Verði betra að búa á Íslandi með algjöru afnámi verðtryggingarinnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. apríl 2019 08:45 Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra kynnir hér verðtryggingaráætlun ríkisstjórnarinnar á blaðamannafundi í gærkvöldi. Vísir/vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar til takmarkanna á verðtryggingunni fyrstu skref í átt að algjöru afnámi hennar. Með því verði betra að búa á Íslandi en áður fyrr. Þetta kom fram í máli ráðherra í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Í gærkvöldi, eftir langa bið, voru aðgerðir ríkisstjórnarinnar til afnáms verðtryggingarinnar kynntar í Ráðherrabústaðnum í kjölfar undirritunar kjarasamninga í húsakynnum ríkissáttasemjara. Með aðgerðum stjórnvalda verður óheimilt frá og með ársbyrjun árið 2020 að veita verðtryggð jafngreiðslulán til lengri tíma en 25 ára. Á sama tíma verður lágmarkstími verðtryggðra lána lengdur úr fimm árum í tíu ár. Sigurður Ingi sagði þessar aðgerðir klárlega fyrstu skref í átt að því að afnema verðtrygginguna alveg. „Algjörlega, klárlega. Þetta eru það stór skref að það er mikill stuðningur við að fara að taka lán óverðtryggt. Ég hef þá sýn að innan tíu ára verði mjög fáir búnir að taka verðtryggð lán og þá verður náttúrulega markaðurinn gjörbreyttur á þessu sviði,“ sagði Sigurður Ingi. „Ef við höldum áfram á þessari braut þá verður verðbólgan ekki vandamálið og þá verða þessi óverðtryggðu lán líka betri fyrir okkur heldur en hitt og við förum að eignast stærri hluta í húsunum okkar líkt og annars staðar. Þannig að, svarið er kannski bara já! Það verður betra að búa á Íslandi á næstunni heldur en hér áður fyrr.“ Út spurðist um aðgerðir ríkisstjórnarinnar strax í gær, áður en kjarasamningar voru undirritaðir og Lífskjarasamningurinn svokallaði kynntur. Gylfi Magnússon, fyrrverandi fjármálaráðherra og dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, er á meðal þeirra sem gagnrýndu tillögur stjórnvalda um verðtrygginguna harðlega. „Veit ekki hvort það er rétt en það er erfitt að sjá einhvern ávinning fyrir nokkurn mann af því, sérstaklega ekki ungt fólk sem er að kaupa sitt fyrsta húsnæði,“ sagði Gylfi m.a. um væntanlegt afnám verðtryggingarinnar í pistli sem hann birti í gær. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir 17 þúsund króna hækkun strax og 26 þúsund króna eingreiðsla handan við hornið Kjarasamningar verslunar-, skrifstofu- og verkafólks sem undirritaðir voru í dag gilda frá 1. apríl síðastliðnum og til 1. nóvember 2022. Um er að ræða þriggja ára og átta mánaða samningstíma. 4. apríl 2019 00:26 Vinnuvikan verði 36 stundir Í nýundirrituðum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum er að finna ákvæði um styttingu vinnuvikunnar. 3. apríl 2019 23:54 Svona ætlar ríkisstjórnin að beita sér fyrir afnámi verðtryggingarinnar Frá og með ársbyrjun árið 2020 verður óheimilt að veita verðtryggð jafngreiðslulán til lengri tíma en 25 ára. Á sama tíma verður lágmarkstími verðtryggðra lána lengdur úr fimm árum í tíu ár. 3. apríl 2019 23:27 Vonar að þeir sem koma fram við hagkerfið sem leikfang axli ábyrgð Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði í viðtali við fréttastofu rétt í þessu að Efling hefði stefnt að hækkun lágmarkslauna upp í 425 þúsund krónur en þessi samningur skili um 72 prósentum af þeirri kröfu. 4. apríl 2019 00:18 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar til takmarkanna á verðtryggingunni fyrstu skref í átt að algjöru afnámi hennar. Með því verði betra að búa á Íslandi en áður fyrr. Þetta kom fram í máli ráðherra í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Í gærkvöldi, eftir langa bið, voru aðgerðir ríkisstjórnarinnar til afnáms verðtryggingarinnar kynntar í Ráðherrabústaðnum í kjölfar undirritunar kjarasamninga í húsakynnum ríkissáttasemjara. Með aðgerðum stjórnvalda verður óheimilt frá og með ársbyrjun árið 2020 að veita verðtryggð jafngreiðslulán til lengri tíma en 25 ára. Á sama tíma verður lágmarkstími verðtryggðra lána lengdur úr fimm árum í tíu ár. Sigurður Ingi sagði þessar aðgerðir klárlega fyrstu skref í átt að því að afnema verðtrygginguna alveg. „Algjörlega, klárlega. Þetta eru það stór skref að það er mikill stuðningur við að fara að taka lán óverðtryggt. Ég hef þá sýn að innan tíu ára verði mjög fáir búnir að taka verðtryggð lán og þá verður náttúrulega markaðurinn gjörbreyttur á þessu sviði,“ sagði Sigurður Ingi. „Ef við höldum áfram á þessari braut þá verður verðbólgan ekki vandamálið og þá verða þessi óverðtryggðu lán líka betri fyrir okkur heldur en hitt og við förum að eignast stærri hluta í húsunum okkar líkt og annars staðar. Þannig að, svarið er kannski bara já! Það verður betra að búa á Íslandi á næstunni heldur en hér áður fyrr.“ Út spurðist um aðgerðir ríkisstjórnarinnar strax í gær, áður en kjarasamningar voru undirritaðir og Lífskjarasamningurinn svokallaði kynntur. Gylfi Magnússon, fyrrverandi fjármálaráðherra og dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, er á meðal þeirra sem gagnrýndu tillögur stjórnvalda um verðtrygginguna harðlega. „Veit ekki hvort það er rétt en það er erfitt að sjá einhvern ávinning fyrir nokkurn mann af því, sérstaklega ekki ungt fólk sem er að kaupa sitt fyrsta húsnæði,“ sagði Gylfi m.a. um væntanlegt afnám verðtryggingarinnar í pistli sem hann birti í gær.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir 17 þúsund króna hækkun strax og 26 þúsund króna eingreiðsla handan við hornið Kjarasamningar verslunar-, skrifstofu- og verkafólks sem undirritaðir voru í dag gilda frá 1. apríl síðastliðnum og til 1. nóvember 2022. Um er að ræða þriggja ára og átta mánaða samningstíma. 4. apríl 2019 00:26 Vinnuvikan verði 36 stundir Í nýundirrituðum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum er að finna ákvæði um styttingu vinnuvikunnar. 3. apríl 2019 23:54 Svona ætlar ríkisstjórnin að beita sér fyrir afnámi verðtryggingarinnar Frá og með ársbyrjun árið 2020 verður óheimilt að veita verðtryggð jafngreiðslulán til lengri tíma en 25 ára. Á sama tíma verður lágmarkstími verðtryggðra lána lengdur úr fimm árum í tíu ár. 3. apríl 2019 23:27 Vonar að þeir sem koma fram við hagkerfið sem leikfang axli ábyrgð Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði í viðtali við fréttastofu rétt í þessu að Efling hefði stefnt að hækkun lágmarkslauna upp í 425 þúsund krónur en þessi samningur skili um 72 prósentum af þeirri kröfu. 4. apríl 2019 00:18 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
17 þúsund króna hækkun strax og 26 þúsund króna eingreiðsla handan við hornið Kjarasamningar verslunar-, skrifstofu- og verkafólks sem undirritaðir voru í dag gilda frá 1. apríl síðastliðnum og til 1. nóvember 2022. Um er að ræða þriggja ára og átta mánaða samningstíma. 4. apríl 2019 00:26
Vinnuvikan verði 36 stundir Í nýundirrituðum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum er að finna ákvæði um styttingu vinnuvikunnar. 3. apríl 2019 23:54
Svona ætlar ríkisstjórnin að beita sér fyrir afnámi verðtryggingarinnar Frá og með ársbyrjun árið 2020 verður óheimilt að veita verðtryggð jafngreiðslulán til lengri tíma en 25 ára. Á sama tíma verður lágmarkstími verðtryggðra lána lengdur úr fimm árum í tíu ár. 3. apríl 2019 23:27
Vonar að þeir sem koma fram við hagkerfið sem leikfang axli ábyrgð Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði í viðtali við fréttastofu rétt í þessu að Efling hefði stefnt að hækkun lágmarkslauna upp í 425 þúsund krónur en þessi samningur skili um 72 prósentum af þeirri kröfu. 4. apríl 2019 00:18