Ríkistjórnin beitir öryrkja þvingunum að mati formanns ÖBÍ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. apríl 2019 19:15 Tíu ár eru síðan stjórnvöld ákváðu að setja svokallaða krónu á móti krónu skerðingu á öryrkja en hún virkar þannig lífeyrisgreiðslur skerðast vegna tekna sem öryrkjar afla sér.Dæmi um skerðingar Öryrki sem vinnur sér til að mynda fyrir hundrað og fimmtíu þúsund krónum á mánuði fær þannig um áttatíu þúsund krónum minna frá Tryggingastofnun en sá sem gerir það ekki. Þá er tekjuskattur hærri þannig að viðkomandi fær ríflega fjörtíu þúsund krónum meira í vasann en sá sem er án atvinnutekna. Ef öryrki fær fimmtíu þúsund krónur frá lífeyrissjóði skerðast greiðslur frá Tryggingastofnun um sömu upphæð.Þvingunaraðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn öryrkjum Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalagsins segir stjórnvöld beita þvingunaraðgerðum með því að halda því fram að slíkar skerðingar verði ekki afnumdar fyrr en öryrkjar samþykki óraunhæft starfsgetumat. „Það er orðið skilningur okkar að ríkistjórnin noti krónu á móti krónu skerðinguna sem tæki til að þvinga okkur til þess að viðurkenna eða samþykkja starfsgetumat. Það getum við ekki gert meðan að það eru alltof margir lausir endar. Atvinnulífið er til að mynda ekki tilbúið til að taka á móti fötluðu fólki í hlutastörf og þá er hægt að benda á að um 400 öryrkjar hafa verið lengi á skrá hjá Vinnumálastofnun en fá ekki atvinnu,“ segir Þuríður. Engin önnur þjóð setur slíkar skerðingar á öryrkja Hún segir að til að samþykkja starfsgetumat þurfi að tryggja að atvinnulífið sé tilbúið til að taka á móti öryrkjum og fötluðu fólki. En ríkistjórnin geti hins vegar auðveldlega afnumið skerðingar áður en það komi til. „Krónu á móti krónu skerðingarnar er auðveldlega hægt að afnema. Það er engin önnur þjóð sem setur slíkar kvaðir á fatlaða og öryrkja,“ segir Þuríður. Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra,segir að gera þurfi breytingar á almannatryggingakerfinu samhliða því að skerðingar verði afnumdar.Kristinn MagnússonRíkissjóður ráði illa við fjölgun öryrkja Ásmundur Einar Daðason segir ljóst að gera þurfi breytingar á almannatryggingakerfinu samhliða því að krónu á móti krónu skerðingar verði afnumdar. „Við þurfum að ráðast í breytingar á endurhæfingarkerfinu okkar. Það þarf að gerast samhliða því sem við bætum kjör þessa hóps því meðan fjölgun öryrkja er með sama hætti og verið hefur þá ræður ríkissjóður ekki við hana. En ég á von á því að það komi tillögur í þessum málaflokki á næstunni,“ segir Ásmundur. Félagsmál Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira
Tíu ár eru síðan stjórnvöld ákváðu að setja svokallaða krónu á móti krónu skerðingu á öryrkja en hún virkar þannig lífeyrisgreiðslur skerðast vegna tekna sem öryrkjar afla sér.Dæmi um skerðingar Öryrki sem vinnur sér til að mynda fyrir hundrað og fimmtíu þúsund krónum á mánuði fær þannig um áttatíu þúsund krónum minna frá Tryggingastofnun en sá sem gerir það ekki. Þá er tekjuskattur hærri þannig að viðkomandi fær ríflega fjörtíu þúsund krónum meira í vasann en sá sem er án atvinnutekna. Ef öryrki fær fimmtíu þúsund krónur frá lífeyrissjóði skerðast greiðslur frá Tryggingastofnun um sömu upphæð.Þvingunaraðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn öryrkjum Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalagsins segir stjórnvöld beita þvingunaraðgerðum með því að halda því fram að slíkar skerðingar verði ekki afnumdar fyrr en öryrkjar samþykki óraunhæft starfsgetumat. „Það er orðið skilningur okkar að ríkistjórnin noti krónu á móti krónu skerðinguna sem tæki til að þvinga okkur til þess að viðurkenna eða samþykkja starfsgetumat. Það getum við ekki gert meðan að það eru alltof margir lausir endar. Atvinnulífið er til að mynda ekki tilbúið til að taka á móti fötluðu fólki í hlutastörf og þá er hægt að benda á að um 400 öryrkjar hafa verið lengi á skrá hjá Vinnumálastofnun en fá ekki atvinnu,“ segir Þuríður. Engin önnur þjóð setur slíkar skerðingar á öryrkja Hún segir að til að samþykkja starfsgetumat þurfi að tryggja að atvinnulífið sé tilbúið til að taka á móti öryrkjum og fötluðu fólki. En ríkistjórnin geti hins vegar auðveldlega afnumið skerðingar áður en það komi til. „Krónu á móti krónu skerðingarnar er auðveldlega hægt að afnema. Það er engin önnur þjóð sem setur slíkar kvaðir á fatlaða og öryrkja,“ segir Þuríður. Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra,segir að gera þurfi breytingar á almannatryggingakerfinu samhliða því að skerðingar verði afnumdar.Kristinn MagnússonRíkissjóður ráði illa við fjölgun öryrkja Ásmundur Einar Daðason segir ljóst að gera þurfi breytingar á almannatryggingakerfinu samhliða því að krónu á móti krónu skerðingar verði afnumdar. „Við þurfum að ráðast í breytingar á endurhæfingarkerfinu okkar. Það þarf að gerast samhliða því sem við bætum kjör þessa hóps því meðan fjölgun öryrkja er með sama hætti og verið hefur þá ræður ríkissjóður ekki við hana. En ég á von á því að það komi tillögur í þessum málaflokki á næstunni,“ segir Ásmundur.
Félagsmál Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira