Bandarískur fjárfestingarsjóður kaupir 11,5 prósent í Icelandair Samúel Karl Ólason skrifar 3. apríl 2019 08:19 Um er að ræða 625 milljónir nýrra hluta og er kaupverðið 5,6 milljarðar króna. Vísir/Vilhelm PAR Capital Management, fjárfestingarsjóður sem rekinn er í Boston í Bandaríkjunum hefur gert bindandi samkomulag um að kaupa 11,5 prósenta hlut í Icelandair Group. Um er að ræða 625 milljónir nýrra hluta og er kaupverðið 5,6 milljarðar króna. Í tilkynningu frá Icelandair segir að PAR Capital Management sé að kaupa nýja hluta eftir að hluthafafundur Icelandair Group ákvað þann 30. nóvember að auka hlutafé félagsins um 625 milljónir hluti. Degi áður, þann 29. nóvember, var tilkynnt að hætt hefði verið við kaup Icelandair á WOW air, sem nú er gjaldþrota.Mun gera félaginu kleift að nýta vaxtartækifæri Þar kemur einnig fram að hlutafjáraukningin muni styrkja fjárhagsstöðu félagsins og gera því betur kleift að nýta þau vaxtartækifæri sem núverandi aðstæður á flugmarkaði geti falið í sér. „PAR Capital Management er góð viðbót við sterkan hluthafahóp félagsins og er það mat okkar að aðkoma PAR Capital Management að hluthafahópnum verði verðmæt fyrir Icelandair Group,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair Group í tilkynningunni. „Það er ennfremur ánægjulegt að svo stór og öflugur fjárfestir deili trú okkar á framtíðarhorfur félagsins.” Kaupsamkomulagið er bundið þeim fyrirvara að það verði samþykkt á hluthafafundi og að hluthafar afsali sér forgangsrétti á nýju hlutunum. Boðað verður til nýs hluthafafundar þann 24. apríl. PAR Capital Management er fjárfestingarsjóður staðsettur í Boston sem hefur 4 milljarða bandaríkjadala í stýringu. Sjóðurinn var stofnaður árið 1990 og leggur áherslu á langtímafjárfestingar í ferðaþjónustu og stafrænum miðlum.Hafa fjárfest mikið í ferðaiðnaði Fjárfestingarsjóðurinn hefuer fjárfest í fjölmörgum ferðaþjónustufyrirtækjum og þar á meðal þó nokkrum flugfélögum vestanhafs, eins og sjá má á yfirlitssíðu félagsins á vef NASDAQ. Meðal þeirra flugfélaga sem fjárfestingarsjóðurinn á hluti í eru Delta Airlines, United Airlines, Southwest Airlines og Alaska Airlines. Með kaupunum verður PAR Capital næst stærsti hlutafjáreigandi Icelandair Group á eftir Lífeyrissjóði verslunarmanna. Samkvæmt upplýsingum á vefsvæði Icelandair Group á lífeyrissjóðurinn tæplega 700 milljónir hluta og er Par Capital að kaupa 625 milljónir. Lífeyrissjóðirnir Gildi, Birta og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins A-deild eiga svo 399 milljónir hluta, 364 milljónir og 354 milljónir.Fréttin hefur verið uppfærð. Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
PAR Capital Management, fjárfestingarsjóður sem rekinn er í Boston í Bandaríkjunum hefur gert bindandi samkomulag um að kaupa 11,5 prósenta hlut í Icelandair Group. Um er að ræða 625 milljónir nýrra hluta og er kaupverðið 5,6 milljarðar króna. Í tilkynningu frá Icelandair segir að PAR Capital Management sé að kaupa nýja hluta eftir að hluthafafundur Icelandair Group ákvað þann 30. nóvember að auka hlutafé félagsins um 625 milljónir hluti. Degi áður, þann 29. nóvember, var tilkynnt að hætt hefði verið við kaup Icelandair á WOW air, sem nú er gjaldþrota.Mun gera félaginu kleift að nýta vaxtartækifæri Þar kemur einnig fram að hlutafjáraukningin muni styrkja fjárhagsstöðu félagsins og gera því betur kleift að nýta þau vaxtartækifæri sem núverandi aðstæður á flugmarkaði geti falið í sér. „PAR Capital Management er góð viðbót við sterkan hluthafahóp félagsins og er það mat okkar að aðkoma PAR Capital Management að hluthafahópnum verði verðmæt fyrir Icelandair Group,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair Group í tilkynningunni. „Það er ennfremur ánægjulegt að svo stór og öflugur fjárfestir deili trú okkar á framtíðarhorfur félagsins.” Kaupsamkomulagið er bundið þeim fyrirvara að það verði samþykkt á hluthafafundi og að hluthafar afsali sér forgangsrétti á nýju hlutunum. Boðað verður til nýs hluthafafundar þann 24. apríl. PAR Capital Management er fjárfestingarsjóður staðsettur í Boston sem hefur 4 milljarða bandaríkjadala í stýringu. Sjóðurinn var stofnaður árið 1990 og leggur áherslu á langtímafjárfestingar í ferðaþjónustu og stafrænum miðlum.Hafa fjárfest mikið í ferðaiðnaði Fjárfestingarsjóðurinn hefuer fjárfest í fjölmörgum ferðaþjónustufyrirtækjum og þar á meðal þó nokkrum flugfélögum vestanhafs, eins og sjá má á yfirlitssíðu félagsins á vef NASDAQ. Meðal þeirra flugfélaga sem fjárfestingarsjóðurinn á hluti í eru Delta Airlines, United Airlines, Southwest Airlines og Alaska Airlines. Með kaupunum verður PAR Capital næst stærsti hlutafjáreigandi Icelandair Group á eftir Lífeyrissjóði verslunarmanna. Samkvæmt upplýsingum á vefsvæði Icelandair Group á lífeyrissjóðurinn tæplega 700 milljónir hluta og er Par Capital að kaupa 625 milljónir. Lífeyrissjóðirnir Gildi, Birta og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins A-deild eiga svo 399 milljónir hluta, 364 milljónir og 354 milljónir.Fréttin hefur verið uppfærð.
Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira