Lífskjarafundinum var frestað 18 mínútum eftir að hann hafði verið boðaður Birgir Olgeirsson skrifar 2. apríl 2019 20:33 Frá kynningu á Lífskjarasamningnum sem var boðuð í Ráðherrabústaðnum. Vísir/Sigurjón Allt kapp verður lagt á að klára samninga í kvöld eða nótt. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði þetta í kvöldfréttum RÚV og bætti við að staðan væri farin að skýrast. Halldór Benjamín Þorbergsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, sagði að verið væri að hnýta lausa enda á samningagerð en þeim fari ört fækkandi. Bjóst Halldór Benjamín einnig við að fundað yrði inn í kvöldið og jafnvel inn í nóttina. Fyrr í dag, eða klukkan 18:11, barst tilkynning frá forsætisráðuneytinu þar sem boðað var til blaðamannafundar í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan 18:30. Þar stóð til að aðilar vinnumarkaðarins myndu kynna svokallaðan lífskjarasamning og ætlaði ríkisstjórnin samhliða því að kynna sínar aðgerðir í tengslum við lífskjarasamninginn. Fjölmiðlamenn hópuðust í Ráðherrabústaðinn þar sem blasti við þeim auglýsingaspjald sem hafði verið útbúið til fyrir blaðamannafundinn þar sem kynna átti Lífskjarasamninginn sem gilda á til ársins 2022. Átján mínútum eftir að tilkynningin barst frá forsætisráðuneytinu barst fjölmiðlamönnum önnur tilkynning þar sem blaðamannafundinum hafði verið frestað. Barst sú tilkynning klukkan 18:29 en sem fyrr segir átti fundurinn að hefjast klukkan 18:30. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra veitti hins vegar Heimi Má Péturssyni viðtal í forsætisráðuneytinu þar sem hún sagði að verkalýðshreyfingin hefði óskað eftir því að fundinum yrði frestað því verkalýðshreyfingin vildi meiri tíma til að komast lengra í kjarasamningagerðinni áður en samningsdrögin yrðu kynnt og aðgerðir ríkisstjórnar. Ragnar Þór Ingólfsson sagði í kvöldfréttum RÚV að ekkert sérstakt tefði viðræður, samningsaðilar þyrftu einfaldlega meiri tíma. Ragnar sagði stöðuna ekki viðkvæma, hún sé frekar farin að skýrast og styttist í að samningar yrðu kláraðir. Halldór Benjamín sagði ferlið flókið en samningsgerðin hefði gengið vel í dag. Kjaramál Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Sjá meira
Allt kapp verður lagt á að klára samninga í kvöld eða nótt. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði þetta í kvöldfréttum RÚV og bætti við að staðan væri farin að skýrast. Halldór Benjamín Þorbergsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, sagði að verið væri að hnýta lausa enda á samningagerð en þeim fari ört fækkandi. Bjóst Halldór Benjamín einnig við að fundað yrði inn í kvöldið og jafnvel inn í nóttina. Fyrr í dag, eða klukkan 18:11, barst tilkynning frá forsætisráðuneytinu þar sem boðað var til blaðamannafundar í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan 18:30. Þar stóð til að aðilar vinnumarkaðarins myndu kynna svokallaðan lífskjarasamning og ætlaði ríkisstjórnin samhliða því að kynna sínar aðgerðir í tengslum við lífskjarasamninginn. Fjölmiðlamenn hópuðust í Ráðherrabústaðinn þar sem blasti við þeim auglýsingaspjald sem hafði verið útbúið til fyrir blaðamannafundinn þar sem kynna átti Lífskjarasamninginn sem gilda á til ársins 2022. Átján mínútum eftir að tilkynningin barst frá forsætisráðuneytinu barst fjölmiðlamönnum önnur tilkynning þar sem blaðamannafundinum hafði verið frestað. Barst sú tilkynning klukkan 18:29 en sem fyrr segir átti fundurinn að hefjast klukkan 18:30. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra veitti hins vegar Heimi Má Péturssyni viðtal í forsætisráðuneytinu þar sem hún sagði að verkalýðshreyfingin hefði óskað eftir því að fundinum yrði frestað því verkalýðshreyfingin vildi meiri tíma til að komast lengra í kjarasamningagerðinni áður en samningsdrögin yrðu kynnt og aðgerðir ríkisstjórnar. Ragnar Þór Ingólfsson sagði í kvöldfréttum RÚV að ekkert sérstakt tefði viðræður, samningsaðilar þyrftu einfaldlega meiri tíma. Ragnar sagði stöðuna ekki viðkvæma, hún sé frekar farin að skýrast og styttist í að samningar yrðu kláraðir. Halldór Benjamín sagði ferlið flókið en samningsgerðin hefði gengið vel í dag.
Kjaramál Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Sjá meira