Kaup eftir þrot ekki tilviljun Helgi Vífill Júlíusson skrifar 4. apríl 2019 07:30 Sveinn Þórarinsson greinandi segir að PAR hljóti að vilja koma manni að í stórn Icelandair. Vísir/vilhelm Sveinn Þórarinsson, greinandi hjá Landsbankanum, segir að það sé líklega ekki tilviljun að bandaríska fjárfestingarfélagið PAR Capital Management hafi keypt 11,5 prósenta hlut í Icelandair Group skömmu eftir að WOW air varð gjaldþrota. „Til skamms tíma hefur það bætt rekstrarumhverfi Icelandair Group,“ segir hann. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að viðræður um kaupin hafi tekið örfáa daga og nefnir að flugfélagið hafi í nokkur ár átt í samtölum við starfsmenn fjárfestingarfélagsins án þess að rætt hafi verið um fjárfestingar. „Við höfum ekki markvisst verið að leita að erlendum fjárfestum.“Sveinn Þórarinsson, greinandi hjá Landsbankanum.Sveinn segir að kaupin gætu reynt á stjórnendur Icelandair Group því eflaust muni PAR Capital Management kalla eftir umtalsverðum breytingum eftir erfiða tíma í rekstri fyrirtækisins. Icelandair Group tapaði 55,6 milljónum dollara af rekstri í fyrra, jafnvirði 6,7 milljarða króna. Viðræður við bandaríska fjárfestingafélagið PAR Capital Management um kaup á 11,5 prósenta hlut í Icelandair Group fyrir 5,6 milljarða króna gengu hratt fyrir sig. „Þetta gerðist á örfáum dögum,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, og nefnir að flugfélagið hafi í nokkur ár átt í samtölum við starfsmenn fjárfestingafélagsins án þess að rætt hafi verið um fjárfestingar. „Við höfum ekki markvisst verið að leita að erlendum fjárfestum,“ segir hann. Að mati Sveins Þórarinssonar, greinanda hjá Landsbankanum, er það líklega ekki tilviljun að PAR Capital Management skuli fjárfesta eftir að WOW air varð gjaldþrota. „Til skamms tíma hefur það bætt rekstrarumhverfi Icelandair Group. Ef ferðaþjónustan á Íslandi heldur áfram að vaxa munu erlend f lugfélög horfa til þess að fljúga hingað í meira mæli. Það er hægðarleikur fyrir burðug félög að bæta við flugi nokkrum sinnum í viku til Íslands,“ segir hann. Á meðal helstu eigna sjóðsins eru bandarísku flugfélögin United Airlines, Delta, Southwest Airlines, JetBlue og bókunarvefurinn Expedia. Bogi Nils segir að það sé traustsyfirlýsing að reyndur fjárfestir í f lugrekstri hafi fjárfest í Icelandair Group og íslenskri ferðaþjónustu. „Við þurfum fjölbreyttari flóru fjárfesta á landinu,“ segir hann. Sveinn segir að kaupin gætu reynt á stjórnendur Icelandair Group því PAR Capital Management gæti kallað eftir breytingum í rekstri fyrirtækisins. Icelandair Group tapaði 55,6 milljónum dollara af rekstri í fyrra, jafnvirði 6,7 milljarða króna.Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group.„PAR Capital Management hlýtur að vilja mann í stjórn Icelandair Group eftir kaupin. Ég get ekki ímyndað mér annað en að þeir hafi myndað sér skoðun á hvað þurfi að gera til að koma rekstrinum í rétt horf. Stóra spurningin er að hvað miklu leyti það verður. Sjá þeir tækifæri í hagræðingu, samsetningu flugvélaflotans, frekari vöxt eða í að draga saman seglin um stundarsakir? Kannski eru þeir bara sáttir við sýn og stefnu núverandi stjórnenda. Það verður fróðlegt að fylgjast með því. Það hefur aðeins skort á að hluthafar hafi skýra framtíðarsýn á rekstur Icelandair Group. Vonandi breytist það með þessum kaupum. Þetta ferli mun taka nokkurn tíma, það á eftir að boða til hluthafafundar og kjósa í stjórn og þá kemur í ljós hvort breytingar verða,“ segir Sveinn. Bogi Nils segir að ekki hafi verið rætt um hvað þurfi að bæta í rekstri Icelandair Group. „Ég tel að þeir væru ekki að fjárfesta í fyrirtækinu ef þeir hefðu ekki trú á því sem við erum að gera; viðskiptamódelinu, stjórnendahópnum og svo framvegis.“ PAR Capital Management mun leggja Icelandair Group til 5,6 milljarða króna af nýju hlutafé. Kaupverðið samsvarar meðal dagsloka gengi síðustu þriggja mánaða. Icelandair Group mun boða til hluthafafundar sem haldinn verður 24. apríl. Bogi Nils segir að það sé verið að styrkja efnahag Icelandair Group „til að takast á við tækifærin sem eru á borðinu“. Efnahagurinn þurfi að vera burðugur til að mæta óvæntum áföllum sem ekki sé hægt að hafa stjórn á. Á aðalfundi Icelandair Group í mars kom fram að það komi til greina að Icelandair Group efni ekki til hlutafjárútboðs að svo stöddu gangi salan á Ice landair Hotels vel og það verði ekki frekari breytingar á samkeppnisumhverfinu. Bogi Nils segir að nú hafi orðið verulegar breytingar á samkeppnisumhverfinu. „Það er ekki síst þess vegna sem við erum að fara í hlutafjáraukningu,“ segir hann Birtist í Fréttablaðinu Icelandair Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Sjá meira
Sveinn Þórarinsson, greinandi hjá Landsbankanum, segir að það sé líklega ekki tilviljun að bandaríska fjárfestingarfélagið PAR Capital Management hafi keypt 11,5 prósenta hlut í Icelandair Group skömmu eftir að WOW air varð gjaldþrota. „Til skamms tíma hefur það bætt rekstrarumhverfi Icelandair Group,“ segir hann. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að viðræður um kaupin hafi tekið örfáa daga og nefnir að flugfélagið hafi í nokkur ár átt í samtölum við starfsmenn fjárfestingarfélagsins án þess að rætt hafi verið um fjárfestingar. „Við höfum ekki markvisst verið að leita að erlendum fjárfestum.“Sveinn Þórarinsson, greinandi hjá Landsbankanum.Sveinn segir að kaupin gætu reynt á stjórnendur Icelandair Group því eflaust muni PAR Capital Management kalla eftir umtalsverðum breytingum eftir erfiða tíma í rekstri fyrirtækisins. Icelandair Group tapaði 55,6 milljónum dollara af rekstri í fyrra, jafnvirði 6,7 milljarða króna. Viðræður við bandaríska fjárfestingafélagið PAR Capital Management um kaup á 11,5 prósenta hlut í Icelandair Group fyrir 5,6 milljarða króna gengu hratt fyrir sig. „Þetta gerðist á örfáum dögum,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, og nefnir að flugfélagið hafi í nokkur ár átt í samtölum við starfsmenn fjárfestingafélagsins án þess að rætt hafi verið um fjárfestingar. „Við höfum ekki markvisst verið að leita að erlendum fjárfestum,“ segir hann. Að mati Sveins Þórarinssonar, greinanda hjá Landsbankanum, er það líklega ekki tilviljun að PAR Capital Management skuli fjárfesta eftir að WOW air varð gjaldþrota. „Til skamms tíma hefur það bætt rekstrarumhverfi Icelandair Group. Ef ferðaþjónustan á Íslandi heldur áfram að vaxa munu erlend f lugfélög horfa til þess að fljúga hingað í meira mæli. Það er hægðarleikur fyrir burðug félög að bæta við flugi nokkrum sinnum í viku til Íslands,“ segir hann. Á meðal helstu eigna sjóðsins eru bandarísku flugfélögin United Airlines, Delta, Southwest Airlines, JetBlue og bókunarvefurinn Expedia. Bogi Nils segir að það sé traustsyfirlýsing að reyndur fjárfestir í f lugrekstri hafi fjárfest í Icelandair Group og íslenskri ferðaþjónustu. „Við þurfum fjölbreyttari flóru fjárfesta á landinu,“ segir hann. Sveinn segir að kaupin gætu reynt á stjórnendur Icelandair Group því PAR Capital Management gæti kallað eftir breytingum í rekstri fyrirtækisins. Icelandair Group tapaði 55,6 milljónum dollara af rekstri í fyrra, jafnvirði 6,7 milljarða króna.Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group.„PAR Capital Management hlýtur að vilja mann í stjórn Icelandair Group eftir kaupin. Ég get ekki ímyndað mér annað en að þeir hafi myndað sér skoðun á hvað þurfi að gera til að koma rekstrinum í rétt horf. Stóra spurningin er að hvað miklu leyti það verður. Sjá þeir tækifæri í hagræðingu, samsetningu flugvélaflotans, frekari vöxt eða í að draga saman seglin um stundarsakir? Kannski eru þeir bara sáttir við sýn og stefnu núverandi stjórnenda. Það verður fróðlegt að fylgjast með því. Það hefur aðeins skort á að hluthafar hafi skýra framtíðarsýn á rekstur Icelandair Group. Vonandi breytist það með þessum kaupum. Þetta ferli mun taka nokkurn tíma, það á eftir að boða til hluthafafundar og kjósa í stjórn og þá kemur í ljós hvort breytingar verða,“ segir Sveinn. Bogi Nils segir að ekki hafi verið rætt um hvað þurfi að bæta í rekstri Icelandair Group. „Ég tel að þeir væru ekki að fjárfesta í fyrirtækinu ef þeir hefðu ekki trú á því sem við erum að gera; viðskiptamódelinu, stjórnendahópnum og svo framvegis.“ PAR Capital Management mun leggja Icelandair Group til 5,6 milljarða króna af nýju hlutafé. Kaupverðið samsvarar meðal dagsloka gengi síðustu þriggja mánaða. Icelandair Group mun boða til hluthafafundar sem haldinn verður 24. apríl. Bogi Nils segir að það sé verið að styrkja efnahag Icelandair Group „til að takast á við tækifærin sem eru á borðinu“. Efnahagurinn þurfi að vera burðugur til að mæta óvæntum áföllum sem ekki sé hægt að hafa stjórn á. Á aðalfundi Icelandair Group í mars kom fram að það komi til greina að Icelandair Group efni ekki til hlutafjárútboðs að svo stöddu gangi salan á Ice landair Hotels vel og það verði ekki frekari breytingar á samkeppnisumhverfinu. Bogi Nils segir að nú hafi orðið verulegar breytingar á samkeppnisumhverfinu. „Það er ekki síst þess vegna sem við erum að fara í hlutafjáraukningu,“ segir hann
Birtist í Fréttablaðinu Icelandair Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Sjá meira