840 milljónir til að stytta bið eftir mikilvægum aðgerðum Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. apríl 2019 09:53 Frá Landspítalanum við Hringbraut. Vísir/vilhelm Liðskiptaaðgerðir, augasteinsaðgerðir, tilteknar kvenlíffæraaðgerðir og brennsluaðgerðir vegna gáttatifs verða í forgangi við ráðstöfun 840 milljóna króna sem ætlaðar eru til að stytta bið sjúklinga eftir mikilvægum aðgerðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Þetta eru sömu aðgerðaflokkarnir og settir voru í forgang samkvæmt mati Embættis landlæknis í sérstöku biðlistaátaki til þriggja ára sem lauk á síðasta ári. Í tilkynningu ráðuneytisins segir að með átakinu hafi tekist hafi að stytta biðtíma eftir öllum umræddum aðgerðum. Líkt og í umræddu átaksverkefni munu Landspítalinn, Sjúkrahúsið á Akureyri og Heilbrigðisstofnun Vesturlands taka að sér að sinna umtalsvert fleiri aðgerðum en þær myndu gera að öllu óbreyttu, með þeim fjármunum sem sérstaklega eru ætlaðir í þessu skyni. Stofnanarnir þrjár hafa lagt fram áætlanir um tegundir og fjölda aðgerða sem þær munu sinna og verður framkvæmdin sem hér segir:Um 570 liðskiptaðagerðir Alls munu stofnanirnar þrjár framkvæma um 570 liðskiptaaðgerðir umfram þann aðgerðafjölda sem þær hefðu annars sinnt án sérstaks fjárframlags. Af þeim verða 250 gerðar á Landspítalanum, 250 á Sjúkrahúsinu á Akureyri og 70 á Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Til samanburðar voru gerðar samtals 523 liðskiptaaðgerðir í biðlistaátaki síðasta árs. Augasteinsaðgerðir verða 1.300 fleiri en ella. Fjölgunin þessara aðgerða er fyrst og fremst hjá Landspítalanum sem mun sinna 1.200 aðgerðum en 100 þeirra verða gerðar á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Sambærilegar aðgerðir sem féllu undir biðlistaátak síðasta árs voru um það bil jafnmargar, eða 1.305 samtals og voru nær allar þeirra gerðar á Landspítalanum. Um 140 aðgerðir á grindarbotnslíffærum kvenna / brottnám legs Við Landspítalann verður völdum aðgerðum á grindarbotnslíffærum kvenna fjölgað um 80, viðbótin nemur 28 aðgerðum við Sjúkrahúsið á Akureyri og 29 við Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Brennsluaðgerðir vegna gáttatifs Landspítalinn framkvæmdi 310 hjartaþræðingar og kransæðavíkkanir sem féllu undir biðlistaátak síðasta árs árið 2018. Á þessu ári er ekki gert ráð fyrir slíkum aðgerðum innan átaksins, heldur er miðað við að framkvæmdar verði brennsluaðgerðir vegna gáttatifs fyrir svipaða upphæð og varið var til þræðinga og kransæðavíkkana í átakinu í fyrra. Embætti landlæknis kallar þrisvar á ári eftir upplýsingum um stöðu á biðlistum eftir völdum skurðaðgerðum. Meðal upplýsinga sem óskað er eftir er heildarfjöldi á biðlista og fjöldi þeirra sem hefur beðið lengur en 3 mánuði. Síðasta samantekt er frá því í október 2018.Upplýsingar á vef Embættis landlæknis um stöðu á biðlistum. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Sjá meira
Liðskiptaaðgerðir, augasteinsaðgerðir, tilteknar kvenlíffæraaðgerðir og brennsluaðgerðir vegna gáttatifs verða í forgangi við ráðstöfun 840 milljóna króna sem ætlaðar eru til að stytta bið sjúklinga eftir mikilvægum aðgerðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Þetta eru sömu aðgerðaflokkarnir og settir voru í forgang samkvæmt mati Embættis landlæknis í sérstöku biðlistaátaki til þriggja ára sem lauk á síðasta ári. Í tilkynningu ráðuneytisins segir að með átakinu hafi tekist hafi að stytta biðtíma eftir öllum umræddum aðgerðum. Líkt og í umræddu átaksverkefni munu Landspítalinn, Sjúkrahúsið á Akureyri og Heilbrigðisstofnun Vesturlands taka að sér að sinna umtalsvert fleiri aðgerðum en þær myndu gera að öllu óbreyttu, með þeim fjármunum sem sérstaklega eru ætlaðir í þessu skyni. Stofnanarnir þrjár hafa lagt fram áætlanir um tegundir og fjölda aðgerða sem þær munu sinna og verður framkvæmdin sem hér segir:Um 570 liðskiptaðagerðir Alls munu stofnanirnar þrjár framkvæma um 570 liðskiptaaðgerðir umfram þann aðgerðafjölda sem þær hefðu annars sinnt án sérstaks fjárframlags. Af þeim verða 250 gerðar á Landspítalanum, 250 á Sjúkrahúsinu á Akureyri og 70 á Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Til samanburðar voru gerðar samtals 523 liðskiptaaðgerðir í biðlistaátaki síðasta árs. Augasteinsaðgerðir verða 1.300 fleiri en ella. Fjölgunin þessara aðgerða er fyrst og fremst hjá Landspítalanum sem mun sinna 1.200 aðgerðum en 100 þeirra verða gerðar á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Sambærilegar aðgerðir sem féllu undir biðlistaátak síðasta árs voru um það bil jafnmargar, eða 1.305 samtals og voru nær allar þeirra gerðar á Landspítalanum. Um 140 aðgerðir á grindarbotnslíffærum kvenna / brottnám legs Við Landspítalann verður völdum aðgerðum á grindarbotnslíffærum kvenna fjölgað um 80, viðbótin nemur 28 aðgerðum við Sjúkrahúsið á Akureyri og 29 við Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Brennsluaðgerðir vegna gáttatifs Landspítalinn framkvæmdi 310 hjartaþræðingar og kransæðavíkkanir sem féllu undir biðlistaátak síðasta árs árið 2018. Á þessu ári er ekki gert ráð fyrir slíkum aðgerðum innan átaksins, heldur er miðað við að framkvæmdar verði brennsluaðgerðir vegna gáttatifs fyrir svipaða upphæð og varið var til þræðinga og kransæðavíkkana í átakinu í fyrra. Embætti landlæknis kallar þrisvar á ári eftir upplýsingum um stöðu á biðlistum eftir völdum skurðaðgerðum. Meðal upplýsinga sem óskað er eftir er heildarfjöldi á biðlista og fjöldi þeirra sem hefur beðið lengur en 3 mánuði. Síðasta samantekt er frá því í október 2018.Upplýsingar á vef Embættis landlæknis um stöðu á biðlistum.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Sjá meira