Óásættanleg framúrkeyrsla í borginni Ari Brynjólfsson skrifar 5. apríl 2019 08:00 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Pétur Ólafsson aðstoðarmaður hans. Í forgrunni er Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins. Fréttablaðið/Anton Brink Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar segir framúrkeyrslu kostnaðar við framkvæmdir við Mathöllina á Hlemmi óásættanlega og gefur borginni rauða ábendingu í skýrslu sem kynnt var fyrir borgarráði í gær. Þar segir að kostnaður vegna eftirlits með framkvæmdum hafi í öllum tilfellum verið vanáætlaður og svo virðist sem áætlanir um það hafi einungis verið til málamynda. Í skýrslunni er fjallað um fjögur verkefni á vegum borgarinnar sem fóru af stað á síðasta kjörtímabili. Viðbyggingu við Sundhöll Reykjavíkur, gerð hjólastígs við Grensásveg, viðbyggingu við Vesturbæjarskóla og Mathöllina við Hlemm.Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.Fréttablaðið/Anton brinkEyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, sagði að loknum fundi borgarráðs að það væri margt bogið við framkvæmdir á vegum borgarinnar. Skortur væri á útboðum, kostnaðaráætlanir væru of lágar og nú væru þrír eftirlitsaðilar að skoða framkvæmdir borgarinnar. Þar að auki hefði Mathöllin farið fram úr fjárheimildum sem stangast á við sveitarstjórnarlög. Hann segir að tvennt þurfi að gera. „Fyrst þarf að viðurkenna undanbragðalaust að hlutirnir séu ekki í lagi, ekki koma með einhverjar túlkanir. Kerfið er allt of flókið. Það er svo mikið af stýrihópum og stjórnendum að verkefnin, og ábendingar týnast og eru eftirlitslaus,“ segir Eyþór. Hann gerir athugasemdir við að meirihlutinn miði við seinni kostnaðarmöt en ekki það fyrsta. „Það er ákveðin lenska að verkefni byrji með lágri kostnaðaráætlun, svo er gerð önnur þar sem kostnaðurinn hækkar, svo önnur og kannski ein í viðbót. Ítalir kalla þetta salami-aðferðina. Setja vondu fréttirnar í bita. Þetta verður til þess að verkefni fara af stað sem hefðu kannski ekki átt að fara af stað.“Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar og forseti borgarstjórnar. Fréttablaðið/Anton BrinkÞórdís Lóa Þórhallsdóttir, forseti borgarstjórnar, segir ábendingar innri endurskoðanda góðar og þær fari beint inn í vinnu meirihlutans við að endurskilgreina miðlæga stjórnsýslu. Hún bendir á að framkvæmdirnar sem um ræðir séu þróunarverkefni, eða í endurbyggingum. Verkefni sem sé tæknilega flóknara að áætla en önnur. „Það var búið að vera með alls konar yfirlýsingar um að þetta yrði svört skýrsla, svo er ekki. Meðal þess er að gefa borgarráði betri upplýsingar til að gulltryggja það að framkvæmdir fari ekki fram úr.“ Kostnaðaráætlanirnar fá rauða ábendingu frá innri endurskoðanda og þegar ábending er rauð bendir hún til alvarlegra veikleika í innra eftirliti sem geti leitt af sér mikið fjárhagslegt tjón eða áhættu um sviksemi. Þórdís Lóa segir einfaldlega að ekki hafi verið nægur tími til að vinna áætlanirnar. „Kostnaðaráætlanirnar eru ekki slæmar í grunninn. Það er ekki gefinn nægilegur tími í þetta. Við erum að flýta okkur of mikið. Niðurstaðan er rauð núna, næst verður hún græn.“Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins í Reykjavík.fréttablaðið/Anton brinkVigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins, er ánægð með skýrsluna. „Þetta er enn einn áfellisdómurinn. 