Innlent

Jarðskjálftahrina við Kópasker ein sú öflugasta í 28 ár

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Sjálftavirkni mælist enn við Kópasker en á milli 5 og 7 í morgun mældust um 35 skjálftar.
Sjálftavirkni mælist enn við Kópasker en á milli 5 og 7 í morgun mældust um 35 skjálftar. Veðurstofa Íslands
Sjálftavirkni mælist enn við Kópasker en á milli 5 og 7 í morgun mældust um 35 skjálftar.

Jarðskjálftahrinan sem nú er í gangi um sex kílómetra Suðvestur af Kópaskeri er sú öflugasta á þessari sprungu. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands en náttúruvársérfræðingar hafa skoðað gögn aftur til ársins 1991.

Frá því að jarðskjálftahrinan hófst þann 23. mars hefur sjálfvirkt mælakerfi Veðurstofunnar mælt tæplega 3.000 skjálfta en stærsti skjálftinn mældist þann 27. mars 4,2 að stærð.

Átta skjálftar hrinunnar hafa þá mælst að stærð 3 og yfir.

Af þeim tæplega 3.000 skjálftum sem mælst hafa með sjálfvirku mælakerfi Veðurstofu hafa um 1300 þeirra verið yfirfarnir handvirkt en það þarf að gera til að tryggja áreiðanleika mælinganna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×