Málefni aldraðra eitt af stóru málum ársins Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 4. apríl 2019 08:00 Steinunn Káradóttir, öldrunarlæknir á Landakoti. Málaflokkur eldri borgara er flókinn og ber þessi merki að heildarsýn hafi skort í gegnum árin. Þó að margt sé mjög vel gert eru einnig margir þættir þar sem þarf verulega að gefa í enda kerfið brotakennt og erfitt að hafa yfirsýn yfir þá þjónustu sem í boði er. Þetta segir Steinunn Þórðardóttir, öldrunarlæknir á Landakoti. „Það er ótvírætt að á Landspítalanum liggur fjöldinn allur af einstaklingum sem komnir eru með samþykki fyrir hjúkrunarrými en geta ekki útskrifast þangað vegna skorts á plássum og ílengjast því á spítalanum,“ segir Steinunn. Þetta sé ekki ákjósanlegt fyrir þessa einstaklinga þar sem umhverfi bráðasjúkrahúss henti þeim illa. „Á bráðadeildum er oft erill allan sólarhringinn, flytja þarf fólk milli sjúkrastofa, það er útsett fyrir spítalasýkingum o.fl. Eins er pláss á bráðasjúkrahúsi mun dýrara úrræði en pláss á hjúkrunarheimili. Þetta veldur legurýmaskorti á sjúkrahúsinu, fólk sem þarf sannanlega innlögn getur verið fast á bráðamóttökunni dögum saman. Eins er lítið svigrúm til að taka fólk beint inn á deildir úr heimahúsi, þar með talið einstaklinga með heilabilun þar sem allt er komið í þrot heima.“ Steinunn segir það vel að stjórnvöld séu áhugasöm um að gera betur í málefnum aldraðra og hafi haft vítt samráð við bæði notendur og veitendur þjónustu við þennan hóp. „Nú er í gangi vinna við stefnu í málefnum fólks með heilabilun og er það stórt skref í rétta átt. Sambærileg stefnumótun þarf að eiga sér stað á fleiri sviðum málaflokksins og þar þarf að taka með í reikninginn fyrirsjáanlega fjölgun í elstu aldurshópunum á næstu árum.“ Verkefnið sem Steinunn telur brýnast er að stórauka þjónustu við eldra fólk í heimahúsi í samráði við heilsugæsluna, sem þyrfti að fá svigrúm og fjármagn til verksins. Efla þurfi heimahjúkrun verulega og einnig að bjóða fleiri dagþjálfunarúrræði. „Það hefur sýnt sig að kerfisbundin heilsuefling í elstu aldurshópunum skilar undraverðum árangri og eru ýmis slík tilraunaverkefni þegar í gangi hérlendis og mikil sóknarfæri þar. Eins væri mjög æskilegt að bjóða fleiri millistig milli búsetu í heimahúsi og á hjúkrunarheimili, til dæmis að bjóða valkost um sambýli fyrir þá sem eru félagslega einangraðir eða þurfa eftirlit en ekki mikla hjúkrun,“ segir Steinunn. Að lokum þyrfti að einfalda kerfið til muna. Í dag eru ótal rekstraraðilar þjónustu við aldraða, meðal annars ríki, sveitarfélög, félagasamtök, sjúklingasamtök og einkafyrirtæki. „Þetta er frumskógur fyrir þá sem starfa innan kerfisins alla daga, hvað þá fyrir utanaðkomandi. Það þarf að vera skýrt hvað er í boði, hvernig sótt er um og mikilvægt að það séu ekki margir biðlistar eftir svipuðum úrræðum í gangi. Eins er afar brýnt að bregðast við útskriftarvanda spítalans, því að það tapa allir á stöðunni þar eins og hún er í dag. Það þarf að koma á hvata til að fólk fái rétta tegund þjónustu á réttum tímapunkti.“Ingrid Kuhlman, framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar.Eldri borgarar oft sérfræðingar í lífinu Ingrid Kuhlman er þjálfari og ráðgjafi og jafnframt framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar. Hún gerði nýverið rannsókn við Buckinghamshire háskóla í Bretlandi meðal eldri borgara á Íslandi um það hvað hamingja væri fyrir þeim. Hún ræddi við 13 manns á aldrinum 70-91 árs. „Það var áhugavert að heyra hvað þau höfðu að segja. Þetta er eldra fólkið okkar, sérfræðingar í lífinu, sem er búið að ganga í gegnum súrt og sætt og hefur upplifað margt á sinni lífsleið. Við getum lært fullt af því,“ segir Ingrid. „Við þurfum að hlúa betur að þessum hópi. Það eru gerðar bæði miklar og litlar væntingar til eldri borgara að þeirra mati. Annars vegar að borga reikninga og vera til friðs, vera ekki baggi á samfélaginu en á sama tíma að vera til taks og passa barnabörn, skutla þeim og veita börnum sínum húsaskjól. Eldri borgarar þurfa að sitja við sama borð þannig að engar ákvarðanir séu teknar án þeirra. Það þarf að hlusta betur á þá og meta verðleika þeirra og reynslu.“ Þátttakendur í rannsókn Ingrid voru á sama máli um að hamingja væri eitthvað sem við sköpuðum sjálf. „Þau sögðu að maður gæti ekki bara beðið eftir hamingjunni. Maður þarf að vera sinn gæfusmiður og vera höfundur að eigin lífi,“ segir Ingrid. „Viðmælendur mínir ræddu einnig hvað það er mikilvægt að hafa jákvætt viðhorf, sætta sig við það sem maður hefur og gera það besta úr hlutunum. Það eru ekki aðrir sem eiga að skapa okkar hamingju heldur við sjálf.“ Viðmælendur sögðu það afar mikilvægt að rækta tengsl við ástvini og fólkið í kring, þá sem manni þykir vænt um. „Þau töluðu um þrjá hópa, fjölskylduna, börn og barnabörn og maka, svo ættingja og loks tengslanetið.“ Ingrid segir viðmælendur hafa verið meðvitaða um að hópurinn í þeirra aldursflokki væri að stækka og að þau þyrftu að huga vel að eigin heilsu til að bæta eigin lífsgæði. „Það er andlegur, félagslegur, og líkamlegur ávinningur af því að stunda reglulega líkamsrækt. Hún bætir svefn og léttir lundina en eykur einnig félagslega vellíðan, því oft stundar fólk líkamsrækt í hópi. Þetta hangir allt saman.“ Þá kom fram að gott væri að taka þátt í félagsstörfum og mikilvægi þess að finna fyrir því að hafa tilgang og merkingu í lífinu. „Að vera einhvers virði fyrir annað fólk. Stuðla að vellíðan annarra með því til dæmis að taka þátt í sjálfboðaliðastarfi. Vera virkur þátttakandi í samfélaginu og láta gott af sér leiða,“ segir Ingrid. „Einnig töluðu þau mörg hver um hvað það væri gott að halda áfram að læra og hafa eitthvað sem fangar hugann á hverjum degi, huga að áhugamálum svo sem listmálun, lesa bækur og ferðast. Það er svo gott að hafa eitthvað fyrir stafni og hlakka til einhvers sem veitir manni lífsfyllingu.“Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu.Vannæring vandamál meðal margra Það er staðreynd að samvirkni hreyfingar og hollrar næringar hægir á öldrunarferlinu. Aukin hreyfing og þjálfun geta seinkað því ferli að aldraðir þurfi á þjónustu að halda. „Fyrir hvern dag eða mánuð sem fólk getur seinkað því að flytja inn á hjúkrunarheimili þá er til mikils að vinna, bæði fyrir lífsgæði einstaklingsins og ekki síður fyrir samfélagið,“ segir Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu. Hann segir að þegar fólk sé komið inn á hjúkrunarheimili þurfi það yfirleitt mikla þjónustu og margir séu talsvert veikburða. „Þjónustan sem við erum að veita er til að viðhalda lífsgæðum fyrir íbúana okkar í samræmi við getu, óskir og þarfir.“ Pétur segir að vannæring sé stærsta áskorunin í þjónustunni við aldraða. „Stærsta vandamálið hjá eldra fólki á Íslandi varðandi næringu er hjá þeim sem búa í heimahúsum. Fólk sem býr við félagslega einangrun og er ekki duglegt að elda fyrir sjálft sig á það til að borða mat sem er einhæfur ef það yfir höfuð eldar,“ segir Pétur. „Á hjúkrunarheimilum eru margir sem þyngjast eftir að hafa verið illa nærðir á meðan þeir voru í biðtíma heima hjá sér.“ Aðspurður segir Pétur að maturinn sem boðið er upp á á Hrafnistu miðist við áhuga íbúa. Í augum yngra fólks kunni maturinn stundum að hljóma gamaldags. Taka þurfi tillit til þess að breytingar geta orðið á bragðupplifun vegna lyfja, sjúkdóma og fleira. Auk þess glíma margir við depurð og þreytu sem veldur því oft að matarlystin minnki sem eykur hættuna á vannæringu. „Þegar einstaklingur er kominn svo langt í lífinu þá er viðkomandi ekki að fara að breyta um lífsstíl. Fólk fær hér bara að njóta lífsins, innan skynsamlegra marka auðvitað. En við þurfum að vera dugleg að fylgjast með hópnum sem býr hjá okkur og taka tillit til þarfa fólksins enda er smekkur fólks mismunandi.“Alma Dagbjört Möller, landlæknir.Leggja þurfi áherslu á fjölmarga þætti Fjölgun aldraðra og hækkun meðalaldurs er áskorun, segir Alma Dagbjört Möller landlæknir. Hún segir að málefni aldraðra hafi verið sett í forgang og að það verði eitt af áherslumálum ársins. „Þetta er eitt af því sem ráðherra hyggst beita sér fyrir og gaf í fyrra út fyrirheit um uppbyggingu hjúkrunarheimila. Við þurfum að takast á við þessa áskorun sem málefnið er,“ segir Alma. Í desember kom út hlutaúttekt vegna alvarlegrar stöðu á bráðamóttöku og kom þar fram að of margir bíði inni á Landspítala eftir þjónustu. „Það er auðvitað ekki gott fyrir hinn aldraða að vera á röngum stað í kerfinu. Það er öðruvísi hugsað um aldraða á bráðasjúkrahúsi en á hjúkrunarheimili. Það eru miklu meiri gæði fyrir hinn aldraða að vera á hjúkrunarheimili. Þetta er ekki gott fyrir kerfið í heild líkt og við bendum á og drögum fram í þessari athugun.“ Eins brýnt og það er að fjölga hjúkrunarheimilum þarf einnig að leggja áherslu á marga aðra þætti, líkt og heimahjúkrun og heimaþjónustu, dagdvalarúrræði og samhæfingu á öldrunarþjónustu almennt. Síðast en ekki síst á heilsueflingu eldri borgara. „Við hjá embættinu erum með verkefni sem nefnist Heilsueflandi samfélag. Það skiptist í heilsueflandi leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla, vinnumarkaðinn og eldri borgara. Við höfum verið að vinna það í samstarfi við Janus Guðlaugsson en hann er með ýmis verkefni tengd hreyfingu fyrir eldri borgara. Það er margt sem kemur út úr því, ekki bara áhrif á líkamann heldur einnig samvera. Við vitum að einmanaleiki er oft vandamál hjá eldri borgunum og því fylgir þunglyndi, kvíði og fleira. En bara það að hinn aldraði sinni líkamlegri hreyfingu viðheldur það og jafnvel eykur færni og styrk, þannig að fólk geti verið lengur heima,“ segir Alma. „En hvað þennan málaflokk varðar finnst mér vitund manna vera að vakna.“Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara.Margir sem hafa unun af því að vinna lengur „Nú er ég að fara að hætta að vinna, hvað gerist þá?“ Þetta er spurning sem vaknar hjá þeim sem eru við það að komast á ellilífeyrisaldur. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, segir að fólk þurfi að byrja að hugsa út í það snemma hvaða þýðingu starfslok hafi, í raun ekki seinna en um fimmtugt. „Flest stærri fyrirtæki halda starfslokanámskeið fyrir verðandi eldri borgara þar sem kynningar fara fram en það er oft orðið of seint. Við þurfum að auka fræðslu um starfslok og sérfræðingar þurfa að leiðbeina fólki þannig að þekking verði meiri um lífeyrissjóðina,“ segir Þórunn, auk þess sé mikil umræða um breytingar á eftirlaunaaldri. „Við teljum eftirlaunaaldurinn algjörlega úreltan. Það hefur nú þegar fallið eitthvað af dómum erlendis um að það sé brot á jafnræðisreglunni og ákveðin mannréttindaskerðing að banna fólki að vinna eftir 70 ára aldur.“ Fólk á atvinnumarkaði með sérstöðu hefur fengið undanþágu til atvinnuþátttöku þótt komið sé á eftirlaunaaldur, svo sem sérgreinalæknar sem eru með stofu. Á almennum vinnumarkaði og í sjálfstæðum rekstri eru ekki jafn strangar reglur hvað eftirlaunaaldur varðar en starfi fólk hjá ríki eða borg er viðkomandi bundinn við 70 ára aldurstakmarkið. „Það er ótrúlega mikill fjöldi fólks sem hefur unun af því að vinna lengur, ekki endilega fullt starf í öllum tilvikum en vissulega að vera lengur úti á vinnumarkaði,“ segir Þórunn. „Við viljum líka hvetja Íslendinga til að vera duglegri í að gerast sjálfboðaliðar. Við erum langt á eftir öðrum þjóðum í þeim málum. Í Danmörku starfa um 43% eldri borgara við sjálfboðaliðastörf en ég giska á að á Íslandi séu þeir 10-15%. Við ætlum að vekja athygli á þessu á næstunni.“ Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Heilbrigðismál Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Sjá meira
Málaflokkur eldri borgara er flókinn og ber þessi merki að heildarsýn hafi skort í gegnum árin. Þó að margt sé mjög vel gert eru einnig margir þættir þar sem þarf verulega að gefa í enda kerfið brotakennt og erfitt að hafa yfirsýn yfir þá þjónustu sem í boði er. Þetta segir Steinunn Þórðardóttir, öldrunarlæknir á Landakoti. „Það er ótvírætt að á Landspítalanum liggur fjöldinn allur af einstaklingum sem komnir eru með samþykki fyrir hjúkrunarrými en geta ekki útskrifast þangað vegna skorts á plássum og ílengjast því á spítalanum,“ segir Steinunn. Þetta sé ekki ákjósanlegt fyrir þessa einstaklinga þar sem umhverfi bráðasjúkrahúss henti þeim illa. „Á bráðadeildum er oft erill allan sólarhringinn, flytja þarf fólk milli sjúkrastofa, það er útsett fyrir spítalasýkingum o.fl. Eins er pláss á bráðasjúkrahúsi mun dýrara úrræði en pláss á hjúkrunarheimili. Þetta veldur legurýmaskorti á sjúkrahúsinu, fólk sem þarf sannanlega innlögn getur verið fast á bráðamóttökunni dögum saman. Eins er lítið svigrúm til að taka fólk beint inn á deildir úr heimahúsi, þar með talið einstaklinga með heilabilun þar sem allt er komið í þrot heima.“ Steinunn segir það vel að stjórnvöld séu áhugasöm um að gera betur í málefnum aldraðra og hafi haft vítt samráð við bæði notendur og veitendur þjónustu við þennan hóp. „Nú er í gangi vinna við stefnu í málefnum fólks með heilabilun og er það stórt skref í rétta átt. Sambærileg stefnumótun þarf að eiga sér stað á fleiri sviðum málaflokksins og þar þarf að taka með í reikninginn fyrirsjáanlega fjölgun í elstu aldurshópunum á næstu árum.“ Verkefnið sem Steinunn telur brýnast er að stórauka þjónustu við eldra fólk í heimahúsi í samráði við heilsugæsluna, sem þyrfti að fá svigrúm og fjármagn til verksins. Efla þurfi heimahjúkrun verulega og einnig að bjóða fleiri dagþjálfunarúrræði. „Það hefur sýnt sig að kerfisbundin heilsuefling í elstu aldurshópunum skilar undraverðum árangri og eru ýmis slík tilraunaverkefni þegar í gangi hérlendis og mikil sóknarfæri þar. Eins væri mjög æskilegt að bjóða fleiri millistig milli búsetu í heimahúsi og á hjúkrunarheimili, til dæmis að bjóða valkost um sambýli fyrir þá sem eru félagslega einangraðir eða þurfa eftirlit en ekki mikla hjúkrun,“ segir Steinunn. Að lokum þyrfti að einfalda kerfið til muna. Í dag eru ótal rekstraraðilar þjónustu við aldraða, meðal annars ríki, sveitarfélög, félagasamtök, sjúklingasamtök og einkafyrirtæki. „Þetta er frumskógur fyrir þá sem starfa innan kerfisins alla daga, hvað þá fyrir utanaðkomandi. Það þarf að vera skýrt hvað er í boði, hvernig sótt er um og mikilvægt að það séu ekki margir biðlistar eftir svipuðum úrræðum í gangi. Eins er afar brýnt að bregðast við útskriftarvanda spítalans, því að það tapa allir á stöðunni þar eins og hún er í dag. Það þarf að koma á hvata til að fólk fái rétta tegund þjónustu á réttum tímapunkti.“Ingrid Kuhlman, framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar.Eldri borgarar oft sérfræðingar í lífinu Ingrid Kuhlman er þjálfari og ráðgjafi og jafnframt framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar. Hún gerði nýverið rannsókn við Buckinghamshire háskóla í Bretlandi meðal eldri borgara á Íslandi um það hvað hamingja væri fyrir þeim. Hún ræddi við 13 manns á aldrinum 70-91 árs. „Það var áhugavert að heyra hvað þau höfðu að segja. Þetta er eldra fólkið okkar, sérfræðingar í lífinu, sem er búið að ganga í gegnum súrt og sætt og hefur upplifað margt á sinni lífsleið. Við getum lært fullt af því,“ segir Ingrid. „Við þurfum að hlúa betur að þessum hópi. Það eru gerðar bæði miklar og litlar væntingar til eldri borgara að þeirra mati. Annars vegar að borga reikninga og vera til friðs, vera ekki baggi á samfélaginu en á sama tíma að vera til taks og passa barnabörn, skutla þeim og veita börnum sínum húsaskjól. Eldri borgarar þurfa að sitja við sama borð þannig að engar ákvarðanir séu teknar án þeirra. Það þarf að hlusta betur á þá og meta verðleika þeirra og reynslu.“ Þátttakendur í rannsókn Ingrid voru á sama máli um að hamingja væri eitthvað sem við sköpuðum sjálf. „Þau sögðu að maður gæti ekki bara beðið eftir hamingjunni. Maður þarf að vera sinn gæfusmiður og vera höfundur að eigin lífi,“ segir Ingrid. „Viðmælendur mínir ræddu einnig hvað það er mikilvægt að hafa jákvætt viðhorf, sætta sig við það sem maður hefur og gera það besta úr hlutunum. Það eru ekki aðrir sem eiga að skapa okkar hamingju heldur við sjálf.“ Viðmælendur sögðu það afar mikilvægt að rækta tengsl við ástvini og fólkið í kring, þá sem manni þykir vænt um. „Þau töluðu um þrjá hópa, fjölskylduna, börn og barnabörn og maka, svo ættingja og loks tengslanetið.“ Ingrid segir viðmælendur hafa verið meðvitaða um að hópurinn í þeirra aldursflokki væri að stækka og að þau þyrftu að huga vel að eigin heilsu til að bæta eigin lífsgæði. „Það er andlegur, félagslegur, og líkamlegur ávinningur af því að stunda reglulega líkamsrækt. Hún bætir svefn og léttir lundina en eykur einnig félagslega vellíðan, því oft stundar fólk líkamsrækt í hópi. Þetta hangir allt saman.“ Þá kom fram að gott væri að taka þátt í félagsstörfum og mikilvægi þess að finna fyrir því að hafa tilgang og merkingu í lífinu. „Að vera einhvers virði fyrir annað fólk. Stuðla að vellíðan annarra með því til dæmis að taka þátt í sjálfboðaliðastarfi. Vera virkur þátttakandi í samfélaginu og láta gott af sér leiða,“ segir Ingrid. „Einnig töluðu þau mörg hver um hvað það væri gott að halda áfram að læra og hafa eitthvað sem fangar hugann á hverjum degi, huga að áhugamálum svo sem listmálun, lesa bækur og ferðast. Það er svo gott að hafa eitthvað fyrir stafni og hlakka til einhvers sem veitir manni lífsfyllingu.“Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu.Vannæring vandamál meðal margra Það er staðreynd að samvirkni hreyfingar og hollrar næringar hægir á öldrunarferlinu. Aukin hreyfing og þjálfun geta seinkað því ferli að aldraðir þurfi á þjónustu að halda. „Fyrir hvern dag eða mánuð sem fólk getur seinkað því að flytja inn á hjúkrunarheimili þá er til mikils að vinna, bæði fyrir lífsgæði einstaklingsins og ekki síður fyrir samfélagið,“ segir Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu. Hann segir að þegar fólk sé komið inn á hjúkrunarheimili þurfi það yfirleitt mikla þjónustu og margir séu talsvert veikburða. „Þjónustan sem við erum að veita er til að viðhalda lífsgæðum fyrir íbúana okkar í samræmi við getu, óskir og þarfir.“ Pétur segir að vannæring sé stærsta áskorunin í þjónustunni við aldraða. „Stærsta vandamálið hjá eldra fólki á Íslandi varðandi næringu er hjá þeim sem búa í heimahúsum. Fólk sem býr við félagslega einangrun og er ekki duglegt að elda fyrir sjálft sig á það til að borða mat sem er einhæfur ef það yfir höfuð eldar,“ segir Pétur. „Á hjúkrunarheimilum eru margir sem þyngjast eftir að hafa verið illa nærðir á meðan þeir voru í biðtíma heima hjá sér.“ Aðspurður segir Pétur að maturinn sem boðið er upp á á Hrafnistu miðist við áhuga íbúa. Í augum yngra fólks kunni maturinn stundum að hljóma gamaldags. Taka þurfi tillit til þess að breytingar geta orðið á bragðupplifun vegna lyfja, sjúkdóma og fleira. Auk þess glíma margir við depurð og þreytu sem veldur því oft að matarlystin minnki sem eykur hættuna á vannæringu. „Þegar einstaklingur er kominn svo langt í lífinu þá er viðkomandi ekki að fara að breyta um lífsstíl. Fólk fær hér bara að njóta lífsins, innan skynsamlegra marka auðvitað. En við þurfum að vera dugleg að fylgjast með hópnum sem býr hjá okkur og taka tillit til þarfa fólksins enda er smekkur fólks mismunandi.“Alma Dagbjört Möller, landlæknir.Leggja þurfi áherslu á fjölmarga þætti Fjölgun aldraðra og hækkun meðalaldurs er áskorun, segir Alma Dagbjört Möller landlæknir. Hún segir að málefni aldraðra hafi verið sett í forgang og að það verði eitt af áherslumálum ársins. „Þetta er eitt af því sem ráðherra hyggst beita sér fyrir og gaf í fyrra út fyrirheit um uppbyggingu hjúkrunarheimila. Við þurfum að takast á við þessa áskorun sem málefnið er,“ segir Alma. Í desember kom út hlutaúttekt vegna alvarlegrar stöðu á bráðamóttöku og kom þar fram að of margir bíði inni á Landspítala eftir þjónustu. „Það er auðvitað ekki gott fyrir hinn aldraða að vera á röngum stað í kerfinu. Það er öðruvísi hugsað um aldraða á bráðasjúkrahúsi en á hjúkrunarheimili. Það eru miklu meiri gæði fyrir hinn aldraða að vera á hjúkrunarheimili. Þetta er ekki gott fyrir kerfið í heild líkt og við bendum á og drögum fram í þessari athugun.“ Eins brýnt og það er að fjölga hjúkrunarheimilum þarf einnig að leggja áherslu á marga aðra þætti, líkt og heimahjúkrun og heimaþjónustu, dagdvalarúrræði og samhæfingu á öldrunarþjónustu almennt. Síðast en ekki síst á heilsueflingu eldri borgara. „Við hjá embættinu erum með verkefni sem nefnist Heilsueflandi samfélag. Það skiptist í heilsueflandi leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla, vinnumarkaðinn og eldri borgara. Við höfum verið að vinna það í samstarfi við Janus Guðlaugsson en hann er með ýmis verkefni tengd hreyfingu fyrir eldri borgara. Það er margt sem kemur út úr því, ekki bara áhrif á líkamann heldur einnig samvera. Við vitum að einmanaleiki er oft vandamál hjá eldri borgunum og því fylgir þunglyndi, kvíði og fleira. En bara það að hinn aldraði sinni líkamlegri hreyfingu viðheldur það og jafnvel eykur færni og styrk, þannig að fólk geti verið lengur heima,“ segir Alma. „En hvað þennan málaflokk varðar finnst mér vitund manna vera að vakna.“Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara.Margir sem hafa unun af því að vinna lengur „Nú er ég að fara að hætta að vinna, hvað gerist þá?“ Þetta er spurning sem vaknar hjá þeim sem eru við það að komast á ellilífeyrisaldur. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, segir að fólk þurfi að byrja að hugsa út í það snemma hvaða þýðingu starfslok hafi, í raun ekki seinna en um fimmtugt. „Flest stærri fyrirtæki halda starfslokanámskeið fyrir verðandi eldri borgara þar sem kynningar fara fram en það er oft orðið of seint. Við þurfum að auka fræðslu um starfslok og sérfræðingar þurfa að leiðbeina fólki þannig að þekking verði meiri um lífeyrissjóðina,“ segir Þórunn, auk þess sé mikil umræða um breytingar á eftirlaunaaldri. „Við teljum eftirlaunaaldurinn algjörlega úreltan. Það hefur nú þegar fallið eitthvað af dómum erlendis um að það sé brot á jafnræðisreglunni og ákveðin mannréttindaskerðing að banna fólki að vinna eftir 70 ára aldur.“ Fólk á atvinnumarkaði með sérstöðu hefur fengið undanþágu til atvinnuþátttöku þótt komið sé á eftirlaunaaldur, svo sem sérgreinalæknar sem eru með stofu. Á almennum vinnumarkaði og í sjálfstæðum rekstri eru ekki jafn strangar reglur hvað eftirlaunaaldur varðar en starfi fólk hjá ríki eða borg er viðkomandi bundinn við 70 ára aldurstakmarkið. „Það er ótrúlega mikill fjöldi fólks sem hefur unun af því að vinna lengur, ekki endilega fullt starf í öllum tilvikum en vissulega að vera lengur úti á vinnumarkaði,“ segir Þórunn. „Við viljum líka hvetja Íslendinga til að vera duglegri í að gerast sjálfboðaliðar. Við erum langt á eftir öðrum þjóðum í þeim málum. Í Danmörku starfa um 43% eldri borgara við sjálfboðaliðastörf en ég giska á að á Íslandi séu þeir 10-15%. Við ætlum að vekja athygli á þessu á næstunni.“
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Heilbrigðismál Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Sjá meira