102 prósenta framúrkeyrsla á Mathöll á Hlemmi. Þetta er sama uppskrift og í Bragganum. Það eru einungis 20 milljónir samþykktar í borgarstjórn sem fóru inn í fjárhagsáætlun, restin kemur inn í gegnum viðauka. Það gefur vísbendingu um að verkefninu sé smeygt inn með lítilli kostnaðaráætlun, svo er laumað inn hundruðum milljóna í gegnum viðauka,“ segir Vigdís. Viðbrögð Umhverfis- og skipulagsráðs við ábendingu innri endurskoðanda um kostnaðaráætlanir eru að óska eftir heimild fyrir nýtt stöðugildi sérfræðings til að fara yfir kostnaðaráætlanir. Vigdís er ekki sátt við það. „Ég fordæmi það. Yfirbyggingin hjá borginni er svo stór að það hlýtur að finnast einhver sem getur tekið það að sér. Þetta er bara aumt yfirklór og eftiráskýringar.“ Ekki náðist í Dag B. Eggertsson borgarstjóra. Í tilkynningu segir hann skýrsluna undirstrika að Braggamálið hafi verið frávik. Hlemmur eigi sér eðlilegar skýringar þar sem viðhaldsþörf var vanmetin. Leggur hann áherslu á að Mathöllin hafi lífgað upp á mannlífið við Hlemm. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Borgin varið þremur milljörðum í akstur, leigubíla og flugfargjöld Meirihlutinn segir sparnað hafa náðst en áheyrnafulltrúi segir eyðsluna stjórn- og eftirlitslausa. 7. mars 2019 20:59 Kostnaður við Mathöllina á Hlemmi fór 79% fram úr áætlun Innri endurskoðandi gerir ellefu athugasemdir við fjórar framkvæmdir Reykjavíkurborgar. Hann gagnrýnir kostnaðaráætlanir borgarinnar. 4. apríl 2019 14:16 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar segir framúrkeyrslu kostnaðar við framkvæmdir við Mathöllina á Hlemmi óásættanlega og gefur borginni rauða ábendingu í skýrslu sem kynnt var fyrir borgarráði í gær. Þar segir að kostnaður vegna eftirlits með framkvæmdum hafi í öllum tilfellum verið vanáætlaður og svo virðist sem áætlanir um það hafi einungis verið til málamynda. Í skýrslunni er fjallað um fjögur verkefni á vegum borgarinnar sem fóru af stað á síðasta kjörtímabili. Viðbyggingu við Sundhöll Reykjavíkur, gerð hjólastígs við Grensásveg, viðbyggingu við Vesturbæjarskóla og Mathöllina við Hlemm.Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.Fréttablaðið/Anton brinkEyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, sagði að loknum fundi borgarráðs að það væri margt bogið við framkvæmdir á vegum borgarinnar. Skortur væri á útboðum, kostnaðaráætlanir væru of lágar og nú væru þrír eftirlitsaðilar að skoða framkvæmdir borgarinnar. Þar að auki hefði Mathöllin farið fram úr fjárheimildum sem stangast á við sveitarstjórnarlög. Hann segir að tvennt þurfi að gera. „Fyrst þarf að viðurkenna undanbragðalaust að hlutirnir séu ekki í lagi, ekki koma með einhverjar túlkanir. Kerfið er allt of flókið. Það er svo mikið af stýrihópum og stjórnendum að verkefnin, og ábendingar týnast og eru eftirlitslaus,“ segir Eyþór. Hann gerir athugasemdir við að meirihlutinn miði við seinni kostnaðarmöt en ekki það fyrsta. „Það er ákveðin lenska að verkefni byrji með lágri kostnaðaráætlun, svo er gerð önnur þar sem kostnaðurinn hækkar, svo önnur og kannski ein í viðbót. Ítalir kalla þetta salami-aðferðina. Setja vondu fréttirnar í bita. Þetta verður til þess að verkefni fara af stað sem hefðu kannski ekki átt að fara af stað.“Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar og forseti borgarstjórnar. Fréttablaðið/Anton BrinkÞórdís Lóa Þórhallsdóttir, forseti borgarstjórnar, segir ábendingar innri endurskoðanda góðar og þær fari beint inn í vinnu meirihlutans við að endurskilgreina miðlæga stjórnsýslu. Hún bendir á að framkvæmdirnar sem um ræðir séu þróunarverkefni, eða í endurbyggingum. Verkefni sem sé tæknilega flóknara að áætla en önnur. „Það var búið að vera með alls konar yfirlýsingar um að þetta yrði svört skýrsla, svo er ekki. Meðal þess er að gefa borgarráði betri upplýsingar til að gulltryggja það að framkvæmdir fari ekki fram úr.“ Kostnaðaráætlanirnar fá rauða ábendingu frá innri endurskoðanda og þegar ábending er rauð bendir hún til alvarlegra veikleika í innra eftirliti sem geti leitt af sér mikið fjárhagslegt tjón eða áhættu um sviksemi. Þórdís Lóa segir einfaldlega að ekki hafi verið nægur tími til að vinna áætlanirnar. „Kostnaðaráætlanirnar eru ekki slæmar í grunninn. Það er ekki gefinn nægilegur tími í þetta. Við erum að flýta okkur of mikið. Niðurstaðan er rauð núna, næst verður hún græn.“Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins í Reykjavík.fréttablaðið/Anton brinkVigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins, er ánægð með skýrsluna. „Þetta er enn einn áfellisdómurinn. 102 prósenta framúrkeyrsla á Mathöll á Hlemmi. Þetta er sama uppskrift og í Bragganum. Það eru einungis 20 milljónir samþykktar í borgarstjórn sem fóru inn í fjárhagsáætlun, restin kemur inn í gegnum viðauka. Það gefur vísbendingu um að verkefninu sé smeygt inn með lítilli kostnaðaráætlun, svo er laumað inn hundruðum milljóna í gegnum viðauka,“ segir Vigdís. Viðbrögð Umhverfis- og skipulagsráðs við ábendingu innri endurskoðanda um kostnaðaráætlanir eru að óska eftir heimild fyrir nýtt stöðugildi sérfræðings til að fara yfir kostnaðaráætlanir. Vigdís er ekki sátt við það. „Ég fordæmi það. Yfirbyggingin hjá borginni er svo stór að það hlýtur að finnast einhver sem getur tekið það að sér. Þetta er bara aumt yfirklór og eftiráskýringar.“ Ekki náðist í Dag B. Eggertsson borgarstjóra. Í tilkynningu segir hann skýrsluna undirstrika að Braggamálið hafi verið frávik. Hlemmur eigi sér eðlilegar skýringar þar sem viðhaldsþörf var vanmetin. Leggur hann áherslu á að Mathöllin hafi lífgað upp á mannlífið við Hlemm.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Borgin varið þremur milljörðum í akstur, leigubíla og flugfargjöld Meirihlutinn segir sparnað hafa náðst en áheyrnafulltrúi segir eyðsluna stjórn- og eftirlitslausa. 7. mars 2019 20:59 Kostnaður við Mathöllina á Hlemmi fór 79% fram úr áætlun Innri endurskoðandi gerir ellefu athugasemdir við fjórar framkvæmdir Reykjavíkurborgar. Hann gagnrýnir kostnaðaráætlanir borgarinnar. 4. apríl 2019 14:16 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Borgin varið þremur milljörðum í akstur, leigubíla og flugfargjöld Meirihlutinn segir sparnað hafa náðst en áheyrnafulltrúi segir eyðsluna stjórn- og eftirlitslausa. 7. mars 2019 20:59
Kostnaður við Mathöllina á Hlemmi fór 79% fram úr áætlun Innri endurskoðandi gerir ellefu athugasemdir við fjórar framkvæmdir Reykjavíkurborgar. Hann gagnrýnir kostnaðaráætlanir borgarinnar. 4. apríl 2019 14:16