„Ég hlakka til að kynna þessa afurð“ Birgir Olgeirsson skrifar 2. apríl 2019 23:34 Vilhjálmur Birgisson í húsnæði ríkissáttasemjara. FBL/Sigtryggur Ari „Ég hlakka til að kynna þessa afurð,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og varaforseti ASÍ, í samtali við Vísi úr húsakynnum Ríkissáttasemjara þar sem fulltrúar stéttarfélaga og Samtaka avinnulífsins vinna nú hörðum höndum að gerð kjarasamnings. Boðað var að samningagerðinni yrði framhaldið langt fram eftir kvöldi og jafnvel inn í nóttina en Vilhjálmur segist ekki bjartsýnn á að það verk muni klárast í nótt.Fréttastofa Ríkisútvarpsins greindi frá því í kvöld að samninganefnd Eflingar hefði samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta að veita Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni félagsins, heimild til að ganga frá samningum við Samtök atvinnulífsins á þeim forsendum sem nú eru til staðar.Sólveig Anna ásamt fulltrúm Eflingar.Vísir/VilhelmSólveig sagði við RÚV að hún hefði sett fram þá kröfu að fólk fengi að komast heim og hvíla sig. Vilhjálmur Birgisson segir í samtali við Vísi að samningagerðin standi og falli á textavinnu og sérköflum. Um mikinn yfirlestur sé að ræða og vanda þurfi til verka. „Við erum að véla með lífsviðurværi fólks og allur texti í kjarasamningum þarf að vera réttur,“ segir Vilhjálmur en tekur fram að þetta sé mikil og flókin vinni sem sé að eiga sér stað og hann sé ekki sérstaklega bjartsýnn á að hún klárist í nótt. Það sé hlutverk ríkissáttasemjara að boða samningsaðila aftur til fundar á morgun, hvenær það verður sé óljóst en gæti þó orðið strax um klukkan níu á morgun. „En, hún tekur ákvörðunina. Hún hefur stjórnað þessum viðræðum með harðri og góðri hendi,“ segir Vilhjálmur.Vilhjálmur Birgisson segir að þessum samningi sé ætla að slá skjaldborg um þá sem eru með lægstu launin. Vísir/VilhelmSpurður hvað hafi orðið til þess að fulltrúar stéttarfélaga og Samtaka atvinnulífsins hafi náð saman segir Vilhjálmur það vera grundvallarskyldu í kjaraviðræðum að ná samningum. Ávallt komi að þeirri stundu að ganga þurfi frá kjarasamningum og samningsaðilar telji sig hafa fundið réttu lausnina við afar erfiðar aðstæður. Kólnandi hagkerfi blasi við samningsaðilum og margir félagsmenn stéttarfélaganna hafi fengið uppsagnarbréf á undanförnum dögum í kjölfar gjaldþrots WOW air. Vilhjálmur segist spenntur að fá að kynna kjarasamninga fyrir sínum félagsmönnum. Hann hafi ávallt haldið því fram að hægt sé að auka ráðstöfunartekjur verkafólks með launahækkunum og vaxtalækkunum. Þessum kjarasamningum sé ætlað að slá skjaldborg utan um þá sem eru með lægstu launin. Kjaramál Tengdar fréttir Verkalýðshreyfingin bað um frest til að komast lengra í viðræðum Sameiginlegum fundi vinnumarkaðar og stjórnvalda frestað. 2. apríl 2019 19:16 Lífskjarafundinum var frestað 18 mínútum eftir að hann hafði verið boðaður Búast við að funda í allt kvöld og jafnvel fram á nótt. 2. apríl 2019 20:33 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
„Ég hlakka til að kynna þessa afurð,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og varaforseti ASÍ, í samtali við Vísi úr húsakynnum Ríkissáttasemjara þar sem fulltrúar stéttarfélaga og Samtaka avinnulífsins vinna nú hörðum höndum að gerð kjarasamnings. Boðað var að samningagerðinni yrði framhaldið langt fram eftir kvöldi og jafnvel inn í nóttina en Vilhjálmur segist ekki bjartsýnn á að það verk muni klárast í nótt.Fréttastofa Ríkisútvarpsins greindi frá því í kvöld að samninganefnd Eflingar hefði samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta að veita Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni félagsins, heimild til að ganga frá samningum við Samtök atvinnulífsins á þeim forsendum sem nú eru til staðar.Sólveig Anna ásamt fulltrúm Eflingar.Vísir/VilhelmSólveig sagði við RÚV að hún hefði sett fram þá kröfu að fólk fengi að komast heim og hvíla sig. Vilhjálmur Birgisson segir í samtali við Vísi að samningagerðin standi og falli á textavinnu og sérköflum. Um mikinn yfirlestur sé að ræða og vanda þurfi til verka. „Við erum að véla með lífsviðurværi fólks og allur texti í kjarasamningum þarf að vera réttur,“ segir Vilhjálmur en tekur fram að þetta sé mikil og flókin vinni sem sé að eiga sér stað og hann sé ekki sérstaklega bjartsýnn á að hún klárist í nótt. Það sé hlutverk ríkissáttasemjara að boða samningsaðila aftur til fundar á morgun, hvenær það verður sé óljóst en gæti þó orðið strax um klukkan níu á morgun. „En, hún tekur ákvörðunina. Hún hefur stjórnað þessum viðræðum með harðri og góðri hendi,“ segir Vilhjálmur.Vilhjálmur Birgisson segir að þessum samningi sé ætla að slá skjaldborg um þá sem eru með lægstu launin. Vísir/VilhelmSpurður hvað hafi orðið til þess að fulltrúar stéttarfélaga og Samtaka atvinnulífsins hafi náð saman segir Vilhjálmur það vera grundvallarskyldu í kjaraviðræðum að ná samningum. Ávallt komi að þeirri stundu að ganga þurfi frá kjarasamningum og samningsaðilar telji sig hafa fundið réttu lausnina við afar erfiðar aðstæður. Kólnandi hagkerfi blasi við samningsaðilum og margir félagsmenn stéttarfélaganna hafi fengið uppsagnarbréf á undanförnum dögum í kjölfar gjaldþrots WOW air. Vilhjálmur segist spenntur að fá að kynna kjarasamninga fyrir sínum félagsmönnum. Hann hafi ávallt haldið því fram að hægt sé að auka ráðstöfunartekjur verkafólks með launahækkunum og vaxtalækkunum. Þessum kjarasamningum sé ætlað að slá skjaldborg utan um þá sem eru með lægstu launin.
Kjaramál Tengdar fréttir Verkalýðshreyfingin bað um frest til að komast lengra í viðræðum Sameiginlegum fundi vinnumarkaðar og stjórnvalda frestað. 2. apríl 2019 19:16 Lífskjarafundinum var frestað 18 mínútum eftir að hann hafði verið boðaður Búast við að funda í allt kvöld og jafnvel fram á nótt. 2. apríl 2019 20:33 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Verkalýðshreyfingin bað um frest til að komast lengra í viðræðum Sameiginlegum fundi vinnumarkaðar og stjórnvalda frestað. 2. apríl 2019 19:16
Lífskjarafundinum var frestað 18 mínútum eftir að hann hafði verið boðaður Búast við að funda í allt kvöld og jafnvel fram á nótt. 2. apríl 2019 20:33