ASÍ segir þetta mestu breytingu á vinnutíma í hálfa öld en í tilkynningu frá Eflingu segir að ákvæðið feli ekki í sér neina tryggingu fyrir því að vinnutími verði styttur hjá verkafólki.
Ef kjarasamningarnir verða samþykktir liggur fyrir ákvæði í fimmta kafla þeirra um að vinnuvikan verði stytt úr 40 tímum niður í 36 tíma. Ákvæðið gerir þó ekki kröfu um að allir vinnustaðir ráðist íþá breytingu, hún er valkvæð. Hægt er að byrja ferlið um leið og samningar eru íöruggri höfn. Starfsfólk og/eða atvinnurekendur geta þá farið fram á að kosning verði gerðá vinnustaðnum um framkvæmdina.
Ýmsar leiðir í boði
Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir ýmsar leiðir í boði. Sérhver vinnudagur gæti styst um 53 mínútur á hverjum degi. Á föstudögum gæti fólk lokið störfum í kringum hádegi, eða það veriðí fríi annan hvern föstudag. En á þeim vinnustöðum þar sem vélar stjórna hraða gætu starfsmenn og atvinnurekendur komist að samkomulagi um að útfæra hvíldarhléin upp á nýtt.„Þá setja menn bara upp þann valkost sem þeim hugnast bestur og síðan greiða þeir atkvæði um þaðí leynilegri atkvæðagreiðslu með aðkomu stéttarfélagsins. Þessi ákvörðun er þá tekin lýðræðislega í heildina,“ segir Flosi.
Aðspurður hvernig fari ef fólk er almennt ekki sammála um útfærsluna, eins og á stórum vinnustöðum segir hann lýðræðið þannig að meiri hlutinn ræður. Eftir kosningu liggi fyrir hvað fólk óskar sér og farið verður eftir fjöldanum.
„Við ræddum reyndar líka að í mjög stórum fyrirtækjum með deildaskipta starfsemi, eða ólíkar starfsstöðvar, þá þarf að gæta þess að skrifstofufólk sé ekki að kjósa um fyrirkomulag hjá útivinnufólki og öfugt. Það eru allskonar útfærslur sem þarf að hafa í huga og þættir sem þarf að gæta að. Almennt séð þá er það niðurstaðan í atkvæðagreiðslu sem ræður fyrirkomulagi,“ segir hann.