Forstjóri Icelandair vindur ofan af röngum ákvörðunum og vill meira út úr starfsfólki sínu Birgir Olgeirsson skrifar 4. apríl 2019 18:08 Vél Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm Forstjóri Icelandair segir fyrirtækið hafa einblínt of á vöxt í stað arðsemi og vill meira út úr starfsmönnum sínum. Þetta segir Bogi Nils Bogason í viðtali við breska tímaritið Financial Times þar sem er sagt frá því að fyrirtækið hafi skilað tapi árið 2018 sem er í fyrsta sinn í áratug sem það gerist. „Frá árinu 2009 höfum við einblínt mikið á vöxt fyrirtækisins en þegar þú gerir það þá ertu ekki að beina sjónum þínum að kostnaði,“ er haft eftir Boga. „Við erum að borga flugmönnunum og áhöfn vélanna góð laun en það er tækifæri til að ná meira út úr því,“ segir forstjórinn. Icelandair átti tvívegis í viðræðum við WOW air um að taka yfir hið síðarnefnda. Bogi segir WOW air einfaldlega hafa verið of skuldsett. Á vef Financial Times er WOW air sagt hafa skuldað um 150 milljónir dollara, eða sem jafngildir um 17,8 milljörðum íslenskra króna, áður en það varð gjaldþrota. Bogi sagðist hafa orðið fyrir vonbrigðum þegar WOW air varð gjaldþrota því það var mikið högg fyrir íslenskt efnahagslíf. Hann vill meina að félaginu hafi gengið illa vegna mikils kostnaður heima fyrir og stærðar. „Það er gríðarleg áskorun fyrir lítið lággjaldaflugfélag á Íslandi að keppa við stór flugfélög á borð við Wizz Air, sem gera út í austur Evrópu og greiða laun þar,“ segir Bogi. Vill hann meina að WOW hafi verið hluti af því fáránlega landslagi sem hefur verið í flugrekstri í Evrópu undanfarin ár. Daglegum áætlunarferðum í Evrópu hefur fjölgað úr 26 þúsund árið 2013 í 30 þúsund árið 2018. Bogi segir Icelandair hafa gengið illa vegna þess að króna hefur styrkst þrjú ár í röð og olíuverð hækkað. Hann segir fyrrverandi forstjóra Icelandair hafa endurskipulagt leiðakerfi Icelandair skipt um áherslur í markaðsstarfi. Þessar áherslu breytingar voru ekki réttar að mati Boga og ekki skilað árangri. Er félagið nú í þeirri vinnu að vinda ofan af þessum breytingum. Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Sjá meira
Forstjóri Icelandair segir fyrirtækið hafa einblínt of á vöxt í stað arðsemi og vill meira út úr starfsmönnum sínum. Þetta segir Bogi Nils Bogason í viðtali við breska tímaritið Financial Times þar sem er sagt frá því að fyrirtækið hafi skilað tapi árið 2018 sem er í fyrsta sinn í áratug sem það gerist. „Frá árinu 2009 höfum við einblínt mikið á vöxt fyrirtækisins en þegar þú gerir það þá ertu ekki að beina sjónum þínum að kostnaði,“ er haft eftir Boga. „Við erum að borga flugmönnunum og áhöfn vélanna góð laun en það er tækifæri til að ná meira út úr því,“ segir forstjórinn. Icelandair átti tvívegis í viðræðum við WOW air um að taka yfir hið síðarnefnda. Bogi segir WOW air einfaldlega hafa verið of skuldsett. Á vef Financial Times er WOW air sagt hafa skuldað um 150 milljónir dollara, eða sem jafngildir um 17,8 milljörðum íslenskra króna, áður en það varð gjaldþrota. Bogi sagðist hafa orðið fyrir vonbrigðum þegar WOW air varð gjaldþrota því það var mikið högg fyrir íslenskt efnahagslíf. Hann vill meina að félaginu hafi gengið illa vegna mikils kostnaður heima fyrir og stærðar. „Það er gríðarleg áskorun fyrir lítið lággjaldaflugfélag á Íslandi að keppa við stór flugfélög á borð við Wizz Air, sem gera út í austur Evrópu og greiða laun þar,“ segir Bogi. Vill hann meina að WOW hafi verið hluti af því fáránlega landslagi sem hefur verið í flugrekstri í Evrópu undanfarin ár. Daglegum áætlunarferðum í Evrópu hefur fjölgað úr 26 þúsund árið 2013 í 30 þúsund árið 2018. Bogi segir Icelandair hafa gengið illa vegna þess að króna hefur styrkst þrjú ár í röð og olíuverð hækkað. Hann segir fyrrverandi forstjóra Icelandair hafa endurskipulagt leiðakerfi Icelandair skipt um áherslur í markaðsstarfi. Þessar áherslu breytingar voru ekki réttar að mati Boga og ekki skilað árangri. Er félagið nú í þeirri vinnu að vinda ofan af þessum breytingum.
Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Sjá meira