Telur verkfræðinga tilbúna að taka á sig hlutfallslega lægri launahækkun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. apríl 2019 15:51 Kjarasamningar á almenna vinnumarkaðnum voru undirritaðir í húsakynnum ríkissáttasemjara í gærkvöldi. Kjarasamningar á opinbera markaðnum eru lausir og verkfræðingar eru á meðal þeirra sem eiga eftir að semja. Birkir Hrafn Jóakimsson er formaður kjaradeildar VFÍ. Birkir Hrafn Jóakimsson, formaður kjaradeildar Verkfræðingafélags Íslands og byggingarverkfræðingar hjá Vegagerðinni, segist telja að ef það sé hluti af einhverri sátt að taka á sig hlutfallslega lægri hækkun launa til þess að rétta hlut þeirra lægst launuðu þá séu félagsmenn tilbúnir í það. Hann tekur þó fram að stjórn kjaradeildarinnar hafi ekki fundað eftir að kjarasamningar á almenna vinnumarkaðnum voru undirritaðir í gær og að enn eigi eftir að ræða við bakland félagsins. Þetta sé hins vegar hans skoðun og tilfinning fyrir málinu. Samningar hjá verkfræðingum sem starfa í opinbera geiranum, það er hjá ríki, borg og sveitarfélögum, losnuðu um síðustu mánaðamót. Samningar aðildarfélaga BHM á opinbera markaðnum losnuðu þá einnig en Verkfræðingafélag Íslands stendur utan BHM. Birkir segir að viðræður séu ekki hafnar við samningsaðila félagsins á opinbera markaðnum. „Við höfum aldrei byrjað fyrr en stóru samningarnir hafa verið afstaðnir. En við erum í startholunum, það er búið að skipa í allar samninganefndir og slíkt,“ segir Birkir en enn er verið að vinna í kröfugerðinni. Birkir segir að nú sé í raun einn kjarasamningur laus hjá verkfræðingum en hver og ein stofnun geri síðan stofnanasamning. Þeir séu þó ekki endilega að renna út þó að kjarasamningar losni enda séu þeir gjarnan ótímabundnir.Tímabært að gera samning þar sem hlutur þeirra lægst launuðu sé réttur Samkvæmt samningunum sem undirritaðir voru í gær hækka laun samkvæmt krónutölu en ekki prósentustigum eins og verið hefur venjan í kjarasamningum hérlendis. Krónutöluhækkanirnar þýða að þeir sem lægstu launin hafa hækka hlutfallslega meira í launum en þeir sem hafa hærri tekjur. Verkfræðingar eru ekki á meðal tekjulægstu hópa samfélagsins. Aðspurður hvort að félagsmenn muni því sætta sig mögulega við það fá hlutfallslega lægri hækkun launa í nýjum kjarasamningum sé mið tekið af samningunum sem undirritaðir voru í gær segir Birkir: „Við höfum ekki fundað eftir að þessir samningar voru undirritaðir þannig að þetta er meira mín persónulega skoðun. En í fljótu bragði þá finnst mér tímabært að gera svona samning, það er að það sé aðeins verið að rétta hlut þeirra lægst launuðu. Ef það er hluti af einhverri sátt að taka á sig hlutfallslega lægri hækkun þá held ég að sé fólk tilbúið í það.“ Birkir bendir jafnframt á að nýndirritaðir samningar virðast snúast um meira en launahækkanir. „Þetta virðist mikið til réttindasamningur, til að mynda hvað varðar vinnutímastyttingu, þannig að þetta virðist vera miklu víðtækari samningur en bara um launahækkanirnar,“ segir Birkir. Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ætla að setja aukinn þunga í viðræður á opinberum markaði Á opinberum vinnumarkaði losnuðu í heildina 152 kjarasamningar um síðustu mánaðarmót. Þumalputtareglan er sú að almenni vinnumarkaðurinn semji á undan hinum opinbera og því hafa samningaviðræður þar verið á rólegri nótum. 4. apríl 2019 12:57 Menntun verði metin til launa en ekki ávísun á skuldaklafa Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir of snemmt að segja til um það hver viðbrögðin verða innan aðildarfélaga bandalagsins við nýundirrituðum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum. 4. apríl 2019 14:15 Verði betra að búa á Íslandi með algjöru afnámi verðtryggingarinnar Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar til takmarkanna á verðtryggingunni fyrstu skref í átt að algjöru afnámi hennar. 4. apríl 2019 08:45 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Birkir Hrafn Jóakimsson, formaður kjaradeildar Verkfræðingafélags Íslands og byggingarverkfræðingar hjá Vegagerðinni, segist telja að ef það sé hluti af einhverri sátt að taka á sig hlutfallslega lægri hækkun launa til þess að rétta hlut þeirra lægst launuðu þá séu félagsmenn tilbúnir í það. Hann tekur þó fram að stjórn kjaradeildarinnar hafi ekki fundað eftir að kjarasamningar á almenna vinnumarkaðnum voru undirritaðir í gær og að enn eigi eftir að ræða við bakland félagsins. Þetta sé hins vegar hans skoðun og tilfinning fyrir málinu. Samningar hjá verkfræðingum sem starfa í opinbera geiranum, það er hjá ríki, borg og sveitarfélögum, losnuðu um síðustu mánaðamót. Samningar aðildarfélaga BHM á opinbera markaðnum losnuðu þá einnig en Verkfræðingafélag Íslands stendur utan BHM. Birkir segir að viðræður séu ekki hafnar við samningsaðila félagsins á opinbera markaðnum. „Við höfum aldrei byrjað fyrr en stóru samningarnir hafa verið afstaðnir. En við erum í startholunum, það er búið að skipa í allar samninganefndir og slíkt,“ segir Birkir en enn er verið að vinna í kröfugerðinni. Birkir segir að nú sé í raun einn kjarasamningur laus hjá verkfræðingum en hver og ein stofnun geri síðan stofnanasamning. Þeir séu þó ekki endilega að renna út þó að kjarasamningar losni enda séu þeir gjarnan ótímabundnir.Tímabært að gera samning þar sem hlutur þeirra lægst launuðu sé réttur Samkvæmt samningunum sem undirritaðir voru í gær hækka laun samkvæmt krónutölu en ekki prósentustigum eins og verið hefur venjan í kjarasamningum hérlendis. Krónutöluhækkanirnar þýða að þeir sem lægstu launin hafa hækka hlutfallslega meira í launum en þeir sem hafa hærri tekjur. Verkfræðingar eru ekki á meðal tekjulægstu hópa samfélagsins. Aðspurður hvort að félagsmenn muni því sætta sig mögulega við það fá hlutfallslega lægri hækkun launa í nýjum kjarasamningum sé mið tekið af samningunum sem undirritaðir voru í gær segir Birkir: „Við höfum ekki fundað eftir að þessir samningar voru undirritaðir þannig að þetta er meira mín persónulega skoðun. En í fljótu bragði þá finnst mér tímabært að gera svona samning, það er að það sé aðeins verið að rétta hlut þeirra lægst launuðu. Ef það er hluti af einhverri sátt að taka á sig hlutfallslega lægri hækkun þá held ég að sé fólk tilbúið í það.“ Birkir bendir jafnframt á að nýndirritaðir samningar virðast snúast um meira en launahækkanir. „Þetta virðist mikið til réttindasamningur, til að mynda hvað varðar vinnutímastyttingu, þannig að þetta virðist vera miklu víðtækari samningur en bara um launahækkanirnar,“ segir Birkir.
Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ætla að setja aukinn þunga í viðræður á opinberum markaði Á opinberum vinnumarkaði losnuðu í heildina 152 kjarasamningar um síðustu mánaðarmót. Þumalputtareglan er sú að almenni vinnumarkaðurinn semji á undan hinum opinbera og því hafa samningaviðræður þar verið á rólegri nótum. 4. apríl 2019 12:57 Menntun verði metin til launa en ekki ávísun á skuldaklafa Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir of snemmt að segja til um það hver viðbrögðin verða innan aðildarfélaga bandalagsins við nýundirrituðum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum. 4. apríl 2019 14:15 Verði betra að búa á Íslandi með algjöru afnámi verðtryggingarinnar Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar til takmarkanna á verðtryggingunni fyrstu skref í átt að algjöru afnámi hennar. 4. apríl 2019 08:45 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Ætla að setja aukinn þunga í viðræður á opinberum markaði Á opinberum vinnumarkaði losnuðu í heildina 152 kjarasamningar um síðustu mánaðarmót. Þumalputtareglan er sú að almenni vinnumarkaðurinn semji á undan hinum opinbera og því hafa samningaviðræður þar verið á rólegri nótum. 4. apríl 2019 12:57
Menntun verði metin til launa en ekki ávísun á skuldaklafa Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir of snemmt að segja til um það hver viðbrögðin verða innan aðildarfélaga bandalagsins við nýundirrituðum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum. 4. apríl 2019 14:15
Verði betra að búa á Íslandi með algjöru afnámi verðtryggingarinnar Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar til takmarkanna á verðtryggingunni fyrstu skref í átt að algjöru afnámi hennar. 4. apríl 2019 08:45