Lífskjarafundinum var frestað 18 mínútum eftir að hann hafði verið boðaður Birgir Olgeirsson skrifar 2. apríl 2019 20:33 Frá kynningu á Lífskjarasamningnum sem var boðuð í Ráðherrabústaðnum. Vísir/Sigurjón Allt kapp verður lagt á að klára samninga í kvöld eða nótt. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði þetta í kvöldfréttum RÚV og bætti við að staðan væri farin að skýrast. Halldór Benjamín Þorbergsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, sagði að verið væri að hnýta lausa enda á samningagerð en þeim fari ört fækkandi. Bjóst Halldór Benjamín einnig við að fundað yrði inn í kvöldið og jafnvel inn í nóttina. Fyrr í dag, eða klukkan 18:11, barst tilkynning frá forsætisráðuneytinu þar sem boðað var til blaðamannafundar í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan 18:30. Þar stóð til að aðilar vinnumarkaðarins myndu kynna svokallaðan lífskjarasamning og ætlaði ríkisstjórnin samhliða því að kynna sínar aðgerðir í tengslum við lífskjarasamninginn. Fjölmiðlamenn hópuðust í Ráðherrabústaðinn þar sem blasti við þeim auglýsingaspjald sem hafði verið útbúið til fyrir blaðamannafundinn þar sem kynna átti Lífskjarasamninginn sem gilda á til ársins 2022. Átján mínútum eftir að tilkynningin barst frá forsætisráðuneytinu barst fjölmiðlamönnum önnur tilkynning þar sem blaðamannafundinum hafði verið frestað. Barst sú tilkynning klukkan 18:29 en sem fyrr segir átti fundurinn að hefjast klukkan 18:30. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra veitti hins vegar Heimi Má Péturssyni viðtal í forsætisráðuneytinu þar sem hún sagði að verkalýðshreyfingin hefði óskað eftir því að fundinum yrði frestað því verkalýðshreyfingin vildi meiri tíma til að komast lengra í kjarasamningagerðinni áður en samningsdrögin yrðu kynnt og aðgerðir ríkisstjórnar. Ragnar Þór Ingólfsson sagði í kvöldfréttum RÚV að ekkert sérstakt tefði viðræður, samningsaðilar þyrftu einfaldlega meiri tíma. Ragnar sagði stöðuna ekki viðkvæma, hún sé frekar farin að skýrast og styttist í að samningar yrðu kláraðir. Halldór Benjamín sagði ferlið flókið en samningsgerðin hefði gengið vel í dag. Kjaramál Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Sjá meira
Allt kapp verður lagt á að klára samninga í kvöld eða nótt. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði þetta í kvöldfréttum RÚV og bætti við að staðan væri farin að skýrast. Halldór Benjamín Þorbergsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, sagði að verið væri að hnýta lausa enda á samningagerð en þeim fari ört fækkandi. Bjóst Halldór Benjamín einnig við að fundað yrði inn í kvöldið og jafnvel inn í nóttina. Fyrr í dag, eða klukkan 18:11, barst tilkynning frá forsætisráðuneytinu þar sem boðað var til blaðamannafundar í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan 18:30. Þar stóð til að aðilar vinnumarkaðarins myndu kynna svokallaðan lífskjarasamning og ætlaði ríkisstjórnin samhliða því að kynna sínar aðgerðir í tengslum við lífskjarasamninginn. Fjölmiðlamenn hópuðust í Ráðherrabústaðinn þar sem blasti við þeim auglýsingaspjald sem hafði verið útbúið til fyrir blaðamannafundinn þar sem kynna átti Lífskjarasamninginn sem gilda á til ársins 2022. Átján mínútum eftir að tilkynningin barst frá forsætisráðuneytinu barst fjölmiðlamönnum önnur tilkynning þar sem blaðamannafundinum hafði verið frestað. Barst sú tilkynning klukkan 18:29 en sem fyrr segir átti fundurinn að hefjast klukkan 18:30. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra veitti hins vegar Heimi Má Péturssyni viðtal í forsætisráðuneytinu þar sem hún sagði að verkalýðshreyfingin hefði óskað eftir því að fundinum yrði frestað því verkalýðshreyfingin vildi meiri tíma til að komast lengra í kjarasamningagerðinni áður en samningsdrögin yrðu kynnt og aðgerðir ríkisstjórnar. Ragnar Þór Ingólfsson sagði í kvöldfréttum RÚV að ekkert sérstakt tefði viðræður, samningsaðilar þyrftu einfaldlega meiri tíma. Ragnar sagði stöðuna ekki viðkvæma, hún sé frekar farin að skýrast og styttist í að samningar yrðu kláraðir. Halldór Benjamín sagði ferlið flókið en samningsgerðin hefði gengið vel í dag.
Kjaramál Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Sjá meira