Kvennalandsliðið mætir Suður-Kóreu ytra í nótt Hjörvar Ólafsson skrifar 5. apríl 2019 17:15 Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu leikur sinn fimmta vináttulandsleik á þessu ári þegar liðið leikur við Suður-Kóreu í nótt. Leikurinn hefst klukkan 05.00 að íslenskum tíma en leikið er á Yongin Citizen Sports Park. Þetta er fyrri leikur liðanna af tveimur í þessu verkefni en liðin spila aftur á þriðjudagsmorgun. Íslenska liðið hefur leikið tvisvar við Skotland á árinu, haft betur í annað skiptið í frumraun Jóns Þórs Haukssonar og Ians Davids Jeffs og tapaði svo þegar liðin mættust á Algarve Cup. Þar gerði liðið einnig jafntefli við sterkt lið Kanada og vann svo Portúgal. Reynslumiklir leikmenn á borð við Söru Björk Gunnarsdóttur, Dagnýju Brynjarsdóttur, Margréti Láru Viðarsdóttur og Sif Atladóttur fengu frí í þessu verkefni. Þá komust Anna Björk Kristjánsdóttir, Elín Metta Jensen og Agla María Albertsdóttir ekki í þetta verkefni af mismunandi ástæðum. Þetta verður í fyrsta sinn sem Ísland mætir Suður-Kóreu sem var í 14. sæti á síðasta styrkleikalista sem FIFA gaf út á meðan Ísland var átta sætum neðar í 22. sæti. Ef Fanndís Friðriksdóttir spilar báða leikina í ferðinni nær hún þeim áfanga að spila sinn 100. landsleik en hún yrði þá níundi leikmaðurinn til þess að spila 100 landsleiki eða fleiri. Hallbera Guðný Gísladóttir er leikjahæsti leikmaður íslenska liðsins með 102 leiki en hún spilaði 100. landsleikinn í Algarve fyrr á þessu ári. „Það er ýmislegt líkt með liði Suður-Kóreu og Kanada, þær eru með sterkt lið og beinskeyttar. Þær eru að mörgu leyti ólíkar öðrum Asíuþjóðum þegar kemur að því, því að þær spila fast og ákveðið ofan á það að vera teknískar og mjög fljótar. Þetta er verðugt verkefni og við berum virðingu fyrir liði Suður-Kóreu sem er frábært en á sama tíma óttumst við ekkert. Við þurfum bara að einblína á það sem við ætlum okkur að gera,“ sagði Jón Þór í samtali við Fréttablaðið þegar hann valdi leikmannahóp sinn fyrir verkefnið. „Leikirnir eru um miðjan dag úti þannig að aðstæðurnar verða krefjandi fyrir okkur. Það er eitthvað nýtt fyrir okkur og undir þjálfarateyminu komið að undirbúa leikmennina til að geta mætt af fullum krafti,“ sagði hann enn fremur. Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Merino aftur hetja Arsenal Enski boltinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Enski boltinn Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Körfubolti Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Enski boltinn Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ Martin stigahæstur í stórsigri United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum Sjötíu ára titlaþurrð á enda ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu leikur sinn fimmta vináttulandsleik á þessu ári þegar liðið leikur við Suður-Kóreu í nótt. Leikurinn hefst klukkan 05.00 að íslenskum tíma en leikið er á Yongin Citizen Sports Park. Þetta er fyrri leikur liðanna af tveimur í þessu verkefni en liðin spila aftur á þriðjudagsmorgun. Íslenska liðið hefur leikið tvisvar við Skotland á árinu, haft betur í annað skiptið í frumraun Jóns Þórs Haukssonar og Ians Davids Jeffs og tapaði svo þegar liðin mættust á Algarve Cup. Þar gerði liðið einnig jafntefli við sterkt lið Kanada og vann svo Portúgal. Reynslumiklir leikmenn á borð við Söru Björk Gunnarsdóttur, Dagnýju Brynjarsdóttur, Margréti Láru Viðarsdóttur og Sif Atladóttur fengu frí í þessu verkefni. Þá komust Anna Björk Kristjánsdóttir, Elín Metta Jensen og Agla María Albertsdóttir ekki í þetta verkefni af mismunandi ástæðum. Þetta verður í fyrsta sinn sem Ísland mætir Suður-Kóreu sem var í 14. sæti á síðasta styrkleikalista sem FIFA gaf út á meðan Ísland var átta sætum neðar í 22. sæti. Ef Fanndís Friðriksdóttir spilar báða leikina í ferðinni nær hún þeim áfanga að spila sinn 100. landsleik en hún yrði þá níundi leikmaðurinn til þess að spila 100 landsleiki eða fleiri. Hallbera Guðný Gísladóttir er leikjahæsti leikmaður íslenska liðsins með 102 leiki en hún spilaði 100. landsleikinn í Algarve fyrr á þessu ári. „Það er ýmislegt líkt með liði Suður-Kóreu og Kanada, þær eru með sterkt lið og beinskeyttar. Þær eru að mörgu leyti ólíkar öðrum Asíuþjóðum þegar kemur að því, því að þær spila fast og ákveðið ofan á það að vera teknískar og mjög fljótar. Þetta er verðugt verkefni og við berum virðingu fyrir liði Suður-Kóreu sem er frábært en á sama tíma óttumst við ekkert. Við þurfum bara að einblína á það sem við ætlum okkur að gera,“ sagði Jón Þór í samtali við Fréttablaðið þegar hann valdi leikmannahóp sinn fyrir verkefnið. „Leikirnir eru um miðjan dag úti þannig að aðstæðurnar verða krefjandi fyrir okkur. Það er eitthvað nýtt fyrir okkur og undir þjálfarateyminu komið að undirbúa leikmennina til að geta mætt af fullum krafti,“ sagði hann enn fremur.
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Merino aftur hetja Arsenal Enski boltinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Enski boltinn Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Körfubolti Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Enski boltinn Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ Martin stigahæstur í stórsigri United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum Sjötíu ára titlaþurrð á enda ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Sjá meira