Segja að Kolbeinn fái bara borgað fyrir mörkin sem hann skorar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. apríl 2019 11:30 Kolbeinn Sigþórsson fagnar marki með íslenska landsliðinu á EM 2016. Getty/Craig Mercer Kolbeinn Sigþórsson samdi við sænska félagið AIK um síðustu helgi og kemst vonandi aftur inn á knattspyrnuvöllinn sem fyrst. Tyrkneska félagið Galatasaray fékk Kolbein til sín en hann náði aldrei að spila fyrir félagið vegna meiðsla sem héldu honum frá fótboltavellinum í næstum því þrjú ár. Það breytir því ekki að tyrkneskir fjölmiðlar fylgjast enn með íslenska landsliðsframherjanum og fréttasíðan CNN í Tyrklandi, cnnturk.com, segir meðal annars frá samningi Kolbeins í Svíþjóð.Kolbeinn Sigthorsson 3 yıl sonra ortaya çıktı https://t.co/ZJONpEzxeNpic.twitter.com/uojBUiz6U3 — CNN TÜRK Spor (@CNNTURKSpor) April 2, 2019Íslendingavaktin vakti athygli á þessum áhuga á málum Kolbeins í Tyrklandi. Í fréttinni hjá CNNTurk kemur líka fram að Kolbeinn muni bara fá borgað fyrir mörkin sem hann skorar fyrir AIK. Samkvæmt heimildum CNN í Tyrklandi þá ætlar AIK að borga Kolbeini fimm þúsund evrur fyrir hvert mark sem hann skorar. Fimm þúsund evrur eru 680 þúsund íslenskar krónur. Kolbeinn mun síðan einnig frá árangurstengdar bónusgreiðslur eftir gengi liðsins í sænsku deildinni. Kolbeinn hefur skorað mörk nánast hvar sem hann hefur komið, fyrir utan kannski í franska boltanum, en vandamálið fyrir hann hefur verið að halda sér heilum. Kolbeinn er heldur ekki alveg á flæðiskeri staddur þrátt fyrir að vera ekki með „föst“ laun hjá AIK því samkvæmt fréttum frá Frakklandi þá fékk hann á bilinu 1,7 til 2 milljónir evra vegna starfslokasamnings við Nantes. Það eru 230 til 270 milljónir íslenskra króna. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson samdi við sænska félagið AIK um síðustu helgi og kemst vonandi aftur inn á knattspyrnuvöllinn sem fyrst. Tyrkneska félagið Galatasaray fékk Kolbein til sín en hann náði aldrei að spila fyrir félagið vegna meiðsla sem héldu honum frá fótboltavellinum í næstum því þrjú ár. Það breytir því ekki að tyrkneskir fjölmiðlar fylgjast enn með íslenska landsliðsframherjanum og fréttasíðan CNN í Tyrklandi, cnnturk.com, segir meðal annars frá samningi Kolbeins í Svíþjóð.Kolbeinn Sigthorsson 3 yıl sonra ortaya çıktı https://t.co/ZJONpEzxeNpic.twitter.com/uojBUiz6U3 — CNN TÜRK Spor (@CNNTURKSpor) April 2, 2019Íslendingavaktin vakti athygli á þessum áhuga á málum Kolbeins í Tyrklandi. Í fréttinni hjá CNNTurk kemur líka fram að Kolbeinn muni bara fá borgað fyrir mörkin sem hann skorar fyrir AIK. Samkvæmt heimildum CNN í Tyrklandi þá ætlar AIK að borga Kolbeini fimm þúsund evrur fyrir hvert mark sem hann skorar. Fimm þúsund evrur eru 680 þúsund íslenskar krónur. Kolbeinn mun síðan einnig frá árangurstengdar bónusgreiðslur eftir gengi liðsins í sænsku deildinni. Kolbeinn hefur skorað mörk nánast hvar sem hann hefur komið, fyrir utan kannski í franska boltanum, en vandamálið fyrir hann hefur verið að halda sér heilum. Kolbeinn er heldur ekki alveg á flæðiskeri staddur þrátt fyrir að vera ekki með „föst“ laun hjá AIK því samkvæmt fréttum frá Frakklandi þá fékk hann á bilinu 1,7 til 2 milljónir evra vegna starfslokasamnings við Nantes. Það eru 230 til 270 milljónir íslenskra króna.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Sjá meira