KSÍ undirbýr fyrsta Íslandsmeistaratitilinn og fyrsta landsleikinn í FIFA-tölvuleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. apríl 2019 14:30 FIFA-tölvuleikurinn. Mynd/KSÍ Á næstunni eiga tölvuspilarar möguleika á að tryggja sér Íslandsmeistaratitil og komast í íslenska landsliðið. Knattspyrnusamband Íslands hefur verið að skoða rafíþróttir að undanförnu og aðallega í samstarfi og samráði við EA Sports, sem m.a. gefur út FIFA-tölvuleikinn. Mikill áhugi og vöxtur er í rafíþróttageiranum en það hefur kannski vantað meira utanumhald innan íþróttasambandanna. Nú eru hins vegar breyttir tímar. Knattspyrnusambandið segir frá auknum áhuga innan sinna raða í frétt á heimasíðu sambandsins. Hjá KSÍ hefur stefnan verið sett á fyrsta Íslandsmeistaratitilinn og fyrsta landsleikinn í FIFA-tölvuleiknum. KSÍ sagði nei við FIFA-tölvuleiknum á sínum tíma en það breyttist fyrir tveimur árum. Frá árinu 2017 komst íslenska landsliðið nefnilega inn í FIFA-tölvuleikinn í fyrsta sinn og geta knattspyrnuþyrstir FIFA-spilarar valið íslenska landsliðið í leiknum eftir að samningar náðust milli KSÍ og EA Sports haustið 2017. Nú þegar hafa nokkur íþróttafélög tekið fyrstu skrefin hvað varðar rafíþróttir innan sinna raða og fyrr í mánuðinum samþykkti borgarstjórn Reykjavíkurborgar að vísa tillögu um rafíþróttadeildir innan íþróttafélaga í Reykjavík til meðferðar hjá menningar-, íþrótta- og tómstundaráði. Markmiðið er að „styðja við og styrkja þau félög sem hafa hug á að koma á fót rafíþróttadeildum“. Á Norðurlöndunum hefur þróunin verið hröð og þar hafa knattspyrnusambönd og samtök félagsliða sett á fót sérstakar deildir þar sem keppt er undir merkjum knattspyrnufélaganna sjálfra, auk þess að keppa „landsleiki“ sín á milli og við aðrar þjóðir, jafnt á Norðurlöndunum sem utan þeirra. Deildarkeppnirnar þarf að setja á fót í virku og nánu samstarfi við EA Sports vegna réttindamála, en „landsleikina“ er hægt að skipuleggja með einfaldari hætti. KSÍ vinnur nú að undirbúningi umfangsmikils verkefnis þar sem hugmyndin er að hvetja og styðja við aðildarfélög KSÍ til að skipuleggja innanfélagsmót í FIFA-tölvuleiknum. Sigurvegararnir hjá hverju félagi myndu síðan keppa fyrir hönd síns félags í úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitil, og Íslandsmeistararnir myndu loks skipa landsliðið í fyrsta landsleik Íslands í þessum vinsæla tölvuleik. Íslenski boltinn Leikjavísir Rafíþróttir Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Á næstunni eiga tölvuspilarar möguleika á að tryggja sér Íslandsmeistaratitil og komast í íslenska landsliðið. Knattspyrnusamband Íslands hefur verið að skoða rafíþróttir að undanförnu og aðallega í samstarfi og samráði við EA Sports, sem m.a. gefur út FIFA-tölvuleikinn. Mikill áhugi og vöxtur er í rafíþróttageiranum en það hefur kannski vantað meira utanumhald innan íþróttasambandanna. Nú eru hins vegar breyttir tímar. Knattspyrnusambandið segir frá auknum áhuga innan sinna raða í frétt á heimasíðu sambandsins. Hjá KSÍ hefur stefnan verið sett á fyrsta Íslandsmeistaratitilinn og fyrsta landsleikinn í FIFA-tölvuleiknum. KSÍ sagði nei við FIFA-tölvuleiknum á sínum tíma en það breyttist fyrir tveimur árum. Frá árinu 2017 komst íslenska landsliðið nefnilega inn í FIFA-tölvuleikinn í fyrsta sinn og geta knattspyrnuþyrstir FIFA-spilarar valið íslenska landsliðið í leiknum eftir að samningar náðust milli KSÍ og EA Sports haustið 2017. Nú þegar hafa nokkur íþróttafélög tekið fyrstu skrefin hvað varðar rafíþróttir innan sinna raða og fyrr í mánuðinum samþykkti borgarstjórn Reykjavíkurborgar að vísa tillögu um rafíþróttadeildir innan íþróttafélaga í Reykjavík til meðferðar hjá menningar-, íþrótta- og tómstundaráði. Markmiðið er að „styðja við og styrkja þau félög sem hafa hug á að koma á fót rafíþróttadeildum“. Á Norðurlöndunum hefur þróunin verið hröð og þar hafa knattspyrnusambönd og samtök félagsliða sett á fót sérstakar deildir þar sem keppt er undir merkjum knattspyrnufélaganna sjálfra, auk þess að keppa „landsleiki“ sín á milli og við aðrar þjóðir, jafnt á Norðurlöndunum sem utan þeirra. Deildarkeppnirnar þarf að setja á fót í virku og nánu samstarfi við EA Sports vegna réttindamála, en „landsleikina“ er hægt að skipuleggja með einfaldari hætti. KSÍ vinnur nú að undirbúningi umfangsmikils verkefnis þar sem hugmyndin er að hvetja og styðja við aðildarfélög KSÍ til að skipuleggja innanfélagsmót í FIFA-tölvuleiknum. Sigurvegararnir hjá hverju félagi myndu síðan keppa fyrir hönd síns félags í úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitil, og Íslandsmeistararnir myndu loks skipa landsliðið í fyrsta landsleik Íslands í þessum vinsæla tölvuleik.
Íslenski boltinn Leikjavísir Rafíþróttir Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira