Kvennalandsliðið mætir Suður-Kóreu ytra í nótt Hjörvar Ólafsson skrifar 5. apríl 2019 17:15 Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu leikur sinn fimmta vináttulandsleik á þessu ári þegar liðið leikur við Suður-Kóreu í nótt. Leikurinn hefst klukkan 05.00 að íslenskum tíma en leikið er á Yongin Citizen Sports Park. Þetta er fyrri leikur liðanna af tveimur í þessu verkefni en liðin spila aftur á þriðjudagsmorgun. Íslenska liðið hefur leikið tvisvar við Skotland á árinu, haft betur í annað skiptið í frumraun Jóns Þórs Haukssonar og Ians Davids Jeffs og tapaði svo þegar liðin mættust á Algarve Cup. Þar gerði liðið einnig jafntefli við sterkt lið Kanada og vann svo Portúgal. Reynslumiklir leikmenn á borð við Söru Björk Gunnarsdóttur, Dagnýju Brynjarsdóttur, Margréti Láru Viðarsdóttur og Sif Atladóttur fengu frí í þessu verkefni. Þá komust Anna Björk Kristjánsdóttir, Elín Metta Jensen og Agla María Albertsdóttir ekki í þetta verkefni af mismunandi ástæðum. Þetta verður í fyrsta sinn sem Ísland mætir Suður-Kóreu sem var í 14. sæti á síðasta styrkleikalista sem FIFA gaf út á meðan Ísland var átta sætum neðar í 22. sæti. Ef Fanndís Friðriksdóttir spilar báða leikina í ferðinni nær hún þeim áfanga að spila sinn 100. landsleik en hún yrði þá níundi leikmaðurinn til þess að spila 100 landsleiki eða fleiri. Hallbera Guðný Gísladóttir er leikjahæsti leikmaður íslenska liðsins með 102 leiki en hún spilaði 100. landsleikinn í Algarve fyrr á þessu ári. „Það er ýmislegt líkt með liði Suður-Kóreu og Kanada, þær eru með sterkt lið og beinskeyttar. Þær eru að mörgu leyti ólíkar öðrum Asíuþjóðum þegar kemur að því, því að þær spila fast og ákveðið ofan á það að vera teknískar og mjög fljótar. Þetta er verðugt verkefni og við berum virðingu fyrir liði Suður-Kóreu sem er frábært en á sama tíma óttumst við ekkert. Við þurfum bara að einblína á það sem við ætlum okkur að gera,“ sagði Jón Þór í samtali við Fréttablaðið þegar hann valdi leikmannahóp sinn fyrir verkefnið. „Leikirnir eru um miðjan dag úti þannig að aðstæðurnar verða krefjandi fyrir okkur. Það er eitthvað nýtt fyrir okkur og undir þjálfarateyminu komið að undirbúa leikmennina til að geta mætt af fullum krafti,“ sagði hann enn fremur. Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Í beinni: Man. City - Salford | City ætti að fljúga áfram Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Þórir hefur ekki áhuga Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Dagskráin: Úrslitakeppni NFL af stað og þrír leikir í enska bikarnum Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu leikur sinn fimmta vináttulandsleik á þessu ári þegar liðið leikur við Suður-Kóreu í nótt. Leikurinn hefst klukkan 05.00 að íslenskum tíma en leikið er á Yongin Citizen Sports Park. Þetta er fyrri leikur liðanna af tveimur í þessu verkefni en liðin spila aftur á þriðjudagsmorgun. Íslenska liðið hefur leikið tvisvar við Skotland á árinu, haft betur í annað skiptið í frumraun Jóns Þórs Haukssonar og Ians Davids Jeffs og tapaði svo þegar liðin mættust á Algarve Cup. Þar gerði liðið einnig jafntefli við sterkt lið Kanada og vann svo Portúgal. Reynslumiklir leikmenn á borð við Söru Björk Gunnarsdóttur, Dagnýju Brynjarsdóttur, Margréti Láru Viðarsdóttur og Sif Atladóttur fengu frí í þessu verkefni. Þá komust Anna Björk Kristjánsdóttir, Elín Metta Jensen og Agla María Albertsdóttir ekki í þetta verkefni af mismunandi ástæðum. Þetta verður í fyrsta sinn sem Ísland mætir Suður-Kóreu sem var í 14. sæti á síðasta styrkleikalista sem FIFA gaf út á meðan Ísland var átta sætum neðar í 22. sæti. Ef Fanndís Friðriksdóttir spilar báða leikina í ferðinni nær hún þeim áfanga að spila sinn 100. landsleik en hún yrði þá níundi leikmaðurinn til þess að spila 100 landsleiki eða fleiri. Hallbera Guðný Gísladóttir er leikjahæsti leikmaður íslenska liðsins með 102 leiki en hún spilaði 100. landsleikinn í Algarve fyrr á þessu ári. „Það er ýmislegt líkt með liði Suður-Kóreu og Kanada, þær eru með sterkt lið og beinskeyttar. Þær eru að mörgu leyti ólíkar öðrum Asíuþjóðum þegar kemur að því, því að þær spila fast og ákveðið ofan á það að vera teknískar og mjög fljótar. Þetta er verðugt verkefni og við berum virðingu fyrir liði Suður-Kóreu sem er frábært en á sama tíma óttumst við ekkert. Við þurfum bara að einblína á það sem við ætlum okkur að gera,“ sagði Jón Þór í samtali við Fréttablaðið þegar hann valdi leikmannahóp sinn fyrir verkefnið. „Leikirnir eru um miðjan dag úti þannig að aðstæðurnar verða krefjandi fyrir okkur. Það er eitthvað nýtt fyrir okkur og undir þjálfarateyminu komið að undirbúa leikmennina til að geta mætt af fullum krafti,“ sagði hann enn fremur.
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Í beinni: Man. City - Salford | City ætti að fljúga áfram Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Þórir hefur ekki áhuga Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Dagskráin: Úrslitakeppni NFL af stað og þrír leikir í enska bikarnum Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Sjá meira