Illa fengnar kortaupplýsingar seldar í tonnavís á Facebook Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 6. apríl 2019 07:30 Á myndinni sést reyndar enginn raunverulegur hakkari. Nordicphotos/Getty Netöryggisrannsakendur frá tæknirisanum Cisco hafa fundið 74 stóra Facebook-hópa á undanförnum mánuðum þar sem nærri 400.000 meðlimir versla með ólöglegar vörur. Rannsakendahópurinn, sem kallast Talos, birti skýrslu um rannsóknina þar sem þeir lýstu því að fólk auglýsti amapóstsþjónustu (e. spam service) gegn gjaldi, stolna aðganga að Facebook og fjölda annarra síðna og stolnar kreditkortaupplýsingar svo fátt eitt sé nefnt. „Þrátt fyrir að nöfn hópanna hafi augljóslega gefið til kynna að þar fari fram ólögleg starfsemi hefur sumum þessara hópa tekist að halda sér inni á Facebook í allt að átta ár. Þannig hafa hóparnir sankað að sér tugum þúsunda meðlima,“ sagði í skýrslu Talos um málið. Rannsakendurnir sögðu svo frá því að hópurinn hafi tilkynnt brotlegu hópana á Facebook. Sumir þeirra hafi verið teknir niður en í öðrum voru einungis ákveðin innlegg fjarlægð. Eftir að Talos setti sig í beint samband við öryggisteymi Facebook var meginþorra hópanna hins vegar eytt. Nýir hafa hins vegar komið í staðinn og segjast Talos-liðar vinna með Facebook að því að taka á vandamálinu. Ekki liggur fyrir hversu mikil viðskipti fara fram í gegnum hópana. Seljendur, eða tengiliðir seljenda, biðja um greiðslu með Bitcoin eða annarri rafmynt. Ekki er því hægt að segja til um raunverulegt umfang viðskiptanna. Þetta er langt frá því að vera í fyrsta skipti sem Facebook lendir í vandræðum með ólögleg viðskipti á samfélagsmiðlinum. Netöryggisrannsakandinn Brian Krebs, sem heldur úti síðunni Krebs on Security, greindi frá því fyrir um ári að Facebook hefði þá nýlega eytt um 120 hópum, með um 300.000 meðlimi, þar sem álíka viðskipti fóru fram. Facebook hefur reyndar átt í vandræðum með miklu fleira en ólögleg viðskipti undanfarin misseri. Ýmis hneykslismál hafa komið upp er varða meðferð Facebook á persónulegum upplýsingum, til dæmis Cambridge Analytica-hneykslið og öryggisgalli sem kom upp á síðasta ári sem gerði óprúttnum aðilum kleift að stela 50 milljónum Facebook-aðganga. Fjallað hefur verið um að skilaboðasamskipti milljóna notenda séu til sölu á veraldarvefnum og kynþáttafordóma innan fyrirtækisins. Þá hefur fyrirtækið verið gagnrýnt fyrir að beita sér ekki af nægri hörku gegn öfgahópum sem nota Facebook til að ala á hatri. Hér á landi hefur ítrekað verið greint frá því að fíkniefni séu seld í lokuðum Facebook-hópum. Slíkar fréttir hafa raunar skotið upp kollinum ár eftir ár. Birtist í Fréttablaðinu Facebook Samfélagsmiðlar Tækni Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Vilja þvinga Google til að selja Chrome Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Sjá meira
Netöryggisrannsakendur frá tæknirisanum Cisco hafa fundið 74 stóra Facebook-hópa á undanförnum mánuðum þar sem nærri 400.000 meðlimir versla með ólöglegar vörur. Rannsakendahópurinn, sem kallast Talos, birti skýrslu um rannsóknina þar sem þeir lýstu því að fólk auglýsti amapóstsþjónustu (e. spam service) gegn gjaldi, stolna aðganga að Facebook og fjölda annarra síðna og stolnar kreditkortaupplýsingar svo fátt eitt sé nefnt. „Þrátt fyrir að nöfn hópanna hafi augljóslega gefið til kynna að þar fari fram ólögleg starfsemi hefur sumum þessara hópa tekist að halda sér inni á Facebook í allt að átta ár. Þannig hafa hóparnir sankað að sér tugum þúsunda meðlima,“ sagði í skýrslu Talos um málið. Rannsakendurnir sögðu svo frá því að hópurinn hafi tilkynnt brotlegu hópana á Facebook. Sumir þeirra hafi verið teknir niður en í öðrum voru einungis ákveðin innlegg fjarlægð. Eftir að Talos setti sig í beint samband við öryggisteymi Facebook var meginþorra hópanna hins vegar eytt. Nýir hafa hins vegar komið í staðinn og segjast Talos-liðar vinna með Facebook að því að taka á vandamálinu. Ekki liggur fyrir hversu mikil viðskipti fara fram í gegnum hópana. Seljendur, eða tengiliðir seljenda, biðja um greiðslu með Bitcoin eða annarri rafmynt. Ekki er því hægt að segja til um raunverulegt umfang viðskiptanna. Þetta er langt frá því að vera í fyrsta skipti sem Facebook lendir í vandræðum með ólögleg viðskipti á samfélagsmiðlinum. Netöryggisrannsakandinn Brian Krebs, sem heldur úti síðunni Krebs on Security, greindi frá því fyrir um ári að Facebook hefði þá nýlega eytt um 120 hópum, með um 300.000 meðlimi, þar sem álíka viðskipti fóru fram. Facebook hefur reyndar átt í vandræðum með miklu fleira en ólögleg viðskipti undanfarin misseri. Ýmis hneykslismál hafa komið upp er varða meðferð Facebook á persónulegum upplýsingum, til dæmis Cambridge Analytica-hneykslið og öryggisgalli sem kom upp á síðasta ári sem gerði óprúttnum aðilum kleift að stela 50 milljónum Facebook-aðganga. Fjallað hefur verið um að skilaboðasamskipti milljóna notenda séu til sölu á veraldarvefnum og kynþáttafordóma innan fyrirtækisins. Þá hefur fyrirtækið verið gagnrýnt fyrir að beita sér ekki af nægri hörku gegn öfgahópum sem nota Facebook til að ala á hatri. Hér á landi hefur ítrekað verið greint frá því að fíkniefni séu seld í lokuðum Facebook-hópum. Slíkar fréttir hafa raunar skotið upp kollinum ár eftir ár.
Birtist í Fréttablaðinu Facebook Samfélagsmiðlar Tækni Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Vilja þvinga Google til að selja Chrome Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Sjá meira