Borche: Þurfum bara að stoppa einn mann Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 4. apríl 2019 21:43 Borce er þjálfari ÍR. vísir/daníel ÍR tapaði stórt gegn Stjörnunni í fyrsta leik undanúrslitana í Dominos deild karla. Leikurinn var smá jafn í fyrri hálfleik en Stjarnan niðurlægði ÍR í seinni hálfleik en ÍR skoruðu bara 27 stig í seinni hálfleik. „Við byrjuðum ágætlega í fyrsta leikhluta en þetta hrundi hjá okkur í öðrum leikhluta. Við fundum ekki fyrir lausn gegn aggresívum leik Stjörnunnar. Við hefðum átt að vera jafn aggresívir gegn þeim,” sagði Borche Ilievski þjálfari ÍR eftir leik kvöldsins. Það voru dæmdar 24 villur á Stjörnuna í kvöld en 19 á ÍR. Borche vildi meina að Stjarnan hefði átt að vera með miklu fleiri villur þar sem þeir voru að spila aggresívari varnarleik. Mikil orka hjá ÍR í kvöld fór í að kvarta í dómurunum en þeir fengu samt aldrei tæknivillu í kvöld. „Ég ætla ekki að fara að gráta en dómararnir voru bara svona. Við verðum bara að svara. Við erum með skuldbindingu gagnvart litum ÍR. Sömuleiðis gagnvart stjórninni og stuðningsmönnunum. Við ætlum ekki að fara að gráta heldur ætlum við bara að berjast.” „Ef maður lítur á hina hliðina getur maður ekki bara sagt að það hafi verið jafnt í villum. Þeir spiluðu aggresíva vörn allan leikinn en þrátt fyrir það voru svipaðar villur, eða við fengum jafnvel bara fleiri villur. Þetta er sérstakt, sérstaklega frá einum dómaranum,” sagði Borche um dómgæsluna en hvaða dómara hann var að tala um er ekki vitað.” Það voru bara þrír leikmenn sem skoruðu meira en 5 stig fyrir ÍR í kvöld. Gerald Robinson, Kevin Capers og Matthías Orri Sigurðarson voru einu sem gátu skorað eitthvað af viti fyrir ÍR í kvöld og það vantaði uppá framlag frá fleirum. „Það er mjög erfitt fyrir okkur ef það eru bara lykilmennirnir sem ná að skora. Allir þurfa að stíga upp í næsta leik. Sérstaklega Sæþór og Sigurkarl. Það er vandamál að Hákon sé ekki í leiknum með Matta og Kevin. Þá verða þeir þreyttari þar sem það er ómögulegt að spila 40 mínútur.” „Mér fannst við klikka úr auðveldum skotum. Sniðskotum en hinu megin voru þeir að skora og mér sýndist við missa sjálfstraustið. Í fyrri hálfleik var mismunurinn bara 8 stig. Það er ekki of slæmt en við verðum bara að vera sterkari. Þetta er líkamlegur leikur og við verðum að vera sterkari. Ekki væla í dómurunum heldur gera bara betur og leggja meira á okkur,” sagði Borche um hvað hefði mátt betur fara. Seinni hálfleikur hjá ÍR var vægast sagt slæmur en hann var ekki heldur ánægður með fyrri hálfleikinn. Þrátt fyrir mikinn mismun fyrir fjórða leikhluta spilaði Borche á sínum lykilmönnum fyrstu fimm mínúturnar í leikhlutanum. Sumum gæti fundist þetta skrítið en það er stutt í næsta leik og sumum myndu finnast óþarfa að þreytta út lykilmennina sína í töpuðum leik. „Þeir voru líka að spila á sínum bestu mönnum. Þess vegna spilaði ég fyrstu fimm mínúturunar í fjórða leikhluta með byrjunarliðið. Við hefðum getað hvílt þá en það er ekki sama hvort maður tapi með 10-15 stigum eða 30 stigum. Þetta skiptir miklu máli upp á sjálfstraustið. Ég held að við munum bæta okkur og við munum ekki gefast upp.” Brandon Rozzell var allt í öllu í kvöld fyrir Stjörnuna en hann skoraði 28 stig og setti niður risa stór skot þegar Stjarnan bjó til sína forystu. „Þetta snérist allt um Brandon Rozzell. Hann var með 28 stig en hann náði líka að senda boltann á liðsfélaga sína. Við þurfum bara að stoppa einn mann.” Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - ÍR 96-63 | Auðvelt hjá Stjörnunni í fyrsta leik Stjarnan afgreiddi ÍR auðveldlega í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Dominos-deildar karla. 4. apríl 2019 22:45 Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
ÍR tapaði stórt gegn Stjörnunni í fyrsta leik undanúrslitana í Dominos deild karla. Leikurinn var smá jafn í fyrri hálfleik en Stjarnan niðurlægði ÍR í seinni hálfleik en ÍR skoruðu bara 27 stig í seinni hálfleik. „Við byrjuðum ágætlega í fyrsta leikhluta en þetta hrundi hjá okkur í öðrum leikhluta. Við fundum ekki fyrir lausn gegn aggresívum leik Stjörnunnar. Við hefðum átt að vera jafn aggresívir gegn þeim,” sagði Borche Ilievski þjálfari ÍR eftir leik kvöldsins. Það voru dæmdar 24 villur á Stjörnuna í kvöld en 19 á ÍR. Borche vildi meina að Stjarnan hefði átt að vera með miklu fleiri villur þar sem þeir voru að spila aggresívari varnarleik. Mikil orka hjá ÍR í kvöld fór í að kvarta í dómurunum en þeir fengu samt aldrei tæknivillu í kvöld. „Ég ætla ekki að fara að gráta en dómararnir voru bara svona. Við verðum bara að svara. Við erum með skuldbindingu gagnvart litum ÍR. Sömuleiðis gagnvart stjórninni og stuðningsmönnunum. Við ætlum ekki að fara að gráta heldur ætlum við bara að berjast.” „Ef maður lítur á hina hliðina getur maður ekki bara sagt að það hafi verið jafnt í villum. Þeir spiluðu aggresíva vörn allan leikinn en þrátt fyrir það voru svipaðar villur, eða við fengum jafnvel bara fleiri villur. Þetta er sérstakt, sérstaklega frá einum dómaranum,” sagði Borche um dómgæsluna en hvaða dómara hann var að tala um er ekki vitað.” Það voru bara þrír leikmenn sem skoruðu meira en 5 stig fyrir ÍR í kvöld. Gerald Robinson, Kevin Capers og Matthías Orri Sigurðarson voru einu sem gátu skorað eitthvað af viti fyrir ÍR í kvöld og það vantaði uppá framlag frá fleirum. „Það er mjög erfitt fyrir okkur ef það eru bara lykilmennirnir sem ná að skora. Allir þurfa að stíga upp í næsta leik. Sérstaklega Sæþór og Sigurkarl. Það er vandamál að Hákon sé ekki í leiknum með Matta og Kevin. Þá verða þeir þreyttari þar sem það er ómögulegt að spila 40 mínútur.” „Mér fannst við klikka úr auðveldum skotum. Sniðskotum en hinu megin voru þeir að skora og mér sýndist við missa sjálfstraustið. Í fyrri hálfleik var mismunurinn bara 8 stig. Það er ekki of slæmt en við verðum bara að vera sterkari. Þetta er líkamlegur leikur og við verðum að vera sterkari. Ekki væla í dómurunum heldur gera bara betur og leggja meira á okkur,” sagði Borche um hvað hefði mátt betur fara. Seinni hálfleikur hjá ÍR var vægast sagt slæmur en hann var ekki heldur ánægður með fyrri hálfleikinn. Þrátt fyrir mikinn mismun fyrir fjórða leikhluta spilaði Borche á sínum lykilmönnum fyrstu fimm mínúturnar í leikhlutanum. Sumum gæti fundist þetta skrítið en það er stutt í næsta leik og sumum myndu finnast óþarfa að þreytta út lykilmennina sína í töpuðum leik. „Þeir voru líka að spila á sínum bestu mönnum. Þess vegna spilaði ég fyrstu fimm mínúturunar í fjórða leikhluta með byrjunarliðið. Við hefðum getað hvílt þá en það er ekki sama hvort maður tapi með 10-15 stigum eða 30 stigum. Þetta skiptir miklu máli upp á sjálfstraustið. Ég held að við munum bæta okkur og við munum ekki gefast upp.” Brandon Rozzell var allt í öllu í kvöld fyrir Stjörnuna en hann skoraði 28 stig og setti niður risa stór skot þegar Stjarnan bjó til sína forystu. „Þetta snérist allt um Brandon Rozzell. Hann var með 28 stig en hann náði líka að senda boltann á liðsfélaga sína. Við þurfum bara að stoppa einn mann.”
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - ÍR 96-63 | Auðvelt hjá Stjörnunni í fyrsta leik Stjarnan afgreiddi ÍR auðveldlega í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Dominos-deildar karla. 4. apríl 2019 22:45 Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - ÍR 96-63 | Auðvelt hjá Stjörnunni í fyrsta leik Stjarnan afgreiddi ÍR auðveldlega í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Dominos-deildar karla. 4. apríl 2019 22:45
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum