Umfjöllun og viðtöl: Fram - ÍBV 31-25 | Meistararnir tóku fram úr í seinni hálfleik Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 6. apríl 2019 18:00 vísir/daníel þór Fram vann öruggan sex marka sigur á ÍBV í fyrsta leik liðanna í undanúrslita einvíginu. Lokatölur í Safamýrinni 31-25 en það voru gestirnir frá Vestmannaeyjum sem leiddu í hálfleik með tveimur mörkum, 13-15. Það voru Fram konur sem byrjuðu leikinn betur og skoruðu fyrstu þrjú mörk leiksins. Það gekk ekkert upp í sókninni hjá ÍBV og þetta leit ekki vel út í upphafi. Enn það reyndist svo bara vera smá sjóriða í Eyjakonum sem komu heldur betur til baka. Þær jöfnuðu leikinn í 3-3 áður en 10 mínútur voru liðnar af leiknum. Liðin skiptust á að leiða með einu marki þar til undir lok fyrri hálfleiks þá náðu heimakonur tveggja marka forystu, 11-9. ÍBV jafnaði síðan á lokamínútu fyrri hálfleiks, 13-13. Fram fór illa að ráði sínu á loka mínútunni og það voru gestirnir sem leiddu með tveimur mörkum í hálfleik, 13-15. ÍBV skoraði fyrsta mark seinni hálfleiks og náði þriggja marka forystu. Fram var þó ekki lengi að snúa leiknum sér í vil og jafnaði leikinn með 3-0 kafla. Fram tókst smám saman að ná öllum tökum á leiknum á meðan leikur ÍBV hrundi gjörsamlega. Fram var með tveggja marka forystu þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum, 22-20. ÍBV skoraði aðeins 5 mörk það sem eftir lifði leiks og Fram vann öruggan 6 marka sigur, 31-25. Af hverju vann Fram? Fram hafði betur á lokakaflanum og það skilaði þeim sigrinum. Á síðustu 10 mínútum leiksins voru yfirburðirnir algerir og ofan á allt þá datt Sara Sif Helgadóttir í gang og varði nánast hvert einasta skot Eyjakvenna. Hverjar stóðu upp úr?Karen Knútsdóttir var markahæsti leikmaður Fram með 8 mörk og Steinunn Björnsdóttir var að vanda mikilvægur hlekkur í liðinu, varnar- og sóknarlega. Það kom þó í hlut Söru Sifjar Helgadóttur að stela senunni en hún varði frábærlega á lokakaflanum og endaði með 40% markvörslu. Arna Sif Pálsdóttir var besti leikmaður ÍBV, var þar atkvæðamest með 10 mörk úr 10 skotum. Hvað gekk illa? Lokakafli ÍBV var heilt yfir það sem gekk allra verst í þessum leik. Sóknarlega urðu þær hægar, fyrirsjáanlegar og þau mörk sem duttu inn hjá þeim þurftu þær að hafa mikið fyrir. Vörnin varð galopin og markvarslan engin. Eftir að hafa spilað góðan handbolta í 45 mínútur þá hefur það ekkert að telja að leik loknum. Hvað er framundan? Næsti leikur liðanna er á mánudaginn í Vestmannaeyjum, annar leikur liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins. Steinunn: Erfitt að spila í Eyjum en drullu gamanSteinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram, segir það erfitt að trúa því að þær hafi unnið með 6 mörkum eftir þennan hörkuleik sem var í járnum nær allan tímann. „Þetta var mjög kaflaskipt, þetta var skemmtilegur leikur og ég held að það hafi verið mjög gaman að horfa á hann“ „Það var mikill hraði sérstaklega í upphafi leiks en það datt svo aðeins niður í seinni hálfleik. Þetta eru bara tvö flott lið og við áttum gott „run“ í seinni hálfleik. Mér fannst við slaka aðeins síðasta korterið í fyrri hálfleik þar sem við vorum ekki að slútta nógu vel og vorum ekki nógu agaðar“ sagði Steinunn og bætir því við að það sé ýmislegt sem þær þurfi að laga fyrir næsta leik „Við vorum ekki að keyra nógu vel til baka, við vorum að slútta illa og missa boltann í hendurnar á þeim. Þær áttu svo einhver 5 eða 6 hraðaupphlaup á okkur í fyrri hálfleik sem er ekki líkt okkur. Við þurfum að gera betur þar og loka svo betur á Örnu (Sif Pálsdóttir) hún var drullu góð í dag“ Steinunn segist alltaf hafa búist við því að ÍBV myndi ná þeim aftur eftir þennan jafna og spennandi leik þar sem ÍBV hafði yfirhöndina á köflum. Það var ekki fyrr en á loka korterinu sem Fram náði fullkomnum tökum á leiknum og sigurinn varð ekki í hættu eftir það „Ég á mjög erfitt með a trúa því að við höfum unnið með 6 mörkum, mér fannst þetta alls ekki þannig leikur, ég hélt alltaf að þær væru að ná okkur. Þetta verður hrökuleikur á mánudaginn, nátturlega í Eyjum þar sem er erfitt að spila en drullu skemmtilegt“ sagði Steinunn að lokum Stefán: Þetta einvígi fer í fleiri en þrjá leikiStefán Arnarsson, þjálfari Fram, er ángæður með að leiða einvígið eftir góðan sigur á ÍBV í dag „Ég er mjög ánægður með að vinna leikinn. Hefði viljað fá aðeins meira í fyrri hálfleik en ÍBV liðið var að spila þennan leik gríðalega vel, voru mjög erfiðar og þess vegnar er ég mjög ánægður með að vinna“ „Það er ekkert í þeirra leik sem kom mér á óvart, þetta er það sem ég veit að ÍBV getur. Þær voru mjög flottar, hugsanlega orðnar þreyttar undir lokin en þær spiluðu leikinn vel, eins og við bjuggumst við“ sagði Stefán og bætir því við að hann sé ánægður að leiða núna einvígið. „Við fengum góða markvörslu, Sara (Sif Helgadóttir) kom sterk upp hjá okkur og gerði gæfumuninn í dag.“ sagði Stefán sem hrósar þar innkomu Söru Sifjar í dag, Erla Rós Sigmarsdóttir, byrjaði leikinn í markinu en fann sig ekki svo Sara Sif mætti í hennar stað og stóð sig heldur betur vel Næsti leikur liðanna er í Vestmannaeyjum á mánudaginn eins og áður hefur verið nefnt. Stefán er spenntur fyrir þeirri viðureign „Mér finnst alltaf gaman í Vestmannaeyjum, það verður erfiður leikur. Þetta verður hörku einvígi og ég sé þetta einvígi fara í fleiri en þrjá leiki, það er alveg ljóst“ sagði Stefán að lokum Hrafnhildur: Okkar veikleiki að mæta ekki tilbúnar til leiksHrafnhildur Skúladóttir, þjálfari ÍBV, var mjög ánægð með stelpurnar í fyrri hálfleik en getur ekki sagt hvað síðan gerist í þeim síðari. „Það var frábær fyrri hálfleikur að okkar hálfu, mér fannst við betri en þær. Enn svo í seinni hálfleik voru þær bara betri en við, það er bara þannig“ „Við vorum bara mun áræðnari í fyrri hálfleik en bökkum svo í seinni hálfleik og vorum eitthvað óöruggar. Vörnin var ekki eins góð heldur og við vorum bara lakari á öllum sviðum“ “Við horfum fyrst og fremst í fyrri hálfleikinn okkar. Það hefur verið okkar veikleiki í vetur að mæta ekki tilbúnar til leiks, höfum oft verið 10 - 15 mínútur að vakna en núna voru það bara örfáar mínútur. Við lentum 3-0 undir en síðan vorum við algjörlega mættar og spiluðum fyrri hálfleikinn mjög vel“ sagði Hrafnhildur og bætir því við að nú þurfi þær að setjast niður og skoða hvað það nákvæmlega var sem klikkaði í seinni hálfleik Hrafnhildur biður stuðningsmenn ÍBV að mæta á leikinn á mánudaginn og með góðri stemningu sé hún sigurviss „Núna treystum við á okkur frábæra fólk í Vestmannaeyjum að fylla höllina og mynda stemningu, þá vinnum við þær á heimavelli“ Olís-deild kvenna
Fram vann öruggan sex marka sigur á ÍBV í fyrsta leik liðanna í undanúrslita einvíginu. Lokatölur í Safamýrinni 31-25 en það voru gestirnir frá Vestmannaeyjum sem leiddu í hálfleik með tveimur mörkum, 13-15. Það voru Fram konur sem byrjuðu leikinn betur og skoruðu fyrstu þrjú mörk leiksins. Það gekk ekkert upp í sókninni hjá ÍBV og þetta leit ekki vel út í upphafi. Enn það reyndist svo bara vera smá sjóriða í Eyjakonum sem komu heldur betur til baka. Þær jöfnuðu leikinn í 3-3 áður en 10 mínútur voru liðnar af leiknum. Liðin skiptust á að leiða með einu marki þar til undir lok fyrri hálfleiks þá náðu heimakonur tveggja marka forystu, 11-9. ÍBV jafnaði síðan á lokamínútu fyrri hálfleiks, 13-13. Fram fór illa að ráði sínu á loka mínútunni og það voru gestirnir sem leiddu með tveimur mörkum í hálfleik, 13-15. ÍBV skoraði fyrsta mark seinni hálfleiks og náði þriggja marka forystu. Fram var þó ekki lengi að snúa leiknum sér í vil og jafnaði leikinn með 3-0 kafla. Fram tókst smám saman að ná öllum tökum á leiknum á meðan leikur ÍBV hrundi gjörsamlega. Fram var með tveggja marka forystu þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum, 22-20. ÍBV skoraði aðeins 5 mörk það sem eftir lifði leiks og Fram vann öruggan 6 marka sigur, 31-25. Af hverju vann Fram? Fram hafði betur á lokakaflanum og það skilaði þeim sigrinum. Á síðustu 10 mínútum leiksins voru yfirburðirnir algerir og ofan á allt þá datt Sara Sif Helgadóttir í gang og varði nánast hvert einasta skot Eyjakvenna. Hverjar stóðu upp úr?Karen Knútsdóttir var markahæsti leikmaður Fram með 8 mörk og Steinunn Björnsdóttir var að vanda mikilvægur hlekkur í liðinu, varnar- og sóknarlega. Það kom þó í hlut Söru Sifjar Helgadóttur að stela senunni en hún varði frábærlega á lokakaflanum og endaði með 40% markvörslu. Arna Sif Pálsdóttir var besti leikmaður ÍBV, var þar atkvæðamest með 10 mörk úr 10 skotum. Hvað gekk illa? Lokakafli ÍBV var heilt yfir það sem gekk allra verst í þessum leik. Sóknarlega urðu þær hægar, fyrirsjáanlegar og þau mörk sem duttu inn hjá þeim þurftu þær að hafa mikið fyrir. Vörnin varð galopin og markvarslan engin. Eftir að hafa spilað góðan handbolta í 45 mínútur þá hefur það ekkert að telja að leik loknum. Hvað er framundan? Næsti leikur liðanna er á mánudaginn í Vestmannaeyjum, annar leikur liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins. Steinunn: Erfitt að spila í Eyjum en drullu gamanSteinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram, segir það erfitt að trúa því að þær hafi unnið með 6 mörkum eftir þennan hörkuleik sem var í járnum nær allan tímann. „Þetta var mjög kaflaskipt, þetta var skemmtilegur leikur og ég held að það hafi verið mjög gaman að horfa á hann“ „Það var mikill hraði sérstaklega í upphafi leiks en það datt svo aðeins niður í seinni hálfleik. Þetta eru bara tvö flott lið og við áttum gott „run“ í seinni hálfleik. Mér fannst við slaka aðeins síðasta korterið í fyrri hálfleik þar sem við vorum ekki að slútta nógu vel og vorum ekki nógu agaðar“ sagði Steinunn og bætir því við að það sé ýmislegt sem þær þurfi að laga fyrir næsta leik „Við vorum ekki að keyra nógu vel til baka, við vorum að slútta illa og missa boltann í hendurnar á þeim. Þær áttu svo einhver 5 eða 6 hraðaupphlaup á okkur í fyrri hálfleik sem er ekki líkt okkur. Við þurfum að gera betur þar og loka svo betur á Örnu (Sif Pálsdóttir) hún var drullu góð í dag“ Steinunn segist alltaf hafa búist við því að ÍBV myndi ná þeim aftur eftir þennan jafna og spennandi leik þar sem ÍBV hafði yfirhöndina á köflum. Það var ekki fyrr en á loka korterinu sem Fram náði fullkomnum tökum á leiknum og sigurinn varð ekki í hættu eftir það „Ég á mjög erfitt með a trúa því að við höfum unnið með 6 mörkum, mér fannst þetta alls ekki þannig leikur, ég hélt alltaf að þær væru að ná okkur. Þetta verður hrökuleikur á mánudaginn, nátturlega í Eyjum þar sem er erfitt að spila en drullu skemmtilegt“ sagði Steinunn að lokum Stefán: Þetta einvígi fer í fleiri en þrjá leikiStefán Arnarsson, þjálfari Fram, er ángæður með að leiða einvígið eftir góðan sigur á ÍBV í dag „Ég er mjög ánægður með að vinna leikinn. Hefði viljað fá aðeins meira í fyrri hálfleik en ÍBV liðið var að spila þennan leik gríðalega vel, voru mjög erfiðar og þess vegnar er ég mjög ánægður með að vinna“ „Það er ekkert í þeirra leik sem kom mér á óvart, þetta er það sem ég veit að ÍBV getur. Þær voru mjög flottar, hugsanlega orðnar þreyttar undir lokin en þær spiluðu leikinn vel, eins og við bjuggumst við“ sagði Stefán og bætir því við að hann sé ánægður að leiða núna einvígið. „Við fengum góða markvörslu, Sara (Sif Helgadóttir) kom sterk upp hjá okkur og gerði gæfumuninn í dag.“ sagði Stefán sem hrósar þar innkomu Söru Sifjar í dag, Erla Rós Sigmarsdóttir, byrjaði leikinn í markinu en fann sig ekki svo Sara Sif mætti í hennar stað og stóð sig heldur betur vel Næsti leikur liðanna er í Vestmannaeyjum á mánudaginn eins og áður hefur verið nefnt. Stefán er spenntur fyrir þeirri viðureign „Mér finnst alltaf gaman í Vestmannaeyjum, það verður erfiður leikur. Þetta verður hörku einvígi og ég sé þetta einvígi fara í fleiri en þrjá leiki, það er alveg ljóst“ sagði Stefán að lokum Hrafnhildur: Okkar veikleiki að mæta ekki tilbúnar til leiksHrafnhildur Skúladóttir, þjálfari ÍBV, var mjög ánægð með stelpurnar í fyrri hálfleik en getur ekki sagt hvað síðan gerist í þeim síðari. „Það var frábær fyrri hálfleikur að okkar hálfu, mér fannst við betri en þær. Enn svo í seinni hálfleik voru þær bara betri en við, það er bara þannig“ „Við vorum bara mun áræðnari í fyrri hálfleik en bökkum svo í seinni hálfleik og vorum eitthvað óöruggar. Vörnin var ekki eins góð heldur og við vorum bara lakari á öllum sviðum“ “Við horfum fyrst og fremst í fyrri hálfleikinn okkar. Það hefur verið okkar veikleiki í vetur að mæta ekki tilbúnar til leiks, höfum oft verið 10 - 15 mínútur að vakna en núna voru það bara örfáar mínútur. Við lentum 3-0 undir en síðan vorum við algjörlega mættar og spiluðum fyrri hálfleikinn mjög vel“ sagði Hrafnhildur og bætir því við að nú þurfi þær að setjast niður og skoða hvað það nákvæmlega var sem klikkaði í seinni hálfleik Hrafnhildur biður stuðningsmenn ÍBV að mæta á leikinn á mánudaginn og með góðri stemningu sé hún sigurviss „Núna treystum við á okkur frábæra fólk í Vestmannaeyjum að fylla höllina og mynda stemningu, þá vinnum við þær á heimavelli“
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti