Telur handtökurnar bera vott um andúð á útlendingum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. apríl 2019 18:12 Hér sest þegar einn mótmælenda er var leiddur inn í lögreglubíl í dag. vísir/sigurjón Isabella Rivera, einn mótmælenda í dómsmálráðuneytinu í dag, telur að lögreglan viti ekki hvernig hún eigi að eiga við hópinn No Borders sem undanfarna daga og vikur hefur mótmælt meðferð og aðbúnaði hælisleitenda og flóttafólks hér á landi. Hún telur aðgerðir lögreglu í dómsmálaráðuneytinu í dag þar sem fimm mótmælendur voru handteknir fyrir að hlýða ekki ítrekuðum fyrirmælum lögreglu um að yfirgefa ráðuneytið bera vott um andúð á útlendingum. Lögreglan kom á vettvang að beiðni ráðuneytisins, að því er sagði í tilkynningu lögreglu nú síðdegis. Isabella segir í samtali við Vísi að um tíu mótmælendur hafi verið með kyrrsetumótmæli í anddyri ráðuneytisins til þess að freista þess að fá fund með ráðherra til að ræða stöðu hælisleitenda. Var þetta fjórði dagurinn í röð sem No Borders mótmæltu í ráðuneytinu.Sjá einnig: Fimm handteknir í dómsmálaráðuneytinu „Við sátum þarna og kyrjuðum vegna þess að við höfum reynt að senda þeim bréf og tölvupósta um það sem við getum gert til þess að mæta kröfum hælisleitenda. Við höfum vanalega verið aðeins færri en við vorum í dag, svona fimm til sex, en í dag vorum við tíu sem sátum þarna. Venjulega höfum við bara setið þarna og lögreglan hefur dregið okkur út en í dag gerðist það ekki,“ segir Isabella.„Viss um að ef við værum að berjast fyrir einhverju öðru þá myndi lögreglan vera mun almennilegri við okkur“ Hún segir lögreglu hafa sagt við hana beint að hún yrði handtekin ef hún myndi ekki yfirgefa ráðuneyti en hún er ekki viss um að slík fyrirmæli hafi verið gefin til allra. „Sum okkur fóru svo að lögreglan myndi ekki handtaka okkur en þau fimm sem urðu eftir voru handtekin,“ segir Isabella. Spurð út í þær skýringar lögreglunnar fyrir handtökunum að mótmælendur hafi neitað að hlýða ítrekuðum fyrirmælum um að yfirgefa ráðuneytið segir Isabella að henni finnist viðbrögð lögreglu við mótmælunum rasísk. „Ég held að lögreglan hafi ekki hugmynd um hvernig hún eigi að eiga við þennan hóp. Ef þetta væri annar hópur sem væri til dæmis að mótmæla og berjast fyrir kvenréttindum þá held ég að það væri tekið öðruvísi á okkur. Venjulega stendur lögreglan bara og grípur inn í ef það kemur til ofbeldis en við vorum ekki að beita neinu ofbeldi,“ segir Isabella og bætir við: „Mér finnst þetta rasískt og bera vott um andúð á útlendingum. Við erum að krefjast réttinda fyrir hælisleitendur og útlendinga og þrátt fyrir að við höfum sömu mannréttindi til mótmæla þá bregst lögreglan svona við. Ég er viss um að ef við værum að berjast fyrir einhverju öðru þá myndi lögreglan vera mun almennilegri við okkur. Við gerðum ekkert rangt eða ólöglegt nema að hlýða ekki lögreglu,“ segir Isabella. Þeir mótmælendur sem ekki voru handteknir eru nú fyrir utan lögreglustöðina að sögn Isabellu og ætla þau að vera þar þangað til þeim handteknu verður sleppt. „Ég held að lögreglan geti ekki haldið þeim lengur en 24 klukkustundir en síðast þegar mótmælendur úr hópnum voru handteknir var þeim haldið í svona tvo til fimm tíma,“ segir Isabella.Fréttin hefur verið uppfærð. Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir Mótmælendur dregnir út úr dómsmálaráðuneytinu Um fimmtán manns mættu í dómsmálaráðuneytið við Sölvhólsgötu í miðbæ Reykjavíkur á fjórða tímanum þar sem þeir hugðust mótmæla aðstæðum hælisleitenda hér á landi. 2. apríl 2019 15:58 Marinn og blár eftir að hafa verið dreginn út úr ráðuneytinu Mótmælandi furðar sig á hörku í lögreglunni. 4. apríl 2019 14:12 Fimm handteknir í dómsmálaráðuneytinu Fimm mótmælendur voru handteknir í dómsmálaráðuneytinu á fjórða tímanum í dag fyrir að hlíta ekki fyrirmælum lögreglu. 5. apríl 2019 16:50 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Isabella Rivera, einn mótmælenda í dómsmálráðuneytinu í dag, telur að lögreglan viti ekki hvernig hún eigi að eiga við hópinn No Borders sem undanfarna daga og vikur hefur mótmælt meðferð og aðbúnaði hælisleitenda og flóttafólks hér á landi. Hún telur aðgerðir lögreglu í dómsmálaráðuneytinu í dag þar sem fimm mótmælendur voru handteknir fyrir að hlýða ekki ítrekuðum fyrirmælum lögreglu um að yfirgefa ráðuneytið bera vott um andúð á útlendingum. Lögreglan kom á vettvang að beiðni ráðuneytisins, að því er sagði í tilkynningu lögreglu nú síðdegis. Isabella segir í samtali við Vísi að um tíu mótmælendur hafi verið með kyrrsetumótmæli í anddyri ráðuneytisins til þess að freista þess að fá fund með ráðherra til að ræða stöðu hælisleitenda. Var þetta fjórði dagurinn í röð sem No Borders mótmæltu í ráðuneytinu.Sjá einnig: Fimm handteknir í dómsmálaráðuneytinu „Við sátum þarna og kyrjuðum vegna þess að við höfum reynt að senda þeim bréf og tölvupósta um það sem við getum gert til þess að mæta kröfum hælisleitenda. Við höfum vanalega verið aðeins færri en við vorum í dag, svona fimm til sex, en í dag vorum við tíu sem sátum þarna. Venjulega höfum við bara setið þarna og lögreglan hefur dregið okkur út en í dag gerðist það ekki,“ segir Isabella.„Viss um að ef við værum að berjast fyrir einhverju öðru þá myndi lögreglan vera mun almennilegri við okkur“ Hún segir lögreglu hafa sagt við hana beint að hún yrði handtekin ef hún myndi ekki yfirgefa ráðuneyti en hún er ekki viss um að slík fyrirmæli hafi verið gefin til allra. „Sum okkur fóru svo að lögreglan myndi ekki handtaka okkur en þau fimm sem urðu eftir voru handtekin,“ segir Isabella. Spurð út í þær skýringar lögreglunnar fyrir handtökunum að mótmælendur hafi neitað að hlýða ítrekuðum fyrirmælum um að yfirgefa ráðuneytið segir Isabella að henni finnist viðbrögð lögreglu við mótmælunum rasísk. „Ég held að lögreglan hafi ekki hugmynd um hvernig hún eigi að eiga við þennan hóp. Ef þetta væri annar hópur sem væri til dæmis að mótmæla og berjast fyrir kvenréttindum þá held ég að það væri tekið öðruvísi á okkur. Venjulega stendur lögreglan bara og grípur inn í ef það kemur til ofbeldis en við vorum ekki að beita neinu ofbeldi,“ segir Isabella og bætir við: „Mér finnst þetta rasískt og bera vott um andúð á útlendingum. Við erum að krefjast réttinda fyrir hælisleitendur og útlendinga og þrátt fyrir að við höfum sömu mannréttindi til mótmæla þá bregst lögreglan svona við. Ég er viss um að ef við værum að berjast fyrir einhverju öðru þá myndi lögreglan vera mun almennilegri við okkur. Við gerðum ekkert rangt eða ólöglegt nema að hlýða ekki lögreglu,“ segir Isabella. Þeir mótmælendur sem ekki voru handteknir eru nú fyrir utan lögreglustöðina að sögn Isabellu og ætla þau að vera þar þangað til þeim handteknu verður sleppt. „Ég held að lögreglan geti ekki haldið þeim lengur en 24 klukkustundir en síðast þegar mótmælendur úr hópnum voru handteknir var þeim haldið í svona tvo til fimm tíma,“ segir Isabella.Fréttin hefur verið uppfærð.
Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir Mótmælendur dregnir út úr dómsmálaráðuneytinu Um fimmtán manns mættu í dómsmálaráðuneytið við Sölvhólsgötu í miðbæ Reykjavíkur á fjórða tímanum þar sem þeir hugðust mótmæla aðstæðum hælisleitenda hér á landi. 2. apríl 2019 15:58 Marinn og blár eftir að hafa verið dreginn út úr ráðuneytinu Mótmælandi furðar sig á hörku í lögreglunni. 4. apríl 2019 14:12 Fimm handteknir í dómsmálaráðuneytinu Fimm mótmælendur voru handteknir í dómsmálaráðuneytinu á fjórða tímanum í dag fyrir að hlíta ekki fyrirmælum lögreglu. 5. apríl 2019 16:50 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Mótmælendur dregnir út úr dómsmálaráðuneytinu Um fimmtán manns mættu í dómsmálaráðuneytið við Sölvhólsgötu í miðbæ Reykjavíkur á fjórða tímanum þar sem þeir hugðust mótmæla aðstæðum hælisleitenda hér á landi. 2. apríl 2019 15:58
Marinn og blár eftir að hafa verið dreginn út úr ráðuneytinu Mótmælandi furðar sig á hörku í lögreglunni. 4. apríl 2019 14:12
Fimm handteknir í dómsmálaráðuneytinu Fimm mótmælendur voru handteknir í dómsmálaráðuneytinu á fjórða tímanum í dag fyrir að hlíta ekki fyrirmælum lögreglu. 5. apríl 2019 16:50
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent