„Ég hlakka til að kynna þessa afurð“ Birgir Olgeirsson skrifar 2. apríl 2019 23:34 Vilhjálmur Birgisson í húsnæði ríkissáttasemjara. FBL/Sigtryggur Ari „Ég hlakka til að kynna þessa afurð,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og varaforseti ASÍ, í samtali við Vísi úr húsakynnum Ríkissáttasemjara þar sem fulltrúar stéttarfélaga og Samtaka avinnulífsins vinna nú hörðum höndum að gerð kjarasamnings. Boðað var að samningagerðinni yrði framhaldið langt fram eftir kvöldi og jafnvel inn í nóttina en Vilhjálmur segist ekki bjartsýnn á að það verk muni klárast í nótt.Fréttastofa Ríkisútvarpsins greindi frá því í kvöld að samninganefnd Eflingar hefði samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta að veita Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni félagsins, heimild til að ganga frá samningum við Samtök atvinnulífsins á þeim forsendum sem nú eru til staðar.Sólveig Anna ásamt fulltrúm Eflingar.Vísir/VilhelmSólveig sagði við RÚV að hún hefði sett fram þá kröfu að fólk fengi að komast heim og hvíla sig. Vilhjálmur Birgisson segir í samtali við Vísi að samningagerðin standi og falli á textavinnu og sérköflum. Um mikinn yfirlestur sé að ræða og vanda þurfi til verka. „Við erum að véla með lífsviðurværi fólks og allur texti í kjarasamningum þarf að vera réttur,“ segir Vilhjálmur en tekur fram að þetta sé mikil og flókin vinni sem sé að eiga sér stað og hann sé ekki sérstaklega bjartsýnn á að hún klárist í nótt. Það sé hlutverk ríkissáttasemjara að boða samningsaðila aftur til fundar á morgun, hvenær það verður sé óljóst en gæti þó orðið strax um klukkan níu á morgun. „En, hún tekur ákvörðunina. Hún hefur stjórnað þessum viðræðum með harðri og góðri hendi,“ segir Vilhjálmur.Vilhjálmur Birgisson segir að þessum samningi sé ætla að slá skjaldborg um þá sem eru með lægstu launin. Vísir/VilhelmSpurður hvað hafi orðið til þess að fulltrúar stéttarfélaga og Samtaka atvinnulífsins hafi náð saman segir Vilhjálmur það vera grundvallarskyldu í kjaraviðræðum að ná samningum. Ávallt komi að þeirri stundu að ganga þurfi frá kjarasamningum og samningsaðilar telji sig hafa fundið réttu lausnina við afar erfiðar aðstæður. Kólnandi hagkerfi blasi við samningsaðilum og margir félagsmenn stéttarfélaganna hafi fengið uppsagnarbréf á undanförnum dögum í kjölfar gjaldþrots WOW air. Vilhjálmur segist spenntur að fá að kynna kjarasamninga fyrir sínum félagsmönnum. Hann hafi ávallt haldið því fram að hægt sé að auka ráðstöfunartekjur verkafólks með launahækkunum og vaxtalækkunum. Þessum kjarasamningum sé ætlað að slá skjaldborg utan um þá sem eru með lægstu launin. Kjaramál Tengdar fréttir Verkalýðshreyfingin bað um frest til að komast lengra í viðræðum Sameiginlegum fundi vinnumarkaðar og stjórnvalda frestað. 2. apríl 2019 19:16 Lífskjarafundinum var frestað 18 mínútum eftir að hann hafði verið boðaður Búast við að funda í allt kvöld og jafnvel fram á nótt. 2. apríl 2019 20:33 Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
„Ég hlakka til að kynna þessa afurð,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og varaforseti ASÍ, í samtali við Vísi úr húsakynnum Ríkissáttasemjara þar sem fulltrúar stéttarfélaga og Samtaka avinnulífsins vinna nú hörðum höndum að gerð kjarasamnings. Boðað var að samningagerðinni yrði framhaldið langt fram eftir kvöldi og jafnvel inn í nóttina en Vilhjálmur segist ekki bjartsýnn á að það verk muni klárast í nótt.Fréttastofa Ríkisútvarpsins greindi frá því í kvöld að samninganefnd Eflingar hefði samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta að veita Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni félagsins, heimild til að ganga frá samningum við Samtök atvinnulífsins á þeim forsendum sem nú eru til staðar.Sólveig Anna ásamt fulltrúm Eflingar.Vísir/VilhelmSólveig sagði við RÚV að hún hefði sett fram þá kröfu að fólk fengi að komast heim og hvíla sig. Vilhjálmur Birgisson segir í samtali við Vísi að samningagerðin standi og falli á textavinnu og sérköflum. Um mikinn yfirlestur sé að ræða og vanda þurfi til verka. „Við erum að véla með lífsviðurværi fólks og allur texti í kjarasamningum þarf að vera réttur,“ segir Vilhjálmur en tekur fram að þetta sé mikil og flókin vinni sem sé að eiga sér stað og hann sé ekki sérstaklega bjartsýnn á að hún klárist í nótt. Það sé hlutverk ríkissáttasemjara að boða samningsaðila aftur til fundar á morgun, hvenær það verður sé óljóst en gæti þó orðið strax um klukkan níu á morgun. „En, hún tekur ákvörðunina. Hún hefur stjórnað þessum viðræðum með harðri og góðri hendi,“ segir Vilhjálmur.Vilhjálmur Birgisson segir að þessum samningi sé ætla að slá skjaldborg um þá sem eru með lægstu launin. Vísir/VilhelmSpurður hvað hafi orðið til þess að fulltrúar stéttarfélaga og Samtaka atvinnulífsins hafi náð saman segir Vilhjálmur það vera grundvallarskyldu í kjaraviðræðum að ná samningum. Ávallt komi að þeirri stundu að ganga þurfi frá kjarasamningum og samningsaðilar telji sig hafa fundið réttu lausnina við afar erfiðar aðstæður. Kólnandi hagkerfi blasi við samningsaðilum og margir félagsmenn stéttarfélaganna hafi fengið uppsagnarbréf á undanförnum dögum í kjölfar gjaldþrots WOW air. Vilhjálmur segist spenntur að fá að kynna kjarasamninga fyrir sínum félagsmönnum. Hann hafi ávallt haldið því fram að hægt sé að auka ráðstöfunartekjur verkafólks með launahækkunum og vaxtalækkunum. Þessum kjarasamningum sé ætlað að slá skjaldborg utan um þá sem eru með lægstu launin.
Kjaramál Tengdar fréttir Verkalýðshreyfingin bað um frest til að komast lengra í viðræðum Sameiginlegum fundi vinnumarkaðar og stjórnvalda frestað. 2. apríl 2019 19:16 Lífskjarafundinum var frestað 18 mínútum eftir að hann hafði verið boðaður Búast við að funda í allt kvöld og jafnvel fram á nótt. 2. apríl 2019 20:33 Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Verkalýðshreyfingin bað um frest til að komast lengra í viðræðum Sameiginlegum fundi vinnumarkaðar og stjórnvalda frestað. 2. apríl 2019 19:16
Lífskjarafundinum var frestað 18 mínútum eftir að hann hafði verið boðaður Búast við að funda í allt kvöld og jafnvel fram á nótt. 2. apríl 2019 20:33