Guðbjörg bætir enn við eignarhlut sinn í TM Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifa 3. apríl 2019 07:00 Guðbjörg Matthíasdóttir útgerðarkona. Fréttablaðið/Anton Brink ÍV fjárfestingafélag, sem er í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur og fjölskyldu, aðaleigenda Ísfélagsins í Vestmannaeyjum, gekk nýverið frá kaupum á níu milljónum hluta, um 1,33 prósenta eignarhlut, í TM. Með kaupunum komst félagið í hóp tuttugu stærstu hluthafa tryggingafélagsins. Fyrir átti annað félag í eigu fjölskyldunnar, Kristinn, um 1,14 prósenta hlut í TM en eins og greint hefur verið frá í Markaðinum hefur fjölskyldan aukið umtalsvert við eignarhlut sinn í félaginu að undanförnu. Þá eiga félög Guðbjargar, eins og áður hefur komið fram, hlut í tryggingafélaginu í gegnum framvirka samninga hjá Íslandsbanka. Ekki fást staðfestar upplýsingar um hversu stóran hlut félögin fara með í TM í gegnum slíka samninga en samanlagður hlutur Guðbjargar í tryggingafélaginu er nú kominn vel yfir fimm prósent, að sögn þeirra sem þekkja vel til. Eitt félaga Guðbjargar, Kristinn, hóf að fjárfesta í tryggingafélaginu á árinu 2016 og nam eignarhlutur félagsins 0,7 prósentum í lok árs 2017. Guðbjörg þekkir vel til TM en hún var aðaleigandi tryggingafélagsins á árunum fyrir fall fjármálakerfisins og samhliða því sat hún í stjórn félagsins. Hún seldi hins vegar eignarhlut sinn í TM að stærstum hluta haustið 2007 til Glitnis. Hlutabréfaverð TM hefur hækkað um liðlega 21 prósent það sem af er árinu og miðað við núverandi gengi bréfa félagsins, sem er um 31 króna á hlut, nemur markaðsvirði þess um 21 milljarði króna. Birtist í Fréttablaðinu Tryggingar Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
ÍV fjárfestingafélag, sem er í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur og fjölskyldu, aðaleigenda Ísfélagsins í Vestmannaeyjum, gekk nýverið frá kaupum á níu milljónum hluta, um 1,33 prósenta eignarhlut, í TM. Með kaupunum komst félagið í hóp tuttugu stærstu hluthafa tryggingafélagsins. Fyrir átti annað félag í eigu fjölskyldunnar, Kristinn, um 1,14 prósenta hlut í TM en eins og greint hefur verið frá í Markaðinum hefur fjölskyldan aukið umtalsvert við eignarhlut sinn í félaginu að undanförnu. Þá eiga félög Guðbjargar, eins og áður hefur komið fram, hlut í tryggingafélaginu í gegnum framvirka samninga hjá Íslandsbanka. Ekki fást staðfestar upplýsingar um hversu stóran hlut félögin fara með í TM í gegnum slíka samninga en samanlagður hlutur Guðbjargar í tryggingafélaginu er nú kominn vel yfir fimm prósent, að sögn þeirra sem þekkja vel til. Eitt félaga Guðbjargar, Kristinn, hóf að fjárfesta í tryggingafélaginu á árinu 2016 og nam eignarhlutur félagsins 0,7 prósentum í lok árs 2017. Guðbjörg þekkir vel til TM en hún var aðaleigandi tryggingafélagsins á árunum fyrir fall fjármálakerfisins og samhliða því sat hún í stjórn félagsins. Hún seldi hins vegar eignarhlut sinn í TM að stærstum hluta haustið 2007 til Glitnis. Hlutabréfaverð TM hefur hækkað um liðlega 21 prósent það sem af er árinu og miðað við núverandi gengi bréfa félagsins, sem er um 31 króna á hlut, nemur markaðsvirði þess um 21 milljarði króna.
Birtist í Fréttablaðinu Tryggingar Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira