Hæðast að ummælum Trump um vindtúrbínur og krabbamein Samúel Karl Ólason skrifar 4. apríl 2019 15:45 Trump hefur lengi verið mótfallinn vindtúrbínum og hefur það viðhorfa hans að miklu leiti verið rekið til deilna hans við yfirvöld í Skotlandi eftir að túrbínur voru settar upp skammt frá golfvelli hans. Vísir/Getty Eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í gær að hljóðið frá vindtúrbínum olli krabbameini hefur mikið grín verið gert að forsetanum á samfélagsmiðlum og í sjónvarpi. Trump hefur lengi verið mótfallinn vindtúrbínum og hefur það viðhorfa hans að miklu leiti verið rekið til deilna hans við yfirvöld í Skotlandi eftir að túrbínur voru settar upp skammt frá golfvelli hans. Hann hefur ítrekað sagt að vindtúrbínur, sem hann kallar alltaf vindmyllur sem virðist vera lenskan í Bandaríkjunum, séu ljótar og háværar, þær drepi gífurlegan fjölda fugla og að þær séu slæm fjárfesting þar sem auðvelt sé að sprengja þær í loft upp í stríði. Chuck Grassley, þingmaður Repúblikanaflokksins, sagði ummæli Trump vera heimskuleg. Trump bætti þó einni ástæðu við þann lista á þriðjudagskvöldið. Þá sagði hann að hljóðið frá vindtúrbínum valdi krabbameini. Sem það gerir auðvitað ekki. Ef svo væri hefði það verið hættulegt af forsetanum að leika hljóðið eftir í ræðu hans eins og hann gerði.Þáttastjórnandi Trevor Noah kafaði djúpt í deilur Trump við Vindtúrbínur og tók saman fjölmörg ummæli hans þar að lútandi.Stephen Colbert sagði einnig frá ummælum Trump og grínaðist með að forsetinn virtist líta á vindtúrbínur sem mikla ógn við Bandaríkin. Hann sagði augljóst að vindtúrbínur valdi krabbameini. Það væri auðvitað ástæða þess að allir Hollendingar hefðu dáið. Þar var hann auðvitað að grínast. Hollendingar eru í góðu ásigkomulagi. Colbert sagði hljóð ekki valda krabbameini en hann stæði þó í þeirri trú að það að hlusta á Trump gæti valdið heilaskemmdum.Seth Meyers tók ummælin einnig til skoðunar og velti vöngum yfir því hvort að vindtúrbínur ættu að vera helsti andstæðingur Trump í forsetakosningunum á næsta ári.Þegar Mercedes Schlapp, ein af talskonum Trump, var spurð að því í gær hvort hljóð frá vindtúrbínum væri krabbameinsvaldandi, sagðist hún ekki geta svarað þeirri spurningu, sem er ótrúlegt.Question: "Do wind turbines cause cancer?" Mercedes Schlapp, White House Director of Strategic Communications: "I don't have an answer to that." pic.twitter.com/cxcZHQoov2 — The Hill (@thehill) April 3, 2019 Donald Trump Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira
Eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í gær að hljóðið frá vindtúrbínum olli krabbameini hefur mikið grín verið gert að forsetanum á samfélagsmiðlum og í sjónvarpi. Trump hefur lengi verið mótfallinn vindtúrbínum og hefur það viðhorfa hans að miklu leiti verið rekið til deilna hans við yfirvöld í Skotlandi eftir að túrbínur voru settar upp skammt frá golfvelli hans. Hann hefur ítrekað sagt að vindtúrbínur, sem hann kallar alltaf vindmyllur sem virðist vera lenskan í Bandaríkjunum, séu ljótar og háværar, þær drepi gífurlegan fjölda fugla og að þær séu slæm fjárfesting þar sem auðvelt sé að sprengja þær í loft upp í stríði. Chuck Grassley, þingmaður Repúblikanaflokksins, sagði ummæli Trump vera heimskuleg. Trump bætti þó einni ástæðu við þann lista á þriðjudagskvöldið. Þá sagði hann að hljóðið frá vindtúrbínum valdi krabbameini. Sem það gerir auðvitað ekki. Ef svo væri hefði það verið hættulegt af forsetanum að leika hljóðið eftir í ræðu hans eins og hann gerði.Þáttastjórnandi Trevor Noah kafaði djúpt í deilur Trump við Vindtúrbínur og tók saman fjölmörg ummæli hans þar að lútandi.Stephen Colbert sagði einnig frá ummælum Trump og grínaðist með að forsetinn virtist líta á vindtúrbínur sem mikla ógn við Bandaríkin. Hann sagði augljóst að vindtúrbínur valdi krabbameini. Það væri auðvitað ástæða þess að allir Hollendingar hefðu dáið. Þar var hann auðvitað að grínast. Hollendingar eru í góðu ásigkomulagi. Colbert sagði hljóð ekki valda krabbameini en hann stæði þó í þeirri trú að það að hlusta á Trump gæti valdið heilaskemmdum.Seth Meyers tók ummælin einnig til skoðunar og velti vöngum yfir því hvort að vindtúrbínur ættu að vera helsti andstæðingur Trump í forsetakosningunum á næsta ári.Þegar Mercedes Schlapp, ein af talskonum Trump, var spurð að því í gær hvort hljóð frá vindtúrbínum væri krabbameinsvaldandi, sagðist hún ekki geta svarað þeirri spurningu, sem er ótrúlegt.Question: "Do wind turbines cause cancer?" Mercedes Schlapp, White House Director of Strategic Communications: "I don't have an answer to that." pic.twitter.com/cxcZHQoov2 — The Hill (@thehill) April 3, 2019
Donald Trump Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira