„Við munum undirrita kjarasamning á morgun" Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. apríl 2019 01:01 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins að loknum fundi eftir miðnætti. „Við munum undirrita kjarasamning á morgun. Það er það sem við stefnum að. Það er lítið eftir en það er gott að hvíla sig áður en lokaákvörðun er tekin," sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins að loknum fundi hjá ríkissáttasemjara skömmu eftir miðnætti í kvöld. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa hátt í eitt hundrað manns verið á skrifstofu ríkissáttasemjara í dag að leggja lokahönd á samninga. Fulltrúar frá stjórnvöldum hafa komið og kynnt sinn aðgerðarpakka fyrir verkalýðshreyfingunni auk þess sem bakland félaganna hefur verið í húsi. Halldór segir stöðuna ágæta. „Þetta hefur verið langt og strangt ferli. Þetta hefur tekið á marga og hér hefur á tímum verið tekist hart á. En á endanum er þetta með þeim hætti að allir aðilar eiga að geta ágætlega við þetta unað og það er fyrir mestu. Að létta þeirri óvissu sem hefur legið eins og mara yfir samfélaginu allt of lengi," segir Halldór. Fundur á að hefjast á nýjan leik klukkan átta í fyrramálið og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, stefnir að því að undirrita kjarasamning um hádegisbil á morgun. „Við ákváðum að slíta fundi núna og hittast aftur í fyrramálið og gera þá lokaatlögu að því að klára þetta. Birta síðan undirskrifaðan samning sem við getum lagt til okkar félagsmanna í atkvæðagreiðslu á næstu dögum og kynnt fyrir almenningi vonandi seinni partinn á morgun," sagði Ragnar að loknum fundi eftir miðnætti. „Ég er allavega mjög bjartsýnn á að við náum að klára þetta fyrir hádegi." Rætt hefur verið um vaxtalækkanir, breytingar á verðtryggingu og skattamál í dag. Ragnar vill lítið gefa upp um efni samningsins og segir erfitt að útskýra eitt atriði án þess að annað þurfi með að fylgja. „Stóri ramminn er kominn, bæði hvað varðar okkar samninga við SA og síðan aðkomu stjórnvalda," segir hann. „Þetta er þríhliða samningur aðila sem eru að reyna bæta lífskjör almennings hér á landi." „Það á eftir að segja nokkur já við okkur í viðbót og þá er þetta komið," segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Ekki standi þó mikið út af. „Ég hef engar áhyggjur af því að við klárum það ekki."Ertu sáttur?„Það er þannig þegar maður er í kjarasamningsgerð að maður vill alltaf meira. Og kjarabaráttu fyrir bættum kjörum íslensks verkafólks og launafólks lýkur aldrei. Við klárum þetta og svo förum við í næsta slag," sagði Vilhjálmur að loknum fundi í kvöld. Kjaramál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Sjá meira
„Við munum undirrita kjarasamning á morgun. Það er það sem við stefnum að. Það er lítið eftir en það er gott að hvíla sig áður en lokaákvörðun er tekin," sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins að loknum fundi hjá ríkissáttasemjara skömmu eftir miðnætti í kvöld. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa hátt í eitt hundrað manns verið á skrifstofu ríkissáttasemjara í dag að leggja lokahönd á samninga. Fulltrúar frá stjórnvöldum hafa komið og kynnt sinn aðgerðarpakka fyrir verkalýðshreyfingunni auk þess sem bakland félaganna hefur verið í húsi. Halldór segir stöðuna ágæta. „Þetta hefur verið langt og strangt ferli. Þetta hefur tekið á marga og hér hefur á tímum verið tekist hart á. En á endanum er þetta með þeim hætti að allir aðilar eiga að geta ágætlega við þetta unað og það er fyrir mestu. Að létta þeirri óvissu sem hefur legið eins og mara yfir samfélaginu allt of lengi," segir Halldór. Fundur á að hefjast á nýjan leik klukkan átta í fyrramálið og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, stefnir að því að undirrita kjarasamning um hádegisbil á morgun. „Við ákváðum að slíta fundi núna og hittast aftur í fyrramálið og gera þá lokaatlögu að því að klára þetta. Birta síðan undirskrifaðan samning sem við getum lagt til okkar félagsmanna í atkvæðagreiðslu á næstu dögum og kynnt fyrir almenningi vonandi seinni partinn á morgun," sagði Ragnar að loknum fundi eftir miðnætti. „Ég er allavega mjög bjartsýnn á að við náum að klára þetta fyrir hádegi." Rætt hefur verið um vaxtalækkanir, breytingar á verðtryggingu og skattamál í dag. Ragnar vill lítið gefa upp um efni samningsins og segir erfitt að útskýra eitt atriði án þess að annað þurfi með að fylgja. „Stóri ramminn er kominn, bæði hvað varðar okkar samninga við SA og síðan aðkomu stjórnvalda," segir hann. „Þetta er þríhliða samningur aðila sem eru að reyna bæta lífskjör almennings hér á landi." „Það á eftir að segja nokkur já við okkur í viðbót og þá er þetta komið," segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Ekki standi þó mikið út af. „Ég hef engar áhyggjur af því að við klárum það ekki."Ertu sáttur?„Það er þannig þegar maður er í kjarasamningsgerð að maður vill alltaf meira. Og kjarabaráttu fyrir bættum kjörum íslensks verkafólks og launafólks lýkur aldrei. Við klárum þetta og svo förum við í næsta slag," sagði Vilhjálmur að loknum fundi í kvöld.
Kjaramál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Sjá meira