenn stofnunarinnar hafi brotið og sagað niður tré sem standa meðfram veginum inn í dalinn. Verst er ástandið við veginn í landi Háafells og Fitja og sagði Ólafur Tryggvason, einn sumarhúsaeiganda í samtali við fréttastofu, að hvorki sumarhúsaeigendur né landeigandi hafi verið upplýstir um að Vegagerðin hafi ætlað að ráðast í slíkar framkvæmdir. Ólafur segir að rétt sé að tré hafi vaxið inn á veginn á liðinum árum en að aldrei hafi Vegagerðin ráðist í að saga niður tré á svæðinu áður. Skógurinn er viðkvæmur og réttara hefði verið að bæði landeigandi og sumarhúsaeigendur hefðu verið upplýstir áður svo hægt hefði verið að gera ráðstafanir. Skógurinn er viðkvæm náttúruperla sem ber að ganga vel um.Þessi tré áttu að hafa vaxið inn á veginn í landi FitjahlíðarAðsendÓlafur segir að fyrr í vetur hafi komið athugasemdir frá stofnuninni um hluti sem gætu heft snjómokstur á svæðinu og að öllum þeim hlutum sem voru á lista hafi verið kippt í liðinn tafarlaust. Hann segir að raun hafi verið unnin skemmdarverk á skóginum í óleyfi og að tilefnislausu. Pálmi Þór Sævarsson, svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Vesturlandi og Vestfjörðum staðfesti í samtali við fréttastofu að starfsmenn á vegum stofnunarinnar verið að verki. Hann hafi fengið upplýsingar um málið um nýliðna helgi og að málið væri til skoðunar. Hann gat ekki sagt til um hvort landeiganda eða sumarhúaeigendum hafi verið gert viðvart áður og hvort þeim hafi verið gefið tækifæri til þess að gera úrbætur en að það væri eitt af því sem væri til skoðunar. Hann sagði að þegar myndir sem voru teknar af skemmdum hafi verki starfsmanna Vegagerðarinnar ekki verið lokið. Hann sagði það vilja stofnunarinnar að leysa málið með sumarhúsa- og landeigendum. Hér voru tré sem uxu inn á veginn og hömluðu snjómokstri að mati Vegagerðarinnar.AðsendSvo virðist sem sum tréin hafi verið brotin niðurAðsend Samgöngur Skorradalshreppur Umferðaröryggi Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Sjá meira
Sumarhúsaeigendur í Skorradal eru verulega ósáttir við framferði Vegagerðarinnar en svo virðist sem starfsmenn stofnunarinnar hafi brotið og sagað niður tré sem standa meðfram veginum inn í dalinn. Verst er ástandið við veginn í landi Háafells og Fitja og sagði Ólafur Tryggvason, einn sumarhúsaeiganda í samtali við fréttastofu, að hvorki sumarhúsaeigendur né landeigandi hafi verið upplýstir um að Vegagerðin hafi ætlað að ráðast í slíkar framkvæmdir. Ólafur segir að rétt sé að tré hafi vaxið inn á veginn á liðinum árum en að aldrei hafi Vegagerðin ráðist í að saga niður tré á svæðinu áður. Skógurinn er viðkvæmur og réttara hefði verið að bæði landeigandi og sumarhúsaeigendur hefðu verið upplýstir áður svo hægt hefði verið að gera ráðstafanir. Skógurinn er viðkvæm náttúruperla sem ber að ganga vel um.Þessi tré áttu að hafa vaxið inn á veginn í landi FitjahlíðarAðsendÓlafur segir að fyrr í vetur hafi komið athugasemdir frá stofnuninni um hluti sem gætu heft snjómokstur á svæðinu og að öllum þeim hlutum sem voru á lista hafi verið kippt í liðinn tafarlaust. Hann segir að raun hafi verið unnin skemmdarverk á skóginum í óleyfi og að tilefnislausu. Pálmi Þór Sævarsson, svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Vesturlandi og Vestfjörðum staðfesti í samtali við fréttastofu að starfsmenn á vegum stofnunarinnar verið að verki. Hann hafi fengið upplýsingar um málið um nýliðna helgi og að málið væri til skoðunar. Hann gat ekki sagt til um hvort landeiganda eða sumarhúaeigendum hafi verið gert viðvart áður og hvort þeim hafi verið gefið tækifæri til þess að gera úrbætur en að það væri eitt af því sem væri til skoðunar. Hann sagði að þegar myndir sem voru teknar af skemmdum hafi verki starfsmanna Vegagerðarinnar ekki verið lokið. Hann sagði það vilja stofnunarinnar að leysa málið með sumarhúsa- og landeigendum. Hér voru tré sem uxu inn á veginn og hömluðu snjómokstri að mati Vegagerðarinnar.AðsendSvo virðist sem sum tréin hafi verið brotin niðurAðsend
Samgöngur Skorradalshreppur Umferðaröryggi Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Sjá meira