Lífið

Stuð á forsýningu Pet Sematary

Stefán Árni Pálsson skrifar
Tveir spenntir kvikmyndagestir.
Tveir spenntir kvikmyndagestir.
Í gær var sérstök hátíðarforsýning FM957 á hrollvekjunni Pet Sematary í Sambíóum Kringlunni.

Myndin er byggð á samnefndri sögu rithöfundarins Stephen King. Myndin mun segja frá fjölskyldu sem flytur á afskekktan stað og verður fyrir ýmsum skakkaföllum.

Kötturinn þeirra drepst er hann verður fyrir bíl og ákveður fjölskyldufaðirinn að grafa hann í nálægum gæludýragrafreit og upphefst þá óhugnanleg atburðarás.

Fjölmargir létu sjá sig og var starfsfólk í búningum. Hér að neðan má sjá myndaspyrpu frá gærkvöldinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